Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 23
arinnar og Norðurlandaráðs, og beitti sér mjög í þeirri vinnu sem leiddi til norræna vegaréfasam- bandsins, sameiginlega vinnu- markaðarins, samningsins um félagsleg réttindi og tungumála- samningsins, en hann fjallar um rétt okkar til að nota eigið tungu- mál í samskiptum við yfirvöld annarra Norðurlanda. Og ekki má gleyma vinarbæjarsamstarfi sveitarfélaga en þar gegnir Nor- ræna félagið lykilhlutverki. Norræna félagið á Íslandi fagnaði 90 ára afmæli á síðasta ári. Markmið félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið og skiln- ing Norðurlandaþjóðanna á milli og þeirra og annarra þjóða út á við. Deildir félagsins út um allt land standa fyrir ýmsum viðburð- um og félaginu hefur verið falin framkvæmd margvíslegra mikil- vægra norrænna verkefna, s.s. Halló Norðurlönd, Nordjobb og norrænu bókasafnsvikunnar. Fé- lagið stendur einnig fyrir tungu- málanámskeiðum sem hafa notið vaxandi vinsælda. Skrifstofa Nor- ræna félagsins aðstoðar fjölda manns í viku hverri um flest það er varðar norræn málefni, stór og smá. Sú hefð hefur myndast á und- anförnum árum að Norrænu fé- lögin fagna degi Norðurlanda með ýmsum hætti. Norræna fé- lagið á Íslandi hefur á undanförn- um árum í samstarfi við Norræna húsið boðað til norræns gesta- boðs þennan dag og m.a. notað tækifærið til að heiðra einstak- ling, sem að mati félagsins hef- ur unnið að því að styrkja tengsl norrænna landa og vakið athygli á litríkri menningu og sögu þeirra þjóða sem Norðurlöndin byggja. Að þessu sinni verður Peran, heiðursviðurkenning Norræna félagsins, afhent frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Ekki þarf að fjölyrða um þau miklu áhrif sem hennar ævistarf hefur haft á margar kyn- slóðir Íslendinga um mikilvægi norræns samstarfs. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs J arðvegur fyrir læsi er óvíða frjórri en í leikskólanum. Síðustu misserin hefur skiln- ingur á mikilvægi leikskólastigsins í þróun læsis aukist mikið á alþjóð- legum vettvangi. Á Íslandi er mikil gerjun og ekki hefur hún minnkað með nýjum aðalnámskrám þar sem einn af grunnþáttum menntunar er læsi í víðum skilningi. Athyglis- verðar eru niðurstöður rannsóknar dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur, Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur á íslenskum börnum, sem varpa ljósi á tengsl málþroska leikskólabarna við þróun læsis og framfarir nemenda í námi síðar meir, og einnig á tengslin milli gengis í námi og sjálfstjórnar barna. Læsisstefna leikskóla Reykjavíkur Leikskólastjórar í Reykjavík áttu frumkvæðið að mótun læsisstefnu leikskóla. Leikskólinn hefur lengi unnið með læsi í ýmsum myndum með fjölbreyttum aðferðum. Mark- mið nýrrar læsisstefnu er að byggja ofan á það starf og stuðla að mark- vissri vinnu með helstu grunnstoðir lestrarnáms, eins og til dæmis mál- skilning, orðaforða, málvitund og viðhorf til lesturs. Tækifærin liggja ekki hvað síst í því að styðja við börn sem standa höllum fæti á þessum sviðum. Besta veganesti fyrir skóla- göngu barns er að þessar grunnstoð- ir læsis, sem eru í smíðum á leik- skólaárunum, séu sem sterkastar. Læsi og sjálfsstjórn Fljúgandi læsi í leikskóla Erfiðleikar hjá fjórðungi sex ára barna Það eru tengsl milli málþroska og frumþátta læsis á leikskólaaldri og árangurs í grunnskóla og það eru tengsl milli sjálfstjórnar barna og gengis þeirra í námi almennt. Á leikskólaárunum læra börn meðal annars smám saman að stjórna til- finningum sínum, hegðun og at- hygli. Hvernig til tekst getur haft mikil áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við þau verkefni sem mæta þeim síðar í námi og getur skipt sköpum fyrir fjórðung barna www.sagamedica.is Ég nota SagaPro Helga Arnardóttir, húsfreyja Vandamál: Blöðrulömun vegna MS „Það er SagaPro að þakka að ég þarf ekki lengur að skima sífellt eftir salerni. Lífsgæði mín hafa því klárlega aukist og hugurinn er ekki lengur eins upptekinn af þessu viðvarandi vandamáli og áður.“ sem mælingar sýna að eiga við erf- iðleika að stríða með læsi og mál- þroska strax í 1. bekk. Aldrei óskrifað blað Barn fer úr leikskóla og í grunn- skóla, en þróun læsis stendur yfir allt fram á fullorðinsár. Ein helsta áskorun leik- og grunnskóla er að tryggja samfellu á mörkum skóla- stiga. Það gerir grunnskólinn með því að virða reynslu, þekkingu og færni leikskólabarnsins. Það barn mætir til leiks í grunnskólann flug- læst, í víðum skilningi þess orðs! Alltént aldrei sem óskrifað blað. Búa þarf svo um hnútana að kennarar beggja skólastiga geti þróað starfs- hætti sína svo að byggja megi ofan á kunnáttu leikskólabarna í grunnskólanum. Ef um erfiðleika í lestri er að ræða í fyrstu bekkjum grunnskólans er líklegt að þeir erfiðleikar haldi áfram það sem eftir lifir skólagöngunnar. Erfitt getur verið að grípa inn í þegar langt er liðið á lestrarnámið. Þess vegna er mikilvægi leikskólans gríðarlega mikið, sem og að samfella og samtal sé á milli skólastiganna. Lestrarhungruð börn og foreldrar „Ó, voldugu álfkonur … gefið barni mínu lestrarhungur. Þess óska ég af öllu mínu brennandi hjarta!“ Svo mælti Astrid Lind- gren. Heimilið er besti staðurinn til að seðja slíkt hungur, lestrará- hugi barna kviknar fyrst og síðast heima fyrir og fátt kemur í staðinn fyr- ir að við foreldrar les- um fyrir börnin okkar, stór og smá. Það þarf að vekja lestraráhuga, hann kemur ekki alltaf eins og fyrir töfra. Hann er hins veg- ar töfrum gæddur og lykill að svo mörgu sem gerir skólagöngu barna og unglinga farsæla. Helgin 22.-24. mars 2013 viðhorf 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.