Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 40
H vað þýðir að eiga barn með gigt er spurning sem allt að 14 foreldrar á ári þurfa að spyrja sig. Nýgreiningar á sjúkdómnum eru á bilinu 12–14 á ári. Fréttatíminn heim- sótti fjórtán ára gigtveika stúlku, Lindu Hrönn Hlynsdóttur og móður hennar, Fríðu Kristínu Magnúsdóttir, í Hafnar- fjörðinn á dögunum. Linda greindist með gigt þegar hún var sjö ára gömul. Þá hafði hún kennt meins í um það bil ár. „Ég hélt þetta væru bara vaxtarverkir. En þegar hún hætti að geta staðið í fæturna af sársauka fór hún loks í rannsóknir,“ út- skýrir Fríða, móðir Lindu. Þær mæðgur búa tvær saman í ný- legri íbúð í Vallahverfi. Þegar að blaða- konu ber að garði lauslega eftir hádegi er Linda heima við með mömmu sinni þar sem hún hafði verið mjög slæm um morguninn. „Hún fór nefnilega í Kringluna með vinum sínum í gær. Það er þannig að hún þarf að velja það svolítið hvað hún hyggst gera við tíma sinn. Öll minni- háttar átök geta verið kostnaðarsöm seinna og hún á það til að fara aðeins fram úr orkunni sinni, einfaldlega vegna þess að hún vill ekki vera þessi veika,“ segir Fríða um dóttur sína. Einn læknir með öll gigtarbörn á landinu Barnagigt er ósýnilegur sjúkdómur og þrátt fyrir að hafa gríðarleg áhrif á líðan sjúklinga er erfitt að lesa það utan á viðkomandi. Barnagigt telst til sjálfsofnæmissjúkdóma og er lítið vitað um orsökina. Einkennin lýsa sér sem bólga og verkir í liðum. Sjúkdómurinn getur verið vægur og með fá einkenni en einnig geta tilfellin verið mjög erfið þar sem mörg vandamál fylgja og lífs- gæði sjúklinga skerðast verulega. Gigtin hefur þannig áhrif á hreyfigetu, styrk og þol. Sjúkdómurinn er hverfull því barn sem vaknar stirt og með verki að morgni getur verið komið með eðlilega hreyfifærni eftir einhvern tíma. Einnig getur þol barnsins og geta til þess að sitja kyrrt verið mismunandi eftir dögum og jafnvel tímum dags. Þannig eiga sum gigtarbörn erfiðara um vik í skóla. Það getur líka komið til vegna annars fylgikvilla sjúkdómsins sem er óstjórnleg þreyta. Jón Kristinsson er eini læknirinn á Ís- landi sem sérhæfir sig í meðferð gigtar- barna, en hann er með þau öll í sinni umsjón. Jón er kominn á efri ár í starfi og því liggur fyrir að djúpt skarð verður eftir þegar hann hættir vinnu. Sjálf segist Linda ætla að verða læknir þegar hún verður fullorðin. „Ég sé mig fyrir mér, heilbrigða í framtíðinni,“ útskýrir hún. Það er nefni- lega svo að hjá helmingi gigtarbarna eldist sjúkdómurinn af og hverfur á braut um kynþroska. „Mig langar að vera læknir, en ég held að ég verði ekki gigtarlæknir, því það er svo leitt að ekkert skuli vera hægt að gera fyrir sjúklingana. Það er lítið hægt að hjálpa þeim, eins og er.“ Vön að finna stöðugt til Linda er, þrátt fyrir að vera aðeins fjór- tán ára, mjög þroskuð og málfar hennar vandað líkt og hjá fullorðinni mann- eskju. „Það þroskar börn á allt annan hátt að vera svona lengi veik,“ útskýrir móðir hennar og segir jafnframt aðdá- unarvert hve æðrulaus hún sé gagnvart þessu öllu. Hún gefist aldrei upp. „Ég mætti taka margt í hennar fari mér til fyrirmyndar þar sem ég verð oft mjög óþolinmóð og reið yfir þessu. Það er bara svo erfitt að horfa upp á barnið sitt veikt svona lengi, maður verður svo vanmáttugur gagnvart sjúkdóminum." Þar sem Linda situr við eldhúsborðið er áberandi hvernig hún ruggar mjöðm- unum fram og aftur á stólnum. Aðspurð segir hún það vera vegna verkjanna, en það hjálpi henni að rugga inn í þá. „Núna er mér bara illt í mjöðmunum og olnboganum og kannski smá í hönd- unum, bakinu og hnjánum,“ útskýrir hún fyrir blaðakonu sem hváir. Hún segir að hún finni stöðugt fyrir örlitlum seyðingi á nokkrum svæðum líkamans og sé orðin nokkuð vön því að finna stöðugt til. Hún hefur einnig á síðustu árum þróað með sér aðra tegund af gigt, vefjagigt. En hvernig lýsa verkirnir sér? „Það er svolítið erfitt fyrir mig að út- skýra það því verkirnir eru mismunandi eftir því hvort það er vefjagigtin eða liðagigtin. Til dæmis virkar vefjagigtin þannig að ef ég klíp þig þá finnur þú fyrir því á meðan ég held í þig. Ef þú klípur mig þá finn ég fyrir því lengi á eftir og sársaukinn stigmagnast lengi eftir að þú sleppir takinu. Þetta er ein- hver brenglun í taugakerfinu á mér. Verkirnir í liðunum eru svo öðruvísi og mjög sárir stingir.“ Ekki „rétti“ sjúkdómurinn fyrir Tryggingastofnun Linda fær sendan heimakennara til sín svo hún missi ekki af neinu í náminu. Vegna ástands hennar hefur hún ekki komist í skólann frá áramótum. Þær mæðgur útskýra að morgnarnir séu oft verstir og svo seinnipartur kvölds- ins. Vegna sjúkdómsins er ónæmis- kerfið einnig mjög skert og hún dvelur því oft á spítala í lengri eða skemmri tíma með margvíslegar sýkingar. Það gerist vegna átaka hvítu blóðkorn- anna við bólguna í liðunum. Einnig sé hún á mörgum mismunandi lyfjum, krabbameinslyfjum og öðru til að halda verkjum og bólgum í skefjum. Lyfin Finnur fyrir fordómum í samfélaginu Líf Lindu Hrannar Hlynsdóttur er frábrugðið lífi annarra fjórtán ára stúlkna. Hún greindist með gigt þegar hún var sjö ára. Sjúkdómurinn hefur vaxið með ár- unum og nú er svo komið að hún getur varla mætt í skóla vegna veikinda sinna. Móðir hennar, Fríða Kristín Magnúsdóttir, segir að tími sé kominn til þess að vekja fólk til umhugsunar um þennan falda sjúkdóm. Framhald á næstu opnu Mæðgurnar Linda og Fríða hafa aðeins hvora aðra til stuðnings. Þær eru þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem komið hafa upp, jákvæðar og æðrulausar. Ljósmyndir/Hari Umönnun- arbæturnar duga ekki fyrir bensín- inu á bílinn. Styrktar Sjóður á vegum umHyggju Átak sem felst í því að byggja upp öflugan styrktarsjóð á vegum Umhyggju – félags til stuðnings langveikum börnum hófst í gær, fimmtudaginn 21. mars. Átakið felur í sér að safna Umhyggjusömum einstaklingum – fólki sem greiðir mánaðarlegt framlag í styrktarsjóðinn og stendur þannig á bak við lang- veik börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að gerast Umhyggju- samur einstaklingur með því að skrá sig á vefsíðunni www. umhyggjusamir.is eða með því að hringja í síma 5175858. 40 viðtal Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.