Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 20
LÆKNABLAÐIÐ 18 óplægöur akur. Sjálfsagt eru þær, eins og annarsta'Sar, flestar berklakyns. En hjá nágrönmun okkar hafa komiö og eru alt af a'S koma fyrir, heila- bólgur af öSrum orsökum, þar á meSal læknanlegar, eins og meningokok- heilabólgur og aseptiskar. Mér vitanlega hefir meningokok-heilabólga aldrei gengiS sem farsótt heima. En þa'S segir hvorki til né frá, um þaS, hvort hún sé til eSa hafi komiS fyrir. ÞaS er einmitt einkenni þessarar veiki, aS fyrir utan farsóttina stingur hún sér niSur hér og þar, og tekur einn og einn á stangli, svo aS engan grunar, aS um epidem. meningitis sé a'S ræSa. Svona hagar hún sér árum og áratugum saman, án þess aS nokk- urntima komi farsótt. Ef hún svo kemst í jarSveg, þar sem henni eru sér- iega góS skilvrSi búin, getur hún gerst frekari, og þannig komiS upp um sig. Heima á íslandi mun vera litiS um skilyrSi til aS hún nái aS taka mann af manni, einkum höfum viS ekki þá gró'Srarstíu aS bjó'Sa henni, sem hún virSist þróast best í, nl. hermannaskálana. Ef heilabólga verSur almennari heima en hún er nú, er viSbúiS, aS þaS komi á daginn, aS til sé bæSi aseptisk og meningokok-heilabólga hjá okkur. Þá aseptisku er einfalt aS lækna, úr því aS ekki þarf annaS en eina eSa ileiri lumbalpunktionir, en ef viS finnum mening. cerebrosp. epid., hva'S gerum viS þá? Mér vitanlega er meningokok-serum ekki til heima. Eg held, aS þaS sé fullrar íhugunar vert, hvort viS verSum nokkru bættari meS aS draga á langinn aS útvega okkur þa'S, og eins tetanusantiserum, sem ekki mun heldur vera til heirna. Eg öfunda ekki þann lækni, sem fyrstur fær sjúkling meS meningokok-heilabólgu eSa tetanus og hefir ekki antiserum. Mig langaSi ekki til aS verSa daglega aS horfa upp á sjúk- linginn liSa þær óbærilegu kvalir, sem þessum sjúkdómum eru samfara og geta ekki annaS gert, en nagaS sjálfan mig í handarbökin yfir, aS hafa ekki þaS meSal, sem sennilega gæti linaS kvalir hans og ef til vill bjarg- aS lífi hans. Og heldur væri þa'S lítil harmabót, aS hugsa til þess, aS þaS komi mánuSi eftir, aS hann þarf ekki lengur nteSala meS. Heilabólga er malignt orS. ViS viturn allir, hvaS þaS er, aS standa írammi fyrir kvíSafullri móSur, sem meS angistarsvip spyr, hvort barniS hennar hafi heilal)ólgu. Okkur finst þá svo undurlítiS variS í læknisstöS- una, cf viS verSum aS játa spurningunni og meS því undirskrifa dauSa- dóminn. MikiS þætti okkur þá variS í, aS geta gefiS þó ekki væri nerna glætu um von. Einstöku sinnum getur jtessi von rætst, og vitundin um, aS viS getum stuSla'S til þess, ef vi'S rækjum starf okkar samviskusam- Iega, ætti aS vera okkur næg hvöt til aS gera lumbalpunktion og rann- saka mænuvökvann satnviskusamlega, strax og viS höfum grun um heila- bólgu. Ef viS höfum þaS fyrir reglu, er ekki vist, aS þess verSi svo langt aS bi'ða, a'S viS höfum ánægju af því og sjúklingurinn gagn. Berlín, 29. jan. 1923. Níels Dungal. Sá fyrsti. Þorbjörn ÞórSarson, héraðslæknir, hefir sent samrannsóknar- nefndinni skýrslu unt allar berklaveikar mæSur í sínu héraSi og börn þeirra. Hann er því dux í þessu máli og kann nefndin honum þakkir fyrir fljóta afgreiSslu, G. H,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.