Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 21 um annaö, og vafasamt er, hvort þær hafa yfirleitt verið metnar svo sem skyldi, af öðrum en þeim, sem hest þektu til og vit höfðu á því, en þaö voru stéttarbræður hans, og þeirra traust hafði hann líka óskift. Andrjes heitinn var gerfilegair maður, ljóshærður og bjartleitur, hár vexti og þrekinn, — karlmenni að burðum, snarlegur og sterklegur á velli. i lann var íþróttamaður á marga lund, — skytta, laxveiðimaður og ræð- ari, svo að orð var á gert. Öllum, sem nokkuö J>ektu Andrjes heitinn, veröur hann minnisstæður. Það var svo margt í fari hans, sem vakti velvild og virðing annara. Hann var glaöur og kátur, fjörugur í viðræðum, einaröur í skoðunum ög allur hugsunarhátturinn fyrirmannlegur. Hann var vinfastur og trygg- nr, óáleitinn við aðra, en Jréttur fyrir, ef á hann var leitað, en J)að bar sjaldan til. Hann var kvæntur Sigríði, dóttur Magnúsar Blöndahl framkvæmdar- stjóra í Reykjavik, og lifir hún mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið. Andrjes heitinn var jarðsunginn J). 23. febr. síðastl., og fór greftrunar- athöfnin mjög hátíðlega fram, var svipmikil og fyrirmannleg, — vel við kans hæfi. M. E. Afnám landlæknisembœttisins. Ein af þeim nýjungum sem landsstjórnin hefir upp á að bjóða nú Jæg- ar Aljiingi kemur saman, er frumvarp um að landlæknisembættið skuli *agt niður, J)egar núverandi landlæknir lætur af embætti. í Jæss stað skai stofnað heilbrigðisráð, er sé skipað héraðslækninum í Reykjavík og 2 prófessorum úr læknadeild háskólans, er deildin kýs. Væntanlega verður tkki mikill hiti í þeirri kosningu fyrst um sinn, meðan að eins eru 2 pró- iessorar í deildinni. Ekki hefir stjórnarráðið samið frv. sitt í samráði viö læknadeildina, J)ótt slíkt hefði virst eðlilegur gangur málsins og ber pró- fessorunum væntanlega ekki skylcki til að taka sæti í hinu væntanlega 1 áöi. Er jafnvel líklegt að, a. m. k. annar þeirra, muni ekki fús á að bæta við sig nýjum störfum. Með stjórnarfrumv. J)essu er með einu pennastryki nfnumið eitt af elstu og, að flestra skynbærra manna dómi, mikilvægustu eml)ættum hér á landi. Er trúlegt að læknum leiki hugur á að kynnast astæðum J)eim og athugasemduin, er frumv. fylgja af hálfu landsstjórnar- innar, og tekur Lbl. J)ví upp hér á eftir frumv. með athugas. stjórnarinnar: Erv. til laga um afnám landlæknisembættisins og stofnun heilbrigðisráðs. 1. gr. — Landlæknisembættið skal lagt niður. 2. gr. — í Reykjavík skal stofna heilbrigðisráð, er sé skipað 3 mönn- um, héraðslækninum í Reykjavík og 2 prófessorum úr læknadeildinni við Háskóla fslands, er deildin kýs. 3- gr. — Störfum þeirn, er nú hvíla á landlækni, skal með konungsúr- skurði skift á milli stjórnarráðs og heilbrigðisráðsins. A t h u g a s. v i ð f r u m v. þ e 11 a: Landlæknisembættið var stofnaö með konungsúrskurði 18. mars 1760,' en erindisbréf fyrir landlæknirinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.