Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 12
Kynferðisbrotamenn ekki sjálfir fórnarlömb sem börn Þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum hafa í fæstum tilfellum sjálfir orðið fyrir kynferðisbroti í bernsku ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á hæsta- réttardómum frá 1920. Í langflestum tilvikum eru það ókunnugir karl- menn sem brjóta gegn drengjum. Stúlkurnar þekki hins vegar þann sem brýtur gegn þeim. A far sjaldgæft er að gerendur kynferðis- brota gegn börnum hafi sjálfir orðið fyrir kynferðisbroti í bernsku, samkvæmt nýrri rann- sókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskól- ans í Reykjavík og Ásrúnar Evu Harðardóttur lögfræðings. Voru allir dómar Hæstaréttar, sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum, rannsakaðir frá stofnun réttarins árið 1920 til dagsins í dag. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi um kynferðisbrot gegn drengjum sem haldið verður í HR í dag, föstudag, klukkan 13. Þar kemur einnig í ljós að í lang- flestum tilvikum eru það ókunn- ugir karlmenn sem brjóta gegn drengjum. Stúlkurnar þekki hins vegar þann sem brýtur gegn þeim. Fréttatíminn sagði í síðustu viku frá rannsókn á kynferðisbrotadóm- um gegn börnum og fullorðnum í héraðsdómum undanfarin tíu ár. Rannsókn Svölu nær því yfir hærra dómstig og lengra tímabil. 166 gerendur en aðeins fjórir þeirra fórnarlömb Kynferðisbrotadómarnir á tíma- bilinu voru 173 talsins og enduðu allir nema sextán með sakfellingu. Í 16 dómum var ákærði sýknaður. Gerendurnir voru 166 og höfðu einungis fjórir þeirra orðið fyrir kynferðisbroti í bernsku. „Þetta er þvert á það sem reglulega er haldið fram, að eitt megineinkenni þeirra sem fremja kynferðisbrot gegn börnum sé að þeir hafi sjálfir verið þolendur slíks ofbeldis í æsku,“ segir Svala. Svala segir athyglivert að í dómi frá 1994 komi sú fullyrðing fram í skýrslu sálfræðings, sem fenginn hafði verið til að gera sálfræðipróf á ákærða í ljósi þess að hann hafði verið misnotaður 14 ára gamall af Steingrími Njálssyni, að „rann- sóknir á kynferðisbrotamönnum sýni, að meiri hluti þeirra hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku“. Rannsókn á dómum Hæstaréttar styður ekki þessa fullyrðingu. Allir gerendurnir eru karlkyns og nánast undantekningalaust einir að verki. „Einungis í 5 málum voru gerendur fleiri en einn. Flestir voru þeir 4 saman í dómi frá árinu 1992. Í því máli var maður sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára stúlku og aðrir þrír fyrir hlutdeild í því broti með því meðal annars að halda stúlkunni á meðan og handleika kynfæri sín meðan á þessu stóð,“ segir Svala. Hún bendir á að aldursdreifing meðal gerenda sé mikil, sá yngsti er 15 ára, en við það aldursmark miðast sakhæfi fólks og sá elsti er á tíræðisaldri, en hann hafði misnotað barnabarn sitt. Meðal- aldur gerenda er 36 ár, en flestir gerendur eru á aldursbilinu 26-30 ára. „Til samanburðar má nefna að meðalaldur gerenda er brjóta gegn drengjum er örlítið hærri eða 40 ár Þvottavél WM 14S464DN Vindur upp í 1400 sn./mín. Mjög hljóðlát. Tækifærisverð: 163.900 kr. stgr. (Fullt verð: 199.900 kr.) Kolalaus mótor Orkuflokkur Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Megineinkenni þeirra sem brjóta gegn börnum Hver er sá veruleiki sem dómar Hæstaréttar spegla? Eftirfarandi megineinkenni mátti finna hjá þeim sem hlotið hafa dóm í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn barni: • Karlmaður á aldrinum 26-30 ára. • Í hjónabandi eða sambúð • Í launaðri vinnu • Með hreinan sakaferil • Líkur á því að hann hafi verið undir áfengisáhrifum þegar hann framdi brotið. • Þolandinn er stúlka á aldrinum 7-12 ára sem gerandinn þekkir. og algengasti aldur þar er 44 ár,“ bendir Svala á. Fjórtán gerendur, eða rúm 8 prósent, voru enn börn er þeir brutu af sér, 15, 16 eða 17 ára. Ókunnugir karlar brjóta á drengjum Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að gerandi og þolandi þekkj- ast í meirihluta tilvika eða í um 70% þeirra og í um fjórðungi málanna er gerandi innan fjölskyldu barnsins. „Í þeim hópi voru feður og stjúp- feður oftast gerendur eða samtals í tilfellum 13% þolenda,“ bendir Svala á. „Til samanburðar má nefna að þegar drengir voru skoðaðir sérstaklega var aðeins í einu til- viki um ættingja að ræða, en það var móðurbróðir geranda. Þar eru ókunnugir gerendur í meirihluta.“ Í sex dómum kynntust gerandi og þolandi í gegnum internetið, en þolendurnir voru 11 stúlkur á aldrinum 12-17 ára. Sá sem hafði brotið gegn flestum börnum hafði brotið gegn 13 börnum, þar af tólf drengjum. Upplýsingar var að finna um sakaferil allra gerendanna nema átta. Rúmlega helmingur þeirra hafði hreint sakavottorð. Af þeim gerendum sem áttu sakaferil að baki höfðu 16% eingöngu gengist undir greiðslu sektar. Af þeim 48 gerendum sem áður höfðu verið dæmdir til refsingar höfðu aðeins níu verið dæmdir fyrir kynferðis- Drengir glíma við reiði í kjölfar kynferðisbrots, auk þess sem margir eru hræddir um að félagar þeirra komist að misnotkuninni, sem tengist skömminni og sektarkenndinni sem heldur þeim í heljar- greipum, auk hræðsl- unnar við það að vera stimplaður „hommi“. Ljósmynd/Getty Framhald á næstu opnu 12 úttekt Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.