Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 14

Fréttatíminn - 08.06.2012, Page 14
Skúli svalar ævintýraþrá með Wow S kúli Mogensen, eigandi Wow Air, viðurkennir að með stofnun flugfélagsins sé verið að uppfylla vissa ævintýraþörf, hann sé kominn út fyrir þægindahring sinn, sem er tölvu- bransinn, og að hann hafi ekki velt því fyrir sér hvort það skaðaði ímynd sína sem eigandi banka að reka flugfélag. Hann sé hreinn og beinn í viðskiptum og hafi ákveðið að koma heim með milljarðana, sem finnski farsímarisinn Nokia greiddi honum fyrir Oz hugbún- aðarfyrirtækið, því Ísland hafi alla burði til að rísa upp og verða fremst í flokki. Slíkt hafi hann séð eftir átta ára búsetu í Kanada, sem standi einkar vel, og upp- vaxtarár í Svíþjóð – þar sem hann varð vitni að því þegar Noregur hristi af sér sveitastimpilinn meðal Norðurlanda- þjóða og varð stórveldi. Báðar þjóðir eiga sínar náttúruauðlindir – eins og Ís- land, og búi við tryggt stjórnmálaástand – nokkuð sem Skúli bíður eftir að verði á Íslandi. Hvers vegna ákvaðstu að stofna flug- félag? „Þegar ég kom til landsins og stofnaði fjárfestingafélagið Títan haustið 2009 horfði ég á tækifærin út frá stóru mynd- inni. Næsta skref var að ákveða hvað „Þetta er einungis byrjunin,“ segir fjárfestirinn Skúli Mogensen, eigandi Wow Air; nýjasta, ís- lenska farþegaflugfélagsins. Stækkunin felst þó ekki endilega í fleiri flugvélum, heldur einnig því að tengja saman bílaleigur, veitingastaði, afþreyingu og skemmtanalíf – allt í einum pakka. Hann reiknar með að greiða með flugfélaginu næstu tvö árin í það minnsta og notar drjúgan hluta fjár- muna sinna, sem nema milljörðum, í uppbygginguna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Skúla við þessi tímamót í íslenskri flugrekstrarsögu. Skúli Mogensen lítur á Wow flugfélagið sem aðeins einn hluta af stærri mynd, því hann stefnir á að bjóða upp á alhliða lausn fyrir ferðamenn; hótelgistinu, bílaleigu, veitingastaði, skemmtistaði og svo framvegis. Mynd/Sigurjón fyrir Wow Air Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ég er tilbúinn að tryggja rekstrargrund- völl félagsins til margra ára, á meðan við erum að byggja félagið upp. Ég hef litlar áhyggjur af reksta- rafkomunni næstu tvö árin. 14 viðtal Helgin 8.-10. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.