Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 12
10
LÆKNABLAÐIÐ
í líkhúss- og laboratoriumbyggingu er nauSsynlegt húsrúm fyrir útfarir
og allgó'ö húsakynni fyrir líkskuröarstofu og rannsóknarstofu háskólans
sem nú má heita húsnæöislaus. Fer þar fram öll kensla í vefja- og mein-
semdafræði, svo og sóttkveikjufræöi.
Þegar spitalinn er fullbygöur rúmar hann 200 sjúkl. Að sjálfsögðu er
engin þörf á svo mörgum sjúkrarúmum fyrst um sinn, og er því ráðgert
að byggja fyrst vesturhlutann og miðbygginguna að eins. Er þá rúm fyr-
ir liölega 100 sjúklinga.
Um árlegan reksturskostnað verður fátt fullyrt að svo stöddu, en ef-
laust má gera ráð fvrir að spítalinn beri sig ekki án mjög ríflegs styrks.
Þannig gengur þetta á öllum sjúkrahúsum erlendis, og þess lakar bera
þau sig sem þau eru stærri, þó undarlegt sé.
Þá er að lokum sú mikla spurning: livenær verður spítalinn bygður, eða
er þess ekki von áður langir tímar liða? Eflaust skortir hvorki þjóð né
þing góðan vilja til þess að hrinda þessu í íramkvæmd svo fljótt sem
auðið er, og satt að segja er það mikil nauðsyn, sem rekur á eftir. Hér
er eigi að eins að tala urn ])að, aö sjúklingar eru nú miklu fleiri en spítalar
hér geta tekiö á móti, heldur verður öll kensla lækna, ljósmæðra og hjúkr-
miarkvenna i lausu lofti þangað til spítalinn er kominn og tekinn til starfa.
Hann verður eigi að eins athvarf fyrir sjúklinga, heldur þýðingarmikil
kenslustofnun, þegar alt er komiö i kring. Spítalaþörfin er í raun og veru
svo mikil, aö nærri liggur, að þaö megi til að byggja hann áður mörg
ár líða, jafnvel ]jó fjárhagur landsins sé erfiður, Vér erum nú orðnir á
> eftir Færeyingum, sem eru i þann veginn að fullgera landsspítala sinn, þó
þörfin sé miklu minni hjá þeim en oss.
Guðm. Hannesson.
Nokkur orð um lumbalpunktion
og rannsóknir á mænuvökva við heilabólgur.
Heima á Fróni vissi eg afarsjaldan til ]æss, aö lumbalpunktion væri
gerð. Eg var ekkert hissa á því, og mér þótti ofureðlilegt, að ekki væn
verið að bæta á kvalir sjúklinganna með því að stinga þá í hrygginn, þvi
að eg hafði enga von um aö þeim gæti orðiö það að góðu. Eg mundi lika
eftir þvi, hvað illa eg hafði séð læknum (í Danmörku) ganga að gera
þessa stungu; hvað eftir annað þurftu þeir að stinga fárveika sjúklinga
áður en þeir komust inn, svo að eg taldi þetta allvandasamt verk. Þegar
svo þar við bættist, að eg heyrði að lumbalpunktion gæti verið hættuleg,
svo að jafnvel hefði hent að hún hefði valdið dauða, fanst mér eg hafa
næga ástæðu til að halda mínurn fingrum frá henni, og ef eg hefði fengið
meningitis, býst eg ekki við að eg myndi hafa litið þann kollega hýru
■iuga, sem hefði viljað prófa nál sina á hryggnum í mér.
Af þvi að eg býst við að fleiri kunni ef til vill að hafa eitthvað svipaða
skoðun á þessum efnum og eg hafði, tek eg fyrir að skrifa Lbl. dálítinn
pistil um ])á reynslu sem eg hefi fengið síðan.
If r 1 u m balpunktion vandas’ö m ? Eg hafði aldrei séð hana