Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 24
22 LÆKNABLAÐIÐ yfir íslandi er frá 25. febr. 1824. Eru skyldur hans og störf þar talin upp í 32 greinum, og voru aöallega þessi: 1. Aö vitja sjúkra, veita almenningi leiðbeiningar í matarræði og öllu því, er gat stuðlað til þess að fyrirbyggja sjúkdóma og útrýma þeim. 2. Að vera viðstaddur, ef þess var kostur, allar líkskoðanir. 3. Að skoða Ivfjabúðir ásamt hlutaðeigandi héraðslækni. 4. Að hafa umsjón með ljósmæðrum, og sjá um að störfum þeirra væri gengt á sæmilegan hátt. Eins og gefur að skilja er verksvið landlæknis nú á dögum orðið nokk- uð annað. En i fáum orðum má svo heita, að landlæknisembættinu fylgi s.tjórn allra heilbrigðismála landsins. Allir þeir, er hafa lækningaleyfi, eru háðir eftirliti landlæknis. Hann á að gæta þess að læknar haldi öll ákvæði í heilbrigðislöggjöf landsins, og han.11 getur heimtað af þeim þær sjúkdómsskýrslur, er hann telur nauð- synlegar, og landlæknir getur til bráðabirgða svift lækni lækningaleyfi. Lög um lækningaleyfi 11. júlí 1911. Landlæknir er kennari yfirsetukvennaskólans í Reykjavík. Lög um yfir- setukvennaskóla í Reykjavík 22. okt. 1912. Hann semur og reglugjörö um skyldur vfirsetukvenna og gjöld fyrir aukaverk þau, er þær inna af íiendi. Yfirsetukvennalög 22. okt. 1912. Stjórnarráðið getur í samráði við landlæknir fyrirskipað almenna bólu- setningu um land alt, og landlæknir semur reglugjörð um opinberar bólu- setningar og bóluskoðanir. Lög um bólusetningar 27. sept. 1901. 'Landlæknir er í stjórn spitala handa holdsveikum mönnum. Lög um útbúnað og ársútgjöld spítala handa holdsveikum mönnum 4. febr. 1898. Hann hefir á hendi yfirstjórn geðveikrahælisins á Kleppi ásamt öðrum manni, er stjórnarráðið skipar, en undir eftirliti stjórnarráðsins. Reglu- gjörð um afnot geðveikrahælisins á Kleppi 14! febr. 1908. Landlæknir tekur á móti skýrslum frá læknum og býr til fyrirmyndir að eyðulilöðum undir þær. Sjá t. d. lög um dánarskýrslur 11. júlí 1911. Landlæknir tekur þátt í sanmingu gjaldskrár um borgun fyrir störí héraðslækna. Lög um skipun læknishéraöa o. fl. 16. nóv. 1907. Landlæknir hefir ýms mjög áríðandi og ábyrgðarmikil störf á hendi samkvæmt lögum um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma 1907. Hann á að sjá um og ákveða hverjar varnir skulu viðhafðar gegn útbreiðslu sjúkdómsins, og þá er mikil hætta vofir yfir, skal landlæknir sjálfur fara þangað sem sjúkdómurinn gengur, til eftirlits. Ennfremur ber honum að vera á varðbergi jiegar hætta er á að næmir sjúkdómar berist til lands- ins frá útlöndum. Af störfum þeim sem að framan eru talin eru flest þannig, að vel má leggja þau undir stjórnarráðið, en hinsvegar sum þeirra þess eðlis og svo umfangsmikil, að varla er forsvaranlegt að leggja þau á herðar eius manns. Er hér sérstaklega átt við þær ráðstafanir, sem þarf að gera, þegar nættulegar og næmar sóttir ganga um landið eða þegar verja þarf þjóð- ina fyrir pestum er geta borist til landsins frá útlöndum. í þessum tilfell- um er tryggilegra, að ráðin séu í höndum fleiri manna, því betur sjá augu en auga. Þá er og að gæta þess, að eitt af aðalstörfum landlæknis var eftirlitið með lvfjabúðum landsins, en nú er þessum starfa létt af land

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.