Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 32
30 LÆKNABLAÐIÐ um þa’ö efni. Hann geröi ennfremur eölisfræöilegar rannsóknir á hita- leiðslu kristalla, polarisation ljóssins, hitun lofttegúnda, elasticitet o. m. fl. Nobelsverölaun voru Röntgen veitt 1901, en var síðar sæmdur Rumford- medalíu konungl. vísindafélagsins í Lundúnum o. fl. heiöursmerkjum. Hann var fæddur 1845 og komst því hátt á áttræðisaldur. G. Cl. F r é 11 i r. Lasknablaðið. Dráttur hefir orðið á útkomu þess, vegna prentvinnu- teppunnar, sem nú er nýafstaðin. Desemberblaðið var látið mæta afgangi í prentsmiðjunni, og varð því ekki tilbúið fyrir áramót, og er því fyrst nýkomið út nú. Þess vegna kemur líka þetta blað nokkrum dögum seinna en venjulegt er. Stefán Jónsson docent lét af embætti um áramótin, og fór í janúar al- farinn til Danmerkur. Er mikil eftirsjá að honum, sérstaklega f.yrir Há- skólann, sem hann hefir nú unnið við hátt á 6. ár, og unnið bæði mikið og vel. Hann hefir lagt grundvöllinn undir kensluna í alm. sjúkdóma- fræði og líffærafræði og komið á fót Rannsóknarstofu Háskólans, sem nú þykir ómissandi liður í starfi lækna í Reykjavík og víðar. Lesendur Lækna1:laðsins munu sakna Stefáns úr ritstjórninni, en vonandi fær blaðið greinar frá honum við og við, þótt hann sé farinn af landi burt. Þann 2. jan. héldu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarlæknar Stefáni docent skilnaðarsamsæti, til þess að þakka honum fyrir starf hans hér, og árna honum heilla á komandi árum. Docentseinbætt.ið. Læknadeild Háskólans hefir ákveðið, aö mæla með Siguröi lækni Jónssyni í Færeyjum, sem docent við deildina, og mun hann byrjaður á þvi, að búa sig undir þann starfa. Á meðan hefir Guðm. læknir Thoroddsen verið settur til þess að þjóna embættinu. Embættispróf í læknisfræði. 3 kandidatar luku prófi nú í febrúar. Skúli V. Guðjónsson með I. eink., 182^2 st., Steingrimur Einarsson með I. eink., 179 st., og Valtýr Albertsson með I. eink., 192^3 st. V e r k e f n i n í skriflega prófinu voru : í lyflæknisfræði: Niðurgangur og þarmakvef í fullorðnum. Einkenni, orsakir, liorfur og meðferð. I h a n d 1 æ k n i s f r æ ð i: Hverjar eru orsakirnar til periodontitis og hverjar afleiðingar getur þessi sjúkdómur haft? Lýsið einkennum og meöferð aðalsjúkdómsins og afleiðinga hans. í réttarlæknisfræði: Hvaða áverkar geta komið fyrir á höfði nýfæddra barna og hvernig getur réttarlæknirinn greint á milli áverka, sem gerðir eru í glæpsamlegum tilgangi og þeirra, sem verða af öðrun; ástæðum ? Miðhlutapróf tóku: Árni Pétursson, Bjarni Guðmundsson, Haraldur jónsson og Jóhann Kristjánsson. Heiðursmerki. Þórunn Björnsdóttir, ljósmóöir, hefir verið sæmd ridd- arakrossi fálkaorðunnar. Kjartan læknir Ólafsson hefir vcrið settur héraðslæknir í Borgarnesi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.