Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 78
 Guðmundur Breiðfjörð Styrkir kraBBameinSfélaGið með ljóðaBók Bíómaður yrkir til að halda sönsum Guðmudur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmynda, leynir á sér. Dagana langa lifir hann og hrærist í afþreyingariðnaðinum frá Hollywood en færri vita að í Guðmundi bærist skáld og hann hefur nú gefið út sína aðra ljóðabók, Perlu, þar sem hann gerir meðal annars upp hjónaskilnað. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Krabbameinsfélagsins. G uðmundur Breið-fjörð hefur um langt árabil sinnt mark- aðs- og kynningarmálum kvikmynda hjá afþreyingar- risanum Senu. Guðmundur gaf út sína fyrstu ljóðabók, Köllun, 1998 og fylgir henni nú loksins eftir með Perlu. „Ég er bara rosalega ánægður með að koma þessu loksins frá mér,“ segir Guð- mundur sem ætlaði sér upp- haflega að gefa bókina út 2008, sléttum tíu árum eftir að hann þreytti frumraun sína. „Þetta dróst síðan alltaf einhvern veginn. Ég lenti í skilnaði sem fylgdi mikið uppgjör og svona. Þetta eru mjög persónuleg ljóð,“ segir Guðmundur sem ákvað nú loks að slá til. „Ég á afmæli núna, er 45 ára, og svo er Mottumars, átaksmánuður til þess að vekja fólk til umhugsunar um krabbamein, þannig að ég ákvað að kýla á þetta og gefa Krabbameinsfélaginu allan ágóðann af sölunni.“ Guðmundur segir að málið sé sér skylt þar sem hann hafi horft á eftir fólki sér nákomnu verða krabb- anum að bráð. „Pabbi dó úr eitlakrabbameini, langt um aldur fram. Hann var 65 ára sem mér fannst allt of ungt fyrir hann. Frændi minn dó svo úr eitlakrabbameini í fyrra,“ segir Guðmundur sem hefur ærna ástæðu til þess að leggja Krabbameins- félaginu lið. En hvaðan fær skáldið inn- blástur? Varla frá Holly- wood? „Nei, alls ekki. Alveg að Hollywood ólöstuðu sem býður upp á myndir sem fara með mann allan tilfinning- skalann þá virðast nú ljóðin koma til mín úr annarri upp- sprettu. Til þess að halda sönsum í afþreyingunni þá þarf maður þetta eiginlega til þess að vega upp á móti. Þetta andlega fóður. “ Guðmundur segir bókina hafa verið nokkurn veginn tilbúna lengi. Elstu ljóðin eru frá 1996 en þau nýjustu frá þessu ári. „Ég þurfti aðeins að losa um, sérstaklega eftir skilnaðinn, og þá var gott að setjast niður og skrifa.“ Guðmundur verður með útgáfuteiti á Austur í dag, föstudag, frá 17 til 19. „Ég vonast til að sjá sem flesta þar og ég verð með posa frá Krabbameinsfélaginu. Það væri gaman að ná að klára 500 eintök fyrir lok Mottumars,“ segir Guð- mundur og bætir við að hann stilli verðinu í hóf og selji bókina á 1000 krónur. „Þetta er lítið framtak en vonandi skiptir þetta máli og ég næ vonandi hálfri milljón. Ljóðið er ekki dautt og fólk fær góða ljóðabók um leið og það styrkir gott málefni.“ Þeir sem ekki eiga heimangengt á föstudag en vilja eignast bókina geta haft samband við Guðmund á netfanginu breidfjord@sena.is og hann kemur bókinni á réttan stað. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ástin er kulnuð eins og askan í síðustu sígarettunni hjá manninum sem er að deyja. Guðmundur Breiðfjörð kom vinnufélögum sínum hjá Senu á óvart þegar hann steig fram sem ljóðskáld í vikunni. Hann vonast til þess að samstarfsfólkið sýni góðu málefni skilning og kaupi bók. Ljósmynd/Hari Til þess að halda söns- um í afþrey- ingunni þá þarf maður þetta eigin- lega til þess að vega upp á móti. NÝ BÓK EFTIR METSÖLUHÖFUNDINN STEFÁN MÁNA BÓK SEM AÐDÁENDUR HUNGURLEIKANNA OG TWILIGHT MUNU FALLA FYRIR „Frábær bók, mjög skemmtileg, hélt athygli minni allan tímann.“ BIRKIR ÖRN KARLSSON www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Fatahönnuðurinn Ólafur Helgi sýndi sína fyrstu tískulínu í Gerðu- bergi í tengslum við Hönnunarmars. „Það er búið að vera alveg brjál- að að gera og sýningin heppnaðist stórkost- lega vel,“ segir Ólafur Helgi. „Svo vel að mér var í framhaldinu boðið að stija námskeiðið Konur til athafna hjá mæðgunum Sigrúnu Lilju Guðjóns- dóttur eiganda Gyðja Collection og móður hennar Guðrúnu Barböru Tryggvadóttur. „Mér fannst mér mikill heiður sýndur með að fá að vera fyrsti og eini strákurinn sem hefur fengið að vera á námskeiðinu. „Það var svo sem ekkert nýtt að vera á námskeiði, allir voru ávarp- aðir í kvenkyni,“ hlær Ólafur. „Ég hef verið á mörgum nám- skeiðum og í bekkjum þar sem eru bara konur og svo halda bara margir að ég sé kona.“ Ólafur Helgi kallar tískulínuna sína Starina Couture en hún er jafn- framt útskriftarverkefni hans í tísku- og textíl- hönnunarnámi frá Nuova Accademia di Belle Arti Milano. „Hún Sigrún Lilja hefur stutt mig í þessu verkefni en allir skór sem sjást í verkinu eru frá Gyðju, “ segir Ólafur Helgi um leið og hann skilar þökkum til allra sem studdu við bakið á honum í verkefninu. Sýning Ólafs Helga stendur til 24. mars í Gerðubergi og myndir og myndband af tískulínunni má sjá á www.olafurhelgi.com. Eini strákurinn með konum til athafna  fatahönnun ólafur helGi Ingvi Björn hefur náð góðum árangri í mótorcrossi hérna heima og er nú farinn til æfinga með norska landsliðinu.  inGvi Björn Æfir mótorkroSS með norSka landSliðinu Tekst á við reynda harðjaxla m ótorcross-kappinn ungi, Ingvi Björn Birgisson, hélt til Noregs í vikunni en þar mun hann dvelja fram eftir sumri og æfa með norska lands- liðinu í sportinu. „Mér bauðst þetta tæki- færi og ákvað að slá til og æfa með landslið- inu,“ segir Ingvi. „Þjálfarinn þeirra er mjög þekktur, fær og reyndur í þessu og hefur keppt á heimsmeistraramótum og svona.“ Ingvi er sautján ára og hefur landað nokkrum Íslandsmeistaratitlum í mótor- crossinu. Hann vill þó ekki gangast við því að hann sé orðinn of góður fyrir Ísland. „Ég ætla mér bara að verða betri og þess vegna fór ég. Það eru mjög góðir gaurar að keppa í þessu heima en þeir eru fleiri í Noregi og nöfnin stærri,“ segir Ingvi sem bíður spenntur eftir því að fá að spreyta sig á Norðmönnunum. Ingvi er þó ekki genginn til liðs við norska landsliðið og keppir að sjálfsögðu alltaf fyrir Íslands hönd þegar svo ber undir en ætlar að keppa á norska og sænska meistaramótinu í mótorcrossi. „Ég á svo eftir að koma eitthvað heim í sumar til þess að keppa.“ Ingvi segir að sportið gefi ekki mikið í aðra hönd, í það minnsta ekki enn sem komið er en hann nýtur styrkja ýmissa aðila og getur þannig stundað íþróttina sem á hug hans allan. „Ég er búinn að vera að hjóla frá því ég var átta ára og byrjaði að keppa tólf ára.“ Ingvi segir Ísland ekki neitt sérstaklega hentugt fyrir íþróttina og í raun sé aðeins hægt að stunda hana yfir sumarið. „Eins og þetta er núna þá koma einstaka dagar þegar ekki er frost í jörðu og þá er hægt að hjóla í sandi. Annars er þetta bara á sumrin,“ segir Ingvi sem skrapp til Banda- ríkjanna í tvo mánuði í vetur og hjólaði þar frá janúar fram í mars. Og nú er hann kom- inn til Noregs. „Þetta er mjög skemmtilegt tækifæri og ég held að það verði mikið fjör hérna.“ -þþ 78 dægurmál Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.