Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.01.1923, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ á3 læknisembættinu meö lögum um einkasölu á áfengi frá 27. júní 1921, 4. gr. Aö sönnu hefir landlæknir fariS eftirlitsferöir til lækna -landsins, en þetta er þó ekki svo umfangsmikið starf, a'S þess vegna þurfi að halda land- iæknisembættinu viö liSi. Eftirlitinu meS læknum landsins má koma svo fyrir, aS maSur yrSi viS og viS sendur til þessa, samkvæmt tillögum heil- brigSisráSsins. SkrifstofukostnaSur landlæknis, sem nú er um kr. 2000,00 á ári, ætti aö vera nægilegur til skrifstofukostnaSar og þóknunar fyrir heilbrigöisráS- ;S, og er þá beint sparaS viS afnám þessa embættis árslaun landlæknis, sem nú eru kr. 9500,00. Ætlast er til aS hin nýja skipun á heilbrigSismálunum komist á þegar núverandi landlæknir lætur af embætti. Athugasemdir þessar benda ekki beinlínis á aS stjórnin hafi þrauthugs- ftö máliö, áSur en hún ákvaS aö slátra landlækninum. Þess er getiö í aths. æö svo megi heita, aS „landlæknisembættinu fylgi stjórn allra. heilbrigöis- mála landsins", þannig aö ekki getur vöntun á verkefni og starfsviöi valdiö þvi, aö stjórnin vill leggja niöur embættiö. Fyrst svo er eigi, er tæplega unt aö hugsa sér aöra ástæSu fyrir þessari breytingu en þá aö landlækni, hver sem hann er, sé ekki treystandi til aö leysa af hendi þau verk er á embættinu hvíla. í aths. stj. er þó aö eins tilgreint eitt slíkt atriSi, sem sé sóttvarnir; telur stjórnin tryggilegra í jiessu efni „aö ráöin séu i hönd- um fleiri manna, því betur sjá augu en auga“. En þaS er annaS spak- uiæli, útlent, sem hljóöar svo: „Mange Kokke fordærver Maden“, og er ekki aS vita nema sá sannleikur geti átt viS í þessu sambandi. Mjög getur orkaS tvímælis, hvort sóttvarnaráSstöfunum er betur borgiS í höndum margra manna, fremur en aö einn ráöi. Ýmislegt mælir meS því, aS betra sé aS fela einum manni framkvæmdirnar, ekki síst þar sem landlæknir u kost á, hvenær sem honum svnist, aö ráSfæra sig viö collega sína í Rvík. Sá sem fyrirskipar sóttvarnir í stórum stíl, veröur aö vera vel kunnur nögum og háttum landsmanna, því fátt kemur svo óþægilega viö athafn- ir manna sem slíkar ráöstafanir. Líklegt viröist aö landlæknir, sem á ár- ægum feröum sínum urn landiS kynnist hvernig læknar starfa og hverjar heilbrigSisráSstafanir eru tiltækilegar, muni fyrirskipa sóttvarnir af meiri skilningi á öllum ástæöum manna úti um sveitir landsins, heldur en stofu- læröir prófessorar viS háskólann, sein ekki er til ætlast aö fari eftirlits- ferSir í læknishéruöunum. Þaö reynist og misjafnlega aö dreifa ábyrgö- inni meSal margra, en oft hefir gefist vel aö láta einn ráöa þegar vanda ber aö höndum. Stjórnin nefnir ekki önnur mál en sóttvarnir, sem betur munu komin í höndum annara manna en landlæknis, en getur þess aS eins um ýms önnur störf hans, aö fela rnegi þau öSrum, án þess þó aS gera ráö fyrir nö þau rnuni veröa betur af hendi leyst meS því móti. Rök stjórnarinnar eru því næsta fánýt, og kynni einhverjum aö koma til hugar, aS slík frv. sem þessi, væru samin u t a 1 i q u i d f i a t. Reyndar er þaö ekki í fyrsta skifti sem drepiS hefir veriö á aS afnema mætti landlæknisembætt- ;ð og stofna í þess staS heilbrigöisráS, en stjórnarfrumvarpi í þessa átt, sem boriS var fram fyrir nokkrum árum, var ekki vel tekiö af Alþingi né læknum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.