Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1922, Síða 8

Læknablaðið - 01.12.1922, Síða 8
LÆKNABLAÐIÐ 182 söngmaöur svo góöur, aö nrargir hyggja, að hann heföi hlotiö Iræöi fé og frama, ef hann heföi gert sönglistina aö lífsstarfi sínu. Var söngur lians mörgum til yndis. Hann var fríöur sýnurn, prúömenni i framgöngu og drengur góður. Yar hann jafnan „hrókur alls fagnaðar" og allra manna bestur heim aö sækja, enda var kona hans honum samhent. Sakna hans allir, er kynni höfðu af honum. F. Landlæknisembættid. í grein sinni um kosningu landlæknis, segir Ólafur Finsen, aö embættið sé vandasamasta embætti landsins; Jressu er slegiö fram alveg órökstuddu. Mér finst hins vegar landlæknisembættið vera v a n d a m i n s t a 1 æ k n- i s e m b æ 11 i i landinu og því nær óþarft. Skal eg reyna að færa nokk- ur rök máli minu. Hvaö er starf landlæknis? 1. Að taka viö mánaöar- og ársskýrslum lækna og vinna úr þeirn. Viröist það hvorki mikiö né vandasamt verk ; einn maöur var 6 mánuöi aö vinna úr 10 ára skýrslum og geröi þaö þó í hjáverkum. llversu auö- veldara mundi það ekki landlækni, er getur unnið úr þeim árlega. Virö- ist þetta starf auðveldlega geta falliö undir hagstofuna meö aðstoö læknis- fróðs manns; ætti síst að veröa erfitt aö fá hann, þar sem svo margir læknar eru saman komnir í Reykjavik. Auk ]>ess mætti líka fela það ein- hverjum hjeraðslækni í litlu læknishjeraði, sent hefir nægan tíma afgangs. Það mundi ekki þurfa að kosta mikið og ílestir læknar takast þaö glaöir á hendur. 2. E f t i r 1 i t m e ð hjeraöslæk n u m. Þaö hefir veriö i þvi fal • ið, aö landlæknir hefir vitjaö fáeinna lækna árlega, litiö á verkfæri, lyf þeirra og bækur. Er eftirlit þetta aö mestu kák eitt, því litiö kynnist hann ástandi héraðanna og mörgu þvi er haiin þyrfti. viö hraða yfirreiö. Sú þekking verður auðfengnari með bréfaskriftum viö lækna. — Eftirlitsins vegna er embættið óþarft; mætti fela þaö einhverjum háskólakennar- anna og væri ekkert á móti því, aö þeir skiftust á um aö gegna því. Mundu þeir hafa gott af aö kynnast hjeruöum og ástandi þeirra, ])ar sem þeir ciga aö undirbúa héraðslækna undir starf þeirra. — En auðvitaö ætti eftirlitiö aö vera nákvæmara en hingaö til hefir verið. Ef menn. endilega vilja halda í t i t i 1 i n n, má klína honum á þann kennarann, sem í hvert skifti hefir ])etta starf með höndum, líkt og aðra virðingartitla innan háskclans. 3. Er hann m i 1 1 i 1 i Ö u r við greiðslu á bólusetningarkostnaði og sótthreinsunarkostnaði; er það ó])arfa skriffinska, þaö ætti að geta gengiö beint frá læknum til stjórnarráðsins. 4. S ó 11 v a r n i r. Þegar talað er um vandasemi embættisins er víst einkum átt við þær. En starf hans og ábvrgð á ])eim, er miklu minna en af er Iátið. Gera sóttvarnarlögin heldur ekki ráð fyrir miklum áhrif- um hans.í þeim efnum; enda mun þaö sanni næst, aö örsjaldan kemut

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.