Fréttatíminn - 08.06.2012, Qupperneq 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
og Sumarjógúrtin frá MS.
Kræktu þér í ljúffenga Sumarjógúrt með
íslenskum krækiberjum. Tilvalin í útileguna,
sumarbústaðinn eða lautarferðina.
Sumarið er komið
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/S
ÍA
Tólf nýjar eftirlitsmynda-
vélar í miðborgina
Borgin hefur keypt tólf eftirlitsmyndavélar
í miðborgina fyrir átta milljónir króna.
Vélunum fjölgar því frá því sem áður var
þegar átta voru settar upp. Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
segir að undanfarið hafi einungis þrjár til
fjórar virkað.
„Það skiptir miklu máli að hafa vélarnar.
Þær hafa forvarnargildi og geta skipt miklu
máli við rannsóknir,“ segir hann og að nú
sé verið að setja þær upp.
Samkomulag borgarinnar, Neyðarlínunnar
og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
hljóðar upp á að borgin kaupi vélarnar,
Neyðarlínan sjái um uppsetningu og við-
hald en lögreglan um vöktun og það að
bregðast við þegar við á. Stefán segir þó
engan sitja við og fylgjast með frekar en
áður – nema við sérstök tækifæri. - gag
Mælt með útisundlaug
við Sundhöllina
Starfshópur skip-
aður af borginni
leggur til að
haldið verði
áfram að þróa
hugmyndir um
útisundlaug við
Sundhöllina í
Reykjavík, en að
þar verði engin líkamsrækt. Hópurinn vill
að gömlu búningsklefarnir fái að halda
sér en að gerðar verði bætur á aðgengi
og nýir búningsklefar settir upp aukalega
svo fólk geti valið hvort þeir vilji hátta í
gömlu eða nýju aðstöðunni. Hópurinn vill
að núverandi byggingarlist Guðjóns Samú-
elssonar verði gert hátt undir höfði og að
fullt tillit verði tekið til hennar þegar ráðist
verði í endurbætur og eða viðbyggingu.
Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var
fyrir borgarráð í síðustu viku. - gag
W OW hefur tekið ákvörð-un um að sameina tvær flugleiðir út sumarið og
tvær til viðbótar verða sameinaðar
í júní. Tvær flugleiðir voru felldar
niður vegna ónægrar sölu. Flug-
ferðir á áfangastaðina Stuttgart og
Köln í Þýskalandi verða sameinaðar
út sumarið en flugferðir á Basel og
Lyon eftir þörfum. Þetta staðfestir
Baldur Oddur Baldursson, forstjóri
WOW.
„Jú, þetta eru ákveðin vonbrigði.
Við hefðum ekki lagt upp með báð-
ar þessar leiðir ef við hefðum ekki
haft ekki trú á þeim. Það reyndist
ekki rétt mat hjá okkur, ekki hvað
varðar júní að minnsta kosti. Reynd-
ar er útlit gott með Basel og Lyon
eftir júní,“ segir Baldur. „Þegar við
ákváðum að fljúga á Köln leit út fyrir
að við yrðum einir þangað. Síðan
aflýsti Iceland Express flugi sínu
á Frankfurt og ákvað að fljúga til
Kölnar og þá varð til offramboð á
sætum á þessari leið,“ segir Baldur.
Hann segir að haft hafi verið sam-
band við alla farþega WOW sem
orðið hafi fyrir töfum vegna þess-
ara breytinga. „WOW keypti einnig
flugmiða fyrir alla þá farþega sem
bókað áttu í flugferðum sem aflýst
var með öðrum flugfélögum annað
hvort á annan áfangastað WOW
eða alla leið. Okkur bar ekki skylda
til þess en við gerðum það samt til
þess að koma á móts við þau óþæg-
indi sem farþegar urðu fyrir,“ segir
hann.
Baldur vill ekki gefa upp hversu
mörg sæti hafa verið seld í flug
þeirra að meðaltali. Mestur fjöldi
til þessa var hins vegar í flug til Alic-
ante þann 6. júní þegar tíu sæti vant-
aði upp á að 168 sæta vél félagsins
væri full. „Sala flugmiða er í fullu
samræmi við væntingar okkar og
ánægjulegt að dagleg sala hefur
þrefaldast eftir að við hófum að
fljúga. Miðað við sölutölur og þær
móttökur sem við höfum fengið er
ljóst að við erum komnir til að vera,“
segir Baldur.
Nokkrar tafir hafa einnig verið
í innritun farþega WOW í Leifs-
stöð þar sem innritunarkerfi Kefla-
vík Airport Sevices, félagsins sem
þjónustar WOW í Leifsstöð, er ekki
komið í gagnið. Fyrir vikið þarf að
handskrifa öll brottfararspjöld og
handinnrita alla farþega. Seinkun
hefur verið í helmingi fluga, sam-
kvæmt upplýsingum frá vefmiðl-
inum Túristi.is. Alls var seinkunin
271 mínúta en að sögn Baldurs er
lengsta seinkunin 65 mínútur.
„Það er að sjálfsögðu stefna okkar
að vera mjög stundvís. Miðað við
það að við erum að hefja starfsemi
tel ég þetta nokkuð góðan árangur.
Það lenda öll flugfélög í seinkunum
og það sem skiptir einna mestu
máli er hvernig komið er fram við
farþegana þegar um seinkun er að
ræða. Hingað til hefur okkur tekist
mjög vel upp og oftar en ekki hafa
flugmenn okkar náð að vinna upp
seinar brottfarir og hafa vélar okkar
því lent á réttum tíma á áfangastað,“
segir hann.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Persónuvernd hefur fellt þann úrskurð
að lækni hafi verið óheimilt að skoða
sjúkraskrá sjúklings í tengslum við pers-
ónulegt mál. Um er að ræða mál þar sem
læknirinn Magnús Kolbeinsson fór inn í
sjúkraskrá Páls Sverrissonar á Heilbrigð-
isstofnun Austurlands og notaði síðan upp-
lýsingar úr skránni í vörn sinni í máli fyrir
siðanefnd lækna þar sem áðurnefndur
Páll var vitni. Siðanefnd lækna birti upp-
lýsingar Magnúsar í úrskurði sínum og
hafði Persónuvernd þegar úrskurðað þann
gjörning andstæðan lögum. Í úrskurð-
inum segir að óheimilt sé að heilbrigðis-
starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Austur-
lands noti þann aðgang sem þeir hafa að
sjúkraskrám vegna ágreiningsmála sem
þeir sjálfir eiga persónulega aðild að og
ekki varða starfsemi stofnunarinnar.
Úrskurður Persónuverndar nær þó ekki
til læknisins sjálfs heldur eingöngu til
ábyrðaraðila sjúkraskrárinnar – í þessu
tilfelli Heilbrigðisstofnunar Austurlands
sem þarf að bæta verklag sitt. Landlæknir
hafði áður áminnt Magnús um að sýna
aðgát í meðferð gagna úr sjúkraskrá. Það
dugði ekki Páli Sverrissyni en hann hefur
viljað að Landlæknir vísi málinu til lög-
reglu í krafti 22. greinar laga um meðferð
sjúkraskrár. Páll sagði í viðtali við Frétta-
tímann ekki alls fyrir löngu að landlæknir
væri með allt niður um sig í þessu máli.
Velferðarráðuneytið hefur átt í bréfaskrift-
um við embætti landlæknis vegna málsins
auk þess sem Páll hyggst stefna nokkrum
aðilum málsins fyrir dóm. -óhþ
Persónuvernd uPPlýsingar úr sjúkraskrám
Læknir mátti ekki nota sjúkra-
skrá vegna persónulegra deilna
Persónuvernd segir það ekki leyfilegt
fyrir lækni að fara í sjúkraskrá Páls
Sverrissonar í eigin þágu. Ljósmynd/Hari
Flugrekstur erFiðleikar í byrjun hjá nýju FlugFélagi
Tafir í innritun, samein-
ingar og aflýsingar ferða
WOW air hefur neyðst til að fella niður ferðir og sameina flugleiðir vegna slæmrar sölu á nokkr-
um flugleiðum. Forstjórinn segir þó sölu flugmiða í fullu samræmi við væntingar og að félagið sé
komið til að vera.
Baldur Oddur Baldursson, forstjóri WOW, Matthías Imsland, rekstrarstjóri og Skúli Mogensen stjórnarformaður. WOW hefur
tekið ákvörðun að sameina tvær flugferðir sökum slæmrar sölu.
Tveir þriðju sem sóttu
um þiggja vinnuna
Aðeins fimm hundruð af þeim átta
hundruð ungmennum 18 ára og eldri sem
sóttu um sumarstörf hjá Kópavogsbæ
hafa þegið vinnu sem í boði er og telur
bærinn að það bendi til þess að atvin-
nuástand ungs fólks hafi batnað frá
síðasta sumri. Þriðjungur umsækjenda
hverfur því annað. - gag
2 fréttir Helgin 8.-10. júní 2012