Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 08.06.2012, Blaðsíða 66
VELKOMIN Á BIFRÖST Laganám með tengingu við rekstur Nám í viðskiptalögfræði er það eina sinnar tegundar hérlendis. Áhersla er lögð á að nemendur fái þekkingu á viðskiptum og lögfræði og að þeir öðlist skilning á samfélagi sínu og umhverfi. Við kennum nemendum að taka ákvarðanir, vinna með fólki og fást við raunveruleg verkefni. Á Bifröst gefst nemendum einnig kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst er sett saman úr greinum á sviði lögfræði, viðskiptafræði og rekstrarfræði. Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is Hljómsveitin Melchior hefur gefið út nýja fjórtán laga plötu. Þ að er allt breytt. Ég hætti að reykja fyrir þremur árum. Nú leyfir maður sér ekkert nema að fá sér í vörina og kokteil- sósu öðru hvoru,“ segir Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2. Guðni Már verður sextugur á morgun, laugardag. Mikið hef- ur breyst síðustu árin hjá Guðna. Hann breyttist úr áhugamanni um tónlist í tónlistarmann, er fluttur í Voga á Vatnsleysuströnd og tók upp á því að eignast barn á gamals aldri. Heilsufarið lagaðist sömuleiðis mik- ið þegar hann lét af gömlum ósið. „Það breyttist mikið þegar ég hætti að reykja. Ég reykti líka tvo pakka af vindlum í fjörutíu ár. Reyndar hætti ég nú bara út af leti. Ég fattaði það klukkan ellefu eitt kvöldið að ég átti bara einn vindil eftir og nennti ekki út í sjoppu eftir fleirum. Svo var mér seinna gefið í vörina og það var svo mikið kikk að það varð ekki aftur snúið.“ Sjálfsagt er algengara að fólk um sextugt hugsi frekar um golfferðir til Spánar og sumarhús uppi í sveit en bleiuskipti og dagvistun. Það á þó ekki við um Guðna Má. „Ég er búinn að sjá það að tilgangur minn í lífinu er að brúa kynslóðabil. Ekki bara í rokkinu því ég á sex mánaða dóttur. Slátrið er ekki alveg orðið súrt,“ segir Guðni Már og hlær. „Svo er ég nýorðinn afi líka. Þetta er mjög gaman.“ Það er músík í textunum Guðni og félagar í hljómsveitinni Tass eru að senda frá sér sinn fyrsta geisladisk sem kallast Al- múgamenn. Guðni er elstur í band- inu en yngsti meðlimurinn er 23 ára. Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum til að fylgja eftir diski sem Guðni og Birgir Henningsson sendu frá sér árið 2009. „Ég var frá vinnu í 2-3 mánuði árið 2009 vegna veikinda. Það var út af reykingunum. Við Biggi sett- umst niður og sömdum einhver 20- 30 lög á þessum tíma og gerðum plötu fyrir Samhjálp. Hún hefur nú selst í um fjögur þúsund eintökum og hefur aldrei sést í búðum. Þetta er bara í gegnum símasölu,“ segir Guðni. Meðlimir Tass létu sér þó ekki nægja að spila gömlu lögin þeirra Guðna og Birgis heldur sömdu nýtt efni sem nú kemur út. „Biggi hóaði þessum krökkum saman, hann þekkir svo marga. Þetta eru flestallt synir og dætur vina hans sem hann hefur verið að fikta með í tónlist í gegnum tíðina. Og svo er tengdasonur hans þarna með,“ segir Guðni sem semur alla textana við lögin á plötunni. „Textinn verður alltaf til fyrst og Biggi semur svo lögin við þá. Hann segir að það sé músík í textunum. Þetta er náttúrlega ferlega flinkur lagasmiður, þessi gamli sjóari. Fyr- ir utan það að hann þekkir alla og getur reddað hlutum sem þarf að redda.“ Æfingar fara alltaf fram á sunnu- dögum. „Þegar ég er búinn í útsend- ingu þá er farið og æft í tvo eða þrjá tíma,“ segir Guðni sem fær ekki að spila á trommur í bandinu. „Við erum með fanta trommuleikara. Ég fæ að spila á ásláttarhljóðfæri eins og það heitir, ég fæ alla vega að sitja svo það er ekki svo mikill munur.“ Útgáfutónleikar Tass fara fram í Salnum í Kópavogi á morgun, laug- ardag. Rúnar Þór og Hreimur Örn hita upp fyrir Tass. Tónlistin hægir á öldrun Hvernig er svo að vera að verða sex- tugur? „Ég lenti í krísu þegar ég varð þrítugur. Þá fannst mér ævin vera að klárast. Bernskan að baki og hin villtu unglingsár og eitthvað sem heitir fullorðinsaldur að taka við. Ég hef nú bara ekki enn náð þessum fullorðinsaldri og veit ekkert um hvað hann snýst.“ Guðni Már viðurkennir þó fús- lega að eitt og annað hafi breyst eftir því sem árunum hefur fjölg- að. „Jújú, maður er náttúrlega ekki eins snöggur og áður og ég finn að það tekur mig lengri tíma en áður að labba upp í Útvarpshúsið. Hins vegar finnst mér ég enn vera tvítugur og það er kannski af því að ég umgengst svo ungt fólk. Svo sagði nú Brian Ferry um daginn að tónlistin hægi á öldrun og ég greip það á lofti. Ég er bara voða feginn að hafa fengið að lifa öll þessi ár. Það eru forréttindi að hafa fengið að heyra nýjar plötur með The Rolling Sto- nes, Bítlunum, Megasi og Bjart- mari. Það er mikið af fólki sem hlustar bara á 300 ára gamla tónlist með Beethoven og fleirum en ég náði í skottið á Elvis. Ég náði U2. Og ég náði Laxness. Svo missti maður reyndar af því að fara á tónleika með mönnum á borð við Bob Marley og Johnny Cash en ég sé þá bara þegar ég fer hinum megin við ströndina.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Stórafmæli Guðni már rokkar á SextuGu Nýbakaður faðir á sextugsafmælinu Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson hefur í nægu að snúast um þessar mundir. Hann verður sextugur um helgina og treður upp á tónleikum í Salnum af því tilefni. Afmælisárinu fagnaði hann með því að eignast bæði barn og barnabarn. Guðni Már Henningsson gefur út plötu á sextugsafmælinu og fagnar áfanganum með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Hann eignaðist nýverið barn og barnabarn. Ljósmynd/Hari  tónliSt ný plata frá melchior Kammerpoppið þróað enn fremur Fjórtán lög eru á nýju plötunni og fjallar hvert og eitt um ákveðinn stað og ákveðna stund. h ljómsveitin Melchior á sér mörg líf. Hún naut mikilla vinsælda í kringum 1980, gaf út plötur og hélt tónleika, en hennar frægasta lag er Alan. Langt hlé varð síðan á starfi henn- ar en hún kom fram á ný árið 2009, eftir tæplega þrjátíu ára hlé, með nýtt og gamalt efni. Ný plata kom síðan út í síðustu viku, Matur fyrir tvo. Hún er tón- listarlegt framhald plötunnar Melchior sem kom út árið 2009. Kammerpoppið hefur verið þróað enn fremur og er útkoman fjöl- breytni, ferskur stíll og sterk heild, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Á plötunni eru fjórtán lög sem hvert og eitt fjallar um ákveð- inn stað og ákveðna stund. Þarna er spriklandi vor á Seltjarnarnesi, þorrablót í Stuttgart og hvítvín- sglas síðsumars á brautarstöð í Ba- sel. Uglan er enn fremur náttúru- þriller í Hjaltadal frá því í júlí 1970. Að vanda er svo tímalaus sálmur á plötunni. Melchior gefur plötuna út en nýtt fyrirtæki, Kongó, dreifir henni. Það fyrirtæki var sett á laggirnar í kjölfar útgáfu metsölu- plötunnar Hagléls en Mugison er meðal eigenda þess. Hefti fylgir plötunni Matur fyrir tvo þar sem finna má texta laganna á stóru og læsilegu letri. Hvert lag fær sína síðu þar sem hljóðfæra- skipan er tíunduð, staður lags og stund, auk þess sem lítið málverk eftir 10 ára listamann, Odd Sigþór Hilmarsson, fylgir hverju lagi. Hljómsveitin Melchior er skipuð Hilmari Oddssyni, Hróðmari I. Sigurbjörnssyni og Karli Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristínu Jóhannsdóttur söngkonu, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Kjartani Guðna- syni trommuleikara. - jh 58 dægurmál Helgin 8.-10. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.