Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 22
20
LÆKNABLAÐIÐ
sem ná'öist meö lumbalpunktur, sýndi, aö um pneumococc-meningitis var
að ræða. — Hann dó á hádegi fimtudaginn þ. 9. febr.
Andrjes heitinn varö ekki nema rúmlega 47 ára gamall. Iiann var
íæddur 10. nó.v. 1875, á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru
Andrjes Fjeldsted bóndi á Hvítárvöllum og kona hans Sesselja Krist-
jánsdóttir. Ólst hann upp hjá þeim, þar til hann fór í lærðaskólann í
Reykjavík, voriö 1890, — heima var hanh þó jafnan öll sumur, þar til
hann hafði lokið læknisprófi.
Úr lærðaskólanum útskrifaðist Andrjes vorið 1896, með hárri II. eink.
(81 stigi), og fjóru og hálfu ári síöar úr læknaskólanum, með ágætri
í. eink. (192 stig). Fór hann þá þegar í stað til Danmerkur, til venju-
Íegs framhalds-náms á fæðingarstofnun o. s. frv., en jafnframt fór hann
að leggja stund á augnlækningar, bæði þar og í Þýskalandi. Dvaldi hann
við þetta nám fram á haustið 1902, að hann var settur héraðslæknir í
Þingeyrarhéraði og fékk hann veitingu fyrir því í mars 1903. Nokkruni
drum síðar (1907), fór hann utan til frekari augnlækninganáms, og var
þá fult ár í förinni. (Jáfnframt auglækningum stundaði hann og eyrna-
sjúkdóma). Dvaldi hann þá lengst af í Wien, Kristjaníu og London.
Snemma á árinu 1910 fór hann enn utan, en var þá skemri tínia. Héraðs-
læknisembættinu í Þingeyrarhéraði gegndi hann til 1910, er hann fluttist
til Rvíkur, að Birni heitnum Ólafssyni látnum, og hefir hann dvalið hér
síðan, og eingöngu stundað augnlækingar.
Andrjes heitinn var ágætur læknir, ötull og duglegur til ferðalaga,
ósérhlífinn og ódeigur, hvort sem var á sjó eða landi, og eru það kostir,
sem koma hverjum héraðslækni að góðu haldi. Hann lét sig miklu skifta
heilbrigðismál héraðsins, og kom hann upp myndarlegu sjúkrahúsi á
Þingeyri, og var það þá ýmsum erfiðleikum bundið, en með dugnaði
hans og trausti því, sem hann naut hjá enskum útgerðarmönuum, tókst
honum að fá fjárstyrk hjá þeim, svo að sjúkrahúsið gat orðið vandaðra
og betur úr garði gert en ella mundi hafa veriö.
Jiann naut óvenju mikilla ástsælda af héraösbúum og stuðluöu jafnt
að því læknishæfileikar hans, prúömannleg framkoma og aðrir mannkostir.
Nú við andlát hans stoínuðu þeir styrktarsjóð við sjúkrahúsið, til minn-
ingar um hann, og er ])að ljós vottur um hvaða þel þeir bera til hans enn,
þótt 13 ár séu liðin síðan hann fór þaðan.
Andrjcs heitinn var vel undir það búinn, aö taka að sér augnlæknis-
starfið, fyrst og fremst haföi hann aukið og þroskað þekkingu sína, við
margvíslegar lækningar í stóru héraði, auk þess, sem til hans leituðu
sjúklingar víða að, til augnlækinga og annara handlæknisaðgerða. Jafn-
framt þessu hafði hann framast ágætlega erlendis; — lét hann einkan-
lega vel af dvöl sinni hjá Fuchs í Wien og Holt í Kristjaníu, og taldi
þá sína aðalkennara í þessari fræðigrein.
Sjálíur var hann ágætur kennari; lagði hann mikla áherslu á og var
sýnt um, að festa athygli nemenda við séreinkenni hvers sjúkdóms, og
að venja þá á að fylgja vissum og föstum reglum, við rannsókn sjúklinga.
Andrjes heitinn var góður augnlæknir, gætinn og ábyggilegur; gal
sjúklingum ekki von um meiri árangur en vissa var fyrir að fengist, og
var aldrei bjartsýnn í því efni. Hann var fyrirtaks óperatör, handlaginn,
rólegur og öruggur. Um lækningar sínar var hann yfirlætislaus, sem