Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 22.03.2013, Blaðsíða 10
 tryggingamiðstöðin Hagnaður 2,6 milljarðar TM á markað fyrir sumarið tM verður skráð í Kauphöll fyrir sum- arið, eða á svipuðum tíma og VÍS, eins og fram kom í Fréttatímanum síðastlið- inn föstudag. Með tilkomu tryggingafélaganna á hlutabréfamarkaðinn bæt- ist við fjárfestingamögu- leiki sem ekki er fyrir á innlendum hlutabréfa- markaði. Ársreikningur Tryggingamiðstöðvar- innar, TM, var birtur fyrr í vikunni. Hagnaður ársins nam 2,6 milljörðum króna en hagnaður fyrir skatta var 3 milljarðar og þar af námu fjárfestingartekjur 2 milljörðum króna. Iðgjalda- tekjur námu 11,6 milljörð- um króna sem er aukning um 5,3% frá síðasta ári. Eignir félagsins námu 27,4 milljörðum króna í árslok 2012 og eigið fé var 10,2 milljarðar króna. „Undirliggjandi vátrygg- ingarekstur skilaði mjög góðum niðurstöðu,“ segir Greining Íslandsbanka, „og er samsetta hlutfall félags- ins (tjón og kostnaður á móti iðgjöldum) 88,5% sem er verulega góður árangur og þá er ekki einungis horft á innlend tryggingar- félög í samanburði. Árið 2011 nam hlutfallið 92,5% og þótti þá mjög gott. Því er ljóst að tryggingarleg rekstrarniðurstaða TM stendur mjög styrkum fótum.“ -jh F lestir stjórnendur telja að-stæður í atvinnulífinu vera slæmar en þeim fjölgar sem búast við að þær verði betri eftir sex mánuði. Framboð starfs- fólks er nægt en helst vottar fyrir skorti á starfsfólki í samgöngum, ferðaþjónustu og sérhæfðri þjón- ustu. Í heild gera stjórnendur ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda næstu sex mánuði en að fjárfest- ingar á þessu ári verði minni en á árinu 2012. Verðbólguvæntingar stjórnenda eru óbreyttar, 4% næstu 12 mánuði og 5% eftir tvö ár og búist er við áframhaldandi veik- ingu krónunnar. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrir- tækja, sem gerð var síðari hluta febrúar og byrjun mars 2013, að því er fram kemur á síðu Samtaka atvinnulífsins. Nú telja 60% aðstæður vera slæmar en hlutfallið var 68% í síðustu könnun sem gerð var í lok síðastliðins árs. Rúmur þriðjungur telur að þær séu hvorki góðar né slæmar en 3% að þær séu góðar. Mat stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði er jákvæðara og hefur breyst til hins betra undanfarna mánuði. Nú telja 28% að aðstæður batni en 14% að þær versni, en langflestir (58%) telja að þær verði óbreyttar. Hlutfallslega flestir sjá fram á bata í fjármálaþjónustu en fæstir í sjávarútvegi og iðnaði. Heldur meiri bjartsýni gætir meðal minni fyrirtækja en lítill munur er á útflutningsfyrirtækjum og öðrum. Almennt er ekki skortur á starfs- fólki að mati stjórnenda. Þó telja 12% þeirra skort vera á starfsfólki og gætir hans einkum í samgöng- um og ferðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu. Starfsfólk fyrirtækjanna í könnuninni telur um 33 þúsund. Þegar svör stjórnenda eru vegin saman með starfsmannafjölda fyrirtækjanna fæst sú niðurstaða að starfsmannafjöldi þeirra muni standa í stað á næstu sex mán- uðum. Þetta er heldur jákvæðari niðurstaða en í síðustu könnun þar sem fram komu vísbendingar um fækkun starfsfólks. Tæplega helmingur stjórnenda býst við að hagnaður, sem hlutfall af veltu, á þessu ári verði svipaður og á síðasta ári, og jafnmargir að hann aukist og hann minnki. Horf- urnar eru bestar í samgöngum og ferðaþjónustu en lakastar í iðnaði og sjávarútvegi og þar af leiðandi mun lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Horfurnar eru lakari hjá útflutningsfyrirtækj- um en öðrum. Flestir stjórnendur búast við svipaðri eftirspurn á innanlands- markaði á næstu sex mánuðum og verið hefur undanfarið. Horfur um eftirspurn á erlendum mörkuðum á næstu sex mánuðum eru svip- aðar og á innanlandsmarkaði. Fjárfestingar munu dragast saman á árinu samkvæmt þessari könnun. 22% stjórnenda sér fram á auknar fjárfestingar, 30% að þær minnki og tæpur helmingur býst við að þær verði svipaðar og árið 2012. Mest aukning fjárfestinga er áformuð í samgöngum og ferða- þjónustu og byggingarstarfsemi og veitum, en horfur eru á miklum samdrætti fjárfestinga í sjávarút- vegi og iðnaði. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Minnkandi fjárfest- ingar og óbreyttur starfsmannafjöldi Mat stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði er jákvæðara og hefur breyst til hins betra undanfarna mánuði. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV 03/13 BIOTECH pappírinn frá Papernet er frábær nýjung sem kemur í veg fyrir ólykt á salernum, hindrar stíflur í klósettum, heldur frárennslislögnum hreinum og hraðar niðurbroti í rotþróm. Vistvænar rekstrarvörur - fyrir þig og umhverfið Engin ólykt Engar stíflur í klósetti Engar stíflur í frárennslislögnum WHY CHOOSE? 1 2 3 4 5 ELIMINATES UNPLEASANT ODOURS Rooms don't smell. No mess. Higher quality service. AVOIDS BLOCKAGES No mechanical operation. Makes routine cleaning easier. Toilets are more hygienic. ELIMINATES PURGING OPERATIONS Keeps pipes and septic tanks clean. Savings on maintenance costs. SAFEGUARDS THE ENVIRONMENT Cleaner waste water. Completely biodegradable. DERMATOLOGICALLY TESTED Does not irritate the skin. Safe to use on intimate and mucous parts of the body. Absolutely safe. D E R M A TE ST • DERMA TEST D E R M A TEST • DERMA TE ST DERMA TEST Papernet uses BATP technology, ABSOLUTELY EXCLUSIVE IN EUROPE THE PRODUCT RANGE Interfold Roll n° n° cm cm n° n°/cm material Superior Handtowel V Folded Flushy407572 White 2 Wave 210 22 21 210x15 20x2/260 Virgin pulp n° n° cm cm n° n°/cm material Superior Interfold Toilet Paper407571 White 2 Wave 224 11 21 224x40 20x2/260 Virgin pulp Superior Toilet Paper Roll407576 White 2 Honey Comb 28,8 250 11,5 9,6 10,3 4,6 8x8 33/227 Recycled n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material Superior Toilet Paper Roll407575 White 2 Micro 19,8 180 11 9,5 10,2 4,5 24x4 12x2/258 Virgin pulp n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material Superior Mini Jumbo Toilet Paper 407574 White 2 Micro 140 459 30,5 9,5 19,5 6 12x1 48/243 Virgin pulp Superior Maxi Jumbo Toilet Paper 407573 White 2 Micro 247,1 810 30,5 9,5 27 6 6x1 48/243 Virgin pulp Superior Toilet Paper Roll407570 White 2 Micro 27,5 250 11 9,5 12,4 4,5 8x6 14x2/258 Virgin pulp n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material Superior Toilet Paper Single Wrap407569 White 2 Micro 18,15 165 11 9,5 10 4,5 12x8 12x2/258 Virgin pulp n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material Superior Mini Jumbo Toilet Paper407568 White 2 Micro 150 405 37 9,5 19,5 7,6 12x1 24x2/258 Virgin pulp n° m n° cm cm cm cm n° n°/cm material Superior Maxi Jumbo Toilet Paper407567 White 2 Micro 300 811 37 9,5 27 7,6 6x1 24x2/258 Virgin pulp Án þess að nota BIOTECH Eftir 10 daga með BIOTECH Eftir 30 daga með BIOTECH PÁSKATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16 FULLT VERÐ 109.900 99.900 www.grillbudin.is 13,2 kw/h ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á TILBOÐI FULLT VERÐ 59.900 49.900 12,8 kw/h FULLT VERÐ 54.900 39.900 Hannað fyrir Ísland 10 ára reynsla á Íslandi Tryggingarleg rekstrarniðurstaða TM stendur mjög styrkum fótum.  FramtíðarHorFur stjórnendur 400 stærstu Fyrirtækjanna Nú telja 60% stjórnenda stærstu fyrirtækjanna aðstæður vera slæmar en hlutfallið var 68% í síðustu könnun sem gerð var í lok síðastliðins árs. 10 viðskipti Helgin 22.-24. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.