Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 76
 Í takt við tÍmann Sindri ÁStmarSSon Fær ekki nógu stóra skó á Íslandi Sindri Ástmarsson er 24 ára dagskrárstjóri á útvarpsstöðinni Flass. Sindri hefur verið plötusnúður í tíu ár og hætti í menntaskóla til að einbeita sér að útvarpsstöðinni árið 2007. Hann heldur með Fram og Arsenal og elskar Sushisamba. Staðalbúnaður Ég er ekki með mjög dýran fatasmekk. Undanfarið hef ég verið mikið í lituðum gallabux- um og kannski skemmtilegum bol við. Og oft í þunnri gollu. Ég geng oftast bara í úlpu en þegar maður er að flýta sér á maður til að fara út í Flass-flíspeysunni. Þá skammar kærastan mig. Ég uppgötvaði loksins Converse- skó í fyrra og nú get ég varla gengið í öðru. Eina vandamálið er að ég nota skó númer 47 og það er ekki hægt að fá svo stóra Converse-skó á Íslandi. Ég kaupi þá því í útlöndum. Ég kaupi líka föt úti. Maður gefur sér aldrei tíma til að versla föt nema í útlöndum. Hugbúnaður Þegar maður er plötusnúður sækir maður ekki endilega í þá skemmtistaði þar sem er mesti hávaðinn þegar maður fer sjálf- ur út að skemmta sér. Við vin- irnir viljum fara á staði þar sem við getum setið og núna förum við oftast á Vegamót og English Pub. Ég er með kort í World Class en mætti vera duglegri að mæta þangað. Ég gef mér ekki mikinn tíma til að horfa á sjónvarp, en ég vel þætti fram yfir bíómyndir. Suits eru í upp- áhaldi og eftir að ég fékk Netflix tók ég „næntís“ sjónvarpsþátta nostalgíu. Ég er náttúrlega af Friends-kynslóðinni og hef örugglega séð alla þá þætti oftar en heilbrigt getur talist. Annars horfi ég alltaf líka á fótbolta. Ég held með Arsenal og Fram og hef því ekki haft miklu að fagna undanfarin ár. Vélbúnaður Ég frelsaðist fyrir tveimur árum og á nú Macbook Pro, iPhone, iPad og er með Apple TV. Það varð allt miklu þægilegra við þetta. Ég treysti aldrei á tölvur fyrr en ég fékk mér Apple. Gömlu tölvurnar tóku oft upp á því að frjósa þegar ég var að spila en það hefur ekki enn gerst, 7, 9, 13. Aðal appið er TuneIn en í því getur maður hlustað á útvarpsstöðvar um allan heim. Svo er ég bara með þetta klassíska, Facebook, In- stagram og Twitter. Aukabúnaður Ég er mjög hrifinn af ítölskum mat og elda mikið af pasta og svoleiðis réttum. Á mínu heimili elda ég töluvert meira en kær- astan. Við strákarnir förum oft út að borða og það er eiginlega hálf kjánalegt hvað vinahópur- inn fer oft á Sushisamba. Ég er formaður markaðsdeildar í Heimdalli og hef verið þokka- lega virkur í Heimdallarstarf- inu síðan ég var fimmtán ára. Aðal áhugamál mín eru fótbolti og tónlistin og svo finnst mér mjög gaman að ferðast. Síðasta sumar heimsótti ég aðalborg- irnar í Austur-Evrópu og það var frábært. Þar getur maður verið á fimm stjörnu hóteli en borgað það sama og á tveggja stjörnu hóteli annars staðar. Ég er líka rosalegur London-fíkill, mér finnst það æðisleg borg. Þegar ég fer á bar panta ég mér Jager í Redbull. Mér finnst líka gaman að smakka góða bjóra og ef ég rekst á einhverja sem ég hef ekki séð áður freistast ég oftast til að smakka. NIÐUR BREKKU FER Á R N A S Y N IR 30-50% 30% af skíðum, skíðabúnaði, brettum og brettabúnaði af skíða- og brettafatnaði Skíði og bretti í glæsibæ – Bretti í kringlunni GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is t ónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hlaut hæsta styrk tónlistarsjóðsins Kraums þegar úthlutað var úr honum í gær. Styrkur Önnu nemur tveim- ur milljónum króna. Styrkinn fær Anna til að hljóðrita ný verk til útgáfu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í flutningi CAPUT. Í kjölfar útgáfu nýrrar plötu nýtir Anna sér hluta styrksins til að kynna plötuna og verkin erlendis í samvinnu við kynningarfyrirtæki og erlendar umboðsskrifstofur. Kraumur úthlutaði í gær 10,4 milljónum króna til listamanna og verkefna sem eiga sér stað hér heima og að heiman árið 2013. Alls hlutu sextán verkefni styrk en sjóðnum bárust 146 umsóknir að þessu sinni. Hljómsveitin Bloodgroup hlaut einnar milljón króna stuðning vegna tónleikaferðar um Evrópu og til Banda- ríkjanna. Sömu upphæð hljóta einnig Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson sem í samstarfi við Mengi munu kynna plötuna The Box Tree ytra. Meðal annarra styrkþega eru Retro Stefson, Samúel J. Samúelsson Big Band, Angist, Hamrahlíðarkórinn, múm, Rauðasandur Festival, Stelpur Rokka! og KAMMER- Tónlistarhátíð. Járnbraut fær styrk en um er að ræða skapandi húsnæði þar sem má finna m.a. Nolo, Oyama, Úsland Útgáfuna og fleiri.  tónliSt kraumur úthlutar Styrkjum Anna Þorvaldsdóttir hlaut hæsta styrkinn Anna Þorvalds- dóttir hlaut tveggja milljóna styrk frá Kraumi í gær. Sindri fær skammir hjá kærustunni þegar hann fer út í Flass-flíspeysunni. Ljósmynd/Hari 76 dægurmál Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.