Fréttatíminn - 08.06.2012, Síða 54
46 bækur Helgin 8.-10. júní 2012
RitdómuR dagbók Elku
Eldar kvikna, önnur bókin
í Hungurleikjaseríunni, er
á toppi metsölulista Félags
bókaútgefenda fyrir síðustu
tvær vikur, og það þrátt
fyrir að hafa aðeins verið í
sölu í rúma viku.
EldaR kvikna á toppnum
RitdómuR dauði nætuRgalans / kRossgötuR
F yrst Marklund: Liza á nú tíu bækur á markaði hér á landi, allar þýddar af Önnu R. Ingólfsdóttur. Síðust
kom út sagan Krossgötur, kom út í fyrra
í Svíþjóð undir nafninu Du gamla, du
fria... Hér segir enn af Anniku Bengt-
son blaðamanni á
Kvöldblaðinu, sem
snúin er aftur heim
eftir þriggja ára
fjarveru í Washing-
ton með manni og
tveimur börnum,
og lendir í nýjum
aðstæðum. Thomas
maður hennar er á
ráðstefnu í Kenía
og í vettvangs-
ferð er honum og
sex öðrum rænt,
fylgdarmenn og bíl-
stjórar myrtir.
Sagan rekur á
sama tíma, á tólf
dögum, rannsókn
á morðum kvenna
í Svíþjóð, en Annika er að mestu utanvið
það mál, vandamál og metnað ritstjóra
hennar, uppgjör við móður og systur,
fyrrum ástkonu bónda hennar, nána vin-
konu. Vænn skammtur verksins snýst um
hversdag útivinnandi eiginkonu, tryggð
og skyldur. Sagan er að vanda vel undir-
byggð í rannsóknum, hefur skýra hneigð:
Vesturlönd eru virki sem verst flóttanum
sunnan að, karlmenn eru grimmir við
konur. Fléttan er óhemju spennandi, þótt
frásagnarstíllinn sé víða flatur og mót-
þróakennd skapgerð Önnu sé á köflum
þreytandi. Sjokkeffektar í framvindunni
eru nokkrir og dregur Liza ekkert af sér
í atvikum suðurfrá, þar er mannslífið
ekki mikils virði og grimmd yfirstígur öll
mörk.
Marklund er veldi í norrænum krimm-
um: Hún á, ásamt Jan Guillou, Pirat-
fortlaget sem á dótturútgáfu í Noregi. Nú
er aftur tekið til við að kvikmynda sögur
hennar um Bengtson. Hún er umdeild
heima fyrir og framan af ferlinum var
andlit hennar og norrænt útlit notað
markvisst til að skapa henni ímynd. En
sögur hennar er prýðir afþreying og
þessi svíkur ekki og er að auki með ýmsu
ítarefni sem hreyfir við þeim stóra hópi
sem les.
Þær stöllur Kaaberböl og Friis hafa sett
saman þrjá krimma um hjúkrunarkonuna
Ninu Borg og sú síðasta, Dauði nætur-
galans, er komin út í þýðingu Ingunnar
Ásdísardóttur. Sem fyrr vinnur Nina í
búðum fyrir flóttamenn og meðal skjól-
stæðinga hennar er lítil stúlka frá Uk-
raínu. Til Danmerkur flúði móðirin og nú
er hún grunuð um að hafa myrt sambýlis-
mann sinn. Lesandanum er þegar í upp-
hafi gefið til kynna að örlög mæðgnanna
tengist atvikum úr hungursneyðinni í Úk-
raínu 1934 og um leið stjórnarháttum lög-
reglu stjórnvalda þar, hlýðni og mótþróa
íbúanna. Undirliggjandi þema verksins
eru svik og varnarleysi barna. Það teygir
sig um allt verkið, ekki aðeins í baksög-
unni, heldur líka inn í líf Nínu og móður-
innar sem er á flótta verkið á enda.
Bæði verkin eru sviðsett í skandinav-
ískum vetri; myrkri og snjó. Bæði nærast
á stöðu kvenna í erfiðum hjónaböndum,
ást í meinum gagnvart körlum sem eru
samstarfsmenn. Hugur höfundanna er
þó meira bundin við að koma áliti á þjóð-
félagsmálum á framfæri. Marklund og kó
beita forminu fyrir sig til að tryggja þekk-
ingu á samfélagsmálum, pólitíska skoðun
og í ljósi þeirra hatrömmu stöðu sem nú
ríkir um öll Norðurlönd í málefnum inn-
flytjenda er það engin furða. Kaaberböl
er margreyndur höfundur og í samstarfi
við Friis er hún að þreifa fyrir sér á nýjum
vettvangi. Næturgala-sagan er feik-
ispennandi og fyrsta flokks afþreying.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Konur í stórræðum
Þær segja stelpurnar að hrunið hafi rekið
þær aftur til prjónanna. Þetta fimmtándu
aldar fyrirbæri hefur reynst okkur vel til
fatagerðar í ríflega sex hundruð ár og
því ekki nema von að út komi rit helguð
prjónaskap. Frá Vöku Helgafelli kom nýlega
bók af norskum stofni, Hlýtt og mjúkt fyrir
minnstu börnin eftir May B. Langhelle,
helguð prjóni fyrir minnstu börnin, í hent-
ugu broti og full af fallegum uppskriftum. Í
þakkarlista er vísað til norskra verslana og
framleiðenda sem kemur okkar prjónafólki
að litlum notum og hefði mátt staðfæra
þann hluta verksins, en vafalítið er útgáfan
vel þegin af þeim þúsundum sem eru
stöðugt með eitthvað á prjónunum. -pbb
Með sitthvað á prjónunum
Bænakver gætu menn talið að ættu lítið erindi
á markað þegar sól er að ná sem lengstum
gangi og dagar sem nætur eru bjartastar.
Bænin er raunar algengari en margir gera
sér grein fyrir, við erum að biðja alla daga og
öll ár, þótt bænakvak okkar sé minnst innan
guðrækni. Óskir um giftu eru okkur svo eðlis-
lægar, ekki síður en heitingin og hin svarta
systir hennar – bölbænin.
Sigurbjörn Þorkelsson hefur tekið
saman fallega bók með bænum, kver er
ekki hægt að kalla gripinn innbundinn með
hörðum spjöldum. Langflestar bænanna
eru eftir Sigurbjörn, en með slæðast eldri textar eftir valinkunna kirkjunnar menn.
Bókin er 296 síður og gefur höfundur hana út sjálfur. -pbb
Í bljúgri bæn
Dagbækur Elku Björnsdóttur verkakonu frá árunum
1915 til 1923 eru einstök heimild um aðstæður verka-
kvenna á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Þær
hafa þegar reynst fræðimönnum drjúg uppspretta
þótt ekki sé fullausið. Elka er fædd í Lundarreykja-
dal 1881 og fluttist til Reykjavíkur 1906 þar sem hún
vann lengstaf við daglaunastörf þar til hún lést af
erfiði og hörðum lífskjörum í mars 1924. Hún var
lengi heilsulítil, við síldarsöltun á Hjalteyri sumarið
1915 taka að hrjá hana innanmein, utan þess að átan
og saltið gera hendur stúlknanna við söltunina að
flakandi sárum svo þær hverfa frá vinnu nær „yfirliði
af kvölum í höndunum“ (bls. 90).
Elka var bráðvel gefin manneskja og hana fýsti
til mennta; sótti stíft alþýðufyrirlestra , mynda- og
málverkasýningar, var andsnúin dansi, fór á fáar
leiksýningar. Það er hversdagurinn og erfiðið sem á
huga hennar. Dagbókin sýnir hve mikil samhjálp var
þá með þurfamönnum. Hún er áhugasöm um garð-
rækt, dýravinur, trúuð í þreytubasli sínu. Verkefnin
eru fiskburður á handbörum úr lest („þrjú dægur
samfleytt“ (bls. 75) lengst 16 klukkustundir, þá hvíld
í 90 min. og svo unnið áfram), vinna á stakkstæðum,
þvottar inní Laugum ( keyrður á handvögnum eða
fluttur á þvottahestum), ofnaþrif, síldarsöltun og
móvinna. Hún er virk í félagsstarfi Framsóknar og
fleiri félaga. Elka les jöfnum höndum guðsorð, reyf-
ara og ljóð. Hér eru heimildir um viðhald vinnufata
og sparifatnað fátæklingar. Þessi heimur er stór –
Elka fylgist fólki vestanhafs og austan, í nálægum og
fjarlægum sveitum. Hún er göngukona um nágrenni
bæjarins; suður í Sauðargerði , upp að Rauðará, út
á Mela. Hér er að finna merkilegar heimildir um
heilsufar, þrif, hýbýli.
Útgáfa þessi er ekki fullnægjandi. Í inngangi segir
Hilma að ekki hafi verið lagt í frágang textans með
fullum skýringum og er það miður. Fjöldi fólks kem-
ur hér við sögu og fátt um margt af því vitað; sýnir
að Reykvíkingabækur Þorsteins Jónssonar eru brýnt
efni. Þá er ritgerð Sigurðar Gylfa um sumt gagnleg
þótt bæði myndverk Sölva Helgasonar og útúrdúr
um utangarðsmenn eigi vart við í þessu samhengi.
Í ljósi menningar-, félags-, og verkalýðssögu eru
þetta lykilverk. Og þótt betra hefði verið að fá það
fullrannsakað varðandi persónulitróf, með athuga-
semdum um efnisatriði til skýringar, má treysta
að útgáfan kalli á slíka vinnu og því mun nafn Elku
standa skýrt; upplýst trúmennsku, gæsku og mann-
kostum meðan þessi tunga er töluð og á henni
hugsað. -pbb
Engin kona var þar nema ég
dauði nætur-
galans
Kaaberböl & Friis
Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
Mál & menning , 377 síður, 2012.
dagbók Elku
alþýðumenning
í þéttbýli á ár-
unum 1915-1923
í frásögn Elku
björnsdóttur
verkakonu.
Hilma Gunnarsdóttir og
Sigurður Gylfi Magnússon tóku
saman.
Háskólaútgáfan, 330 síður,
2012.
Liza Marklund
Bæði verkin ... nærast á stöðu
kvenna í erfiðum hjónaböndum,
ást í meinum gagnvart körlum
sem eru samstarfsmenn.
krossgötur
Liza Marklund
Anna R. Ingólfsdóttir þýddi.
Undirheimar,
396 síður, 2012.
Skráning hafin á skrifstofu
Jónsmessuhátíð Útivistar 22.-24. júní
Bókun á skrifstofu í síma
562 1000 eða á www.utivist.is
Upplifðu Útivistargleði