Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 52
52 bílar Helgin 22.-24. mars 2013  ReynsluakstuR toyota RaV4 – fjóRða kynslóð KOMDU O G PRÓFAÐ U NÝR FOR D FIESTA SNILLDAR BÍLL FRÁ FRÁ FORD FIESTA 2.490.000 KR. 28.979 KR./MáN* ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 760.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,64%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 * Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 FordFiestafrumshálfsíða.indd 1 21.02.2013 13:21:59 RAV-inn gerði mig að bíladellukellingu Fjórða kynslóð Toyota RAV4 er nú komin á markað og er sannarlega bíll fyrir íslenskar fjölskyldur í íslenskum aðstæðum, fallegur, rúmgóður, fjór- hjóladrifinn og góður í akstri. f yrir fáeinum vikum breyttist ég í algjöra bíladellukellingu. Ís­lenskum bílablaðamönnum var boðið til Spánar að prófa fjórðu kynslóð Toyota RAV4 sem verið var að frumsýna. Spennandi. Fínt að fara til Spánar svona um miðjan vetur. Og ekkert leiðinlegt að fá að rúnta um sveitir Katalóníu svona á fyrstu dögum vorsins, möndlutrén voru komin í blóma og bændur voru farnir að huga að vínökrum sínum. Ég fékk afnot af beinskiptum bensínbíl með tveggja lítra vél, og valdi beinskipt­ inguna því ætlunin var að aka einungis utanbæjar. Ég hefði valið mér sjálfskiptan ef ég hefði verið að aka í borg, þar sem sífellt er verið að hægja á og gefa í og stoppa á ljósum. Rúnturinn fyrri daginn var um þrír tímar. Það er mjög langt síðan ég hef ver­ ið ein í þrjá tíma. Ég naut þess svo, að ég kveikti ekki einu sinni á tónlistinni sem Toyota hafði hlaðið inn á minniskubb og hægt var að hlusta á í fínum hljómtækj­ um bílsins. „Sport Mode“-ið virkar! Ég keyrði mjög varlega til að byrja með. Ég þurfti að sjálfsögðu að kynnast bíln­ um aðeins og vegunum, sem og leiðsögu­ konunni í leiðsögukerfinu sem Toyota hefur þróað og býður upp á sem aukabún­ að í bílnum. (Ég skírði leiðsögukonuna Gwendolyn því hún hljómaði þannig.) Þegar ég var komin með öryggi fór ég aðeins að verða hugaðri. Ég hætti að hægja jafnmikið á í beygjum (sem voru ófáar) og gaf vel í á hraðbrautunum sem komu inn á milli og kom bílnum vel yfir 160 km hraða. Bíllinn var skemmtilegur í akstri. Mér fannst hann samt ekki liggja alveg nógu vel í beygjunum. Það kom á daginn (fattaði það ekki fyrr en í kennslustund Toyota síðdegis fyrri daginn) að með því að ýta á einn takka virkjaði ég svokallað „Sport Mode“ sem gerði það að verkum (sem útskýrt var í löngu og tæknilegu máli) að bíllinn nánast sigraðist á mið­ flóttaaflinu (eða þannig skildi ég það) og næði mun krappari beygjum. Viti menn, ég prófaði það á degi tvö og þvílíkur munur! Ég var orðin eins og atvinnubíl­ stjóri í torfærukeppni (nema á malbiki) og tók beygjurnar á fullu spani alveg hægri vinstri án þess að finnast ég vera að velta bílnum í hvert skipti. Svei mér, þetta „sport mode“ svínvirkaði. Ég var orðin svo örugg með mig (var­ kárni mín fyrri daginn stafaði ekki síst af sögum kollega minna um rússneska vini þeirra sem hefðu velt 18 bílum í einni prufukeyrslunni eitt árið) að ég meira að segja kveikti á tónlistinni. Af slöppuð og brosandi út að eyrum, með nýju sólgler­ augun sem ég hafði keypt í einu svei­ taapótekinu (því íslenska myrkrið hafði þurrkað sólina úr minni mínu) krúsaði ég um sveitirnar. Ég villtist bara þrisvar og það var Gwendolyn að kenna í öll skiptin. Hún er ansi slöpp í katalónskunni, greyið, og bar nöfn á götum og kennileitum fram snarvitlaust. Í eitt skiptið lék ég mér að því að óhlýðnast. Það var þegar ég var á leið heim á hótelið eftir fyrri daginn og beygði til vinstri í stað hægri á síðasta hring­ torginu í því skyni að fá smá nasasjón af Sitges, strandbænum fagra skammt frá Barcelona. Grey Gwendolyn fór alveg á taugum og létti mikið þegar ég loks rataði aftur inn á þá leið sem henni var gert að hjálpa mér að fylgja. Lengri og rennilegri Fyrir utan hótelið var öllum fjórum kyn­ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Allar línur í nýja RAV-inum eru orðnar mun straumlínu- lagaðri, gluggalínan hækkar aftur eins og er í tísku núna, ljósaumbúnaðurinn var nútímalegri og ljósin, bæði að framan og aftan, öll stærri og þar af leiðandi sýnilegri. Ljósmyndir/Sigríður Dögg Auðunsdóttir slóðum RAV4 stillt upp og var mjög áhuga­ vert að sjá hvernig tískan í bílahönnun hefur breyst. Nýjasta týpan var áber­ andi fallegust. Allar línur mun straum­ línulagaðri, gluggalínan hækkaði aftur eins og þykir svo flott núna (sem reyndar kemur niður á útsýni barna úr aftursæti), ljósaumbúnaðurinn var nútímalegri og ljósin, bæði að framan og aftan, öll stærri og þar af leiðandi sýnilegri. Innréttingin er einnig falleg og vel hugsuð. Aftursætin leggjast flöt og skottið er stærra en í for­ veranum enda bíllinn nokkuð lengri. Vara­ dekkið fer nú í hólf í skottinu í stað þess að vera hengt aftan á og batnar útlit bílsins til mikilla muna við það eitt. Upplifun mín af reynsluakstrinum var öll mjög jákvæð og myndi ég fyllilega mæla með hinum nýja RAV4 fyrir íslensk­ ar fjölskyldur í íslenskum aðstæðum. Hið eina sem ég hefði viljað bæta við hann eru tvö aukasæti í skottinu en samkvæmt upp­ lýsingum frá Toyota er ekki gert ráð fyrir að framleiða RAV4 í 7 manna útgáfu, því miður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.