Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 22.03.2013, Qupperneq 20
Um Sheryl Sandberg og kynjahallann Stúlkur eru ekki „frekar“ heldur sýna leiðtogahæfileika Í vikunni horfði ég á viðtal í 60 Min­utes við eina af áhrifamestu konum í viðskiptaheiminum, Sheryl Sand­ berg, næstráðanda í Facebook veldinu og fyrrum stjórnanda hjá Google. Hún sendi á dögunum frá sér bókina Lean In þar sem hún gefur konum ráð um hvernig þær geti brotið sér leið í gegnum glerþakið í hinum karllæga viðskiptaheimi þar sem einungis 21 kona á móti 479 körlum stýra 500 stærstu fyrir­ tækjum Bandaríkjanna. Hlutfall­ ið á Íslandi er ekki mikið skárra. Samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar eru tíu kon­ ur á lista yfir 100 hæstlaunuðu framkvæmdastjóra landsins og þar af eru einungis tvær í 30 efstu sætunum. Sheryl er ein fárra yfirlýstra femínista í valdastöðu í viðskiptaheim­ inum. Megininntak bókar hennar er hvatning til kvenna um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að gera sig sýnilegri í viðskiptaheiminum. Þær þurfi sjálfar að leggja sig fram við að grípa þau tækifæri sem bjóðast, líkt og karlarnir gera, þær þurfi að „halla sér fram“ (e. Lean In) í stað þess að halla sér aftur í stólunum við stjórnarborð fyrirtækisins og þaðan er titill bókar­ innar kominn. Hún tekur fram að það sé alls ekki á ábyrgð kvenna einna að leiðrétta kynja­ halla samfélagsins, æði margt sé ekki á þeirra könnu, en þær verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum. Eitt af því áhugaverðasta sem fram kom hjá Sandberg í viðtalinu var lýsing hennar á því hvernig konur og karlar bregðast á ólíkan hátt við hrósi og byggir hún þær á eigin stjórnenda­ reynslu. „Konur þakka velgengni sína því að þær hafi lagt hart að sér, þær hafi verið heppnar og að þær hafi fengið hjálp frá öðrum. Karlar þakka velgengni sína – sama á hvaða sviðum hún er – eigin verðleikum,“ segir Sand­ berg. Hún bendir á að það séu ekki aðeins karlarnir sem haldi aftur af konum, þær geri það einnig sjálfar. „Þær halla sér aftur,“ segir Sandberg í viðtalinu. Hún segir að konur noti afsakanir sem komi í veg fyrir að þær sækist eftir auknum frama sem hún hefur aldrei heyrt karla nota. Þær hafi nóg á sinni könnu, séu enn að læra í núverandi starfi eða að þær ætli sér að eignast börn einhvern tímann. Hún segir að viðhorf samfélagsins til kvenna þurfi að breytast og það þurfi að styðja við stúlkur strax í frum­ bernsku. „Í stað þess að segja við stúlk­ ur að þær séu frekar eða stjórnsamar á að hrósa þeim fyrir leiðtogahæfileika.“ Sjálf fékk hún að heyra að hún væri frek og stjórnsöm, allt frá bernsku og til dagsins í dag. Hún þekkir margar konur í stjórnunarstöðum sem hafa sömu reynslu. Við þekkjum öll þessa umræðu, hún hefur margoft komið upp. Það sem er áhugavert í þetta skiptið er að nú stígur fram ein valdamesta kona heims og segir sér það kappsmál að hvetja kon­ ur til að leggja sig sjálfar fram eins framarlega og þeim er unnt að brjótast í gegnum glerþakið. Segjum já, þegar okkur býðst aukin ábyrgð, hikum ekki, það myndu karlarnir ekki gera. Semj­ um um laun eins og karlar (aldrei taka fyrsta boði, segir Sandberg). Hvetjum hver aðra. Og stöndum saman. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll „Í stað þess að segja við stúlkur að þær séu frekar eða stjórnsamar á að hrósa þeim fyrir leiðtogahæfileika.“ T ugir þúsunda manna hafa borið og bera þungar byrðar af verð­ tryggðum húsnæðis­ lánum sínum. XG Hægri grænir, flokkur fólksins, vill taka á þessum málum og leiðrétta og endurfjá­ magna þessi lán og leggja grunn að nýrri framtíð viðkomandi fái flokkurinn nægilegan stuðning í alþingis­ kosningunum til þess að geta hrint þessum áformum í framkvæmd. Þekkt og þrautreynd lausn Lausnin var fundin af færustu hagfræðingum og sérfræð­ ingum heims. Bandaríkjamenn fóru hana m.a. til þess að bjarga bandaríska húsnæðiskerfinu og fengu til þess sérstaka lagaheim­ ild Bandaríkjaþings 3. október, 2008, eftir að kreppan skall á þar (ensk. TARP ­ Troubled Asset Relief Program). Hægri grænir vilja fara þessa sömu leið, sem gekk svo afar vel og vilja miða við lán tekin 1. nóvember 2007 eða síðar, þegar MiFID (Markets in Finacial Instruments Directive) tilskipun ESB/EES um neyslulán var lögleidd hér á landi, en í henni felst bann við sölu á flóknum fjár­ málaafurðum til almennings eins og flokkurinn hefur lengi haldið fram að verðtryggð lán væru. Lántakar verðtryggðra lána hér á landi vita aldrei hvað næsta afborgun verður, hvað þá hvernig allt lánið verður þegar upp er staðið, því enginn veit fyrr en eftir á hver áhrif vísitalna og vaxta á það verða. Aðferðin – Einföld og gengur upp Hægri grænir vilja setja á neyðarlög, sem í fyrsta lagi afnema að verðtryggja, afleiðu­ tengja, megi venjuleg lán til almennings og í öðru lagi heimila Seðlabankanum að stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem keypti af fjármálastofnunum verðtryggð húsnæðislán fólks og skuldbreytti þeim með út­ gáfu nýrra skuldabréfa. Þetta nefnist magnbundin íhlutun eða á ensku Quantative easing. Nýju lánin yrðu þá færð niður í nýjan höfuðstól eða eins og lánin hefðu verið án verðtryggingarinnar og verði á föstum óverðtryggðum vöxtum og til langs tíma, jafnvel til allt að 75 ára, til þess að stilla greiðslubyrðina við greiðsluget­ una. Seðlabankinn lánaði þessum sjóði sínum á 0,01% vöxtum og með því að nýju bréfin bæru 7.65% fasta vexti, þá tæki það sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Þannig er það vaxtamunurinn og tíminn, sem borga þetta upp og segja má að þetta sé eins konar bókhalds­ aðgerð innan Seðlabankans, en ávinningurinn, vaxtamismunur­ inn, rynni til réttra aðila, þ.e.a.s. fólksins í landinu í stað banka, þrotabúa og vogunarsjóða. Lánar­ drottnarnir fengju gamla lánið greitt að fullu og töpuðu engu, Tækifæri til að skapa nýja framtíð Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána Kjartan Örn Kjartans- son varaformaður Hægri grænna, í 1. sæti lista flokksins í Reykjavík norður Íslenski veitingastaðurinn við Reykjavíkurhöfn 20 viðhorf Helgin 22.-24. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.