Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1923, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.01.1923, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 29 reynslan gerði menn að betri og nýtari mönnum, en þótt reynslan yrði meiri, væri ekki víst, að áhuginn yrði að sama skapi meiri, og væru yngri menn oft fremri að því leyti. Fundur var haldinn í L. R. mánud. 5. febr. 1923, kl. 8y± síðd., á venju- legum stað. I. G. Claessen sýndi sjúkl. með lupus erythemat., og fór rdlítarlega út í ætiologi, diagnosis, differential diagn. og meðfert) þess rjúkdóms. II. G. Hannesson próf. sýndi því næst uppdrætti af Landsspi- talanum. Voru þeir gerðir af húsameistara ríkisins, G. Samúelssyni, i samráði við landsspítalanefndina, og var hann staddur á fundinum. Fyrir- lesari skýrði alla bygginguna fyrir fundarmönnum, er þótti mikið til 'nennar koma. Birtast erindi og uppdrættir í þessu tölubl. Lbl. Wilhelm Konrad Rcintgen. Röntgen, sem nýlega er látinn, var eölisfræðingur en ekki læknir. Þaö er ekki eins dæmi, að visindamenn hafi unnið læknisfræðinni stórkostlegt gagn, þótt ekki væru þeir læknis-lærðir menn. Svo var um Louis Pasteur, hann var efnafræðingur, þótt starfsemi hans yrði síðar á öðrum sviðum en venja er til um efnafræðinga, Merkar uppgötvanir verða meö ýmsu móti. Stundum hafa menn við efnarannsóknir getað fært sönnur á, að ákveðið efni hljóti að vera til, áður en hægt hefir verið að einangra þaö úr efnasamböndum og framleiða það í hreinni mynd. En stundum vcröa merkar uppgötvanir „af tilviljun", að því er sagt er. Þótt svo sé að oröi kornist, eru það aldrei miðlungsmenn, sem fyrir happinu verða, heldur iiugvitssamir lærdómsmenn. Svo hefir verið talið, að Röntgen-geislarnir hafi fundist af tilviljun. Próf. Röntgen hafði með höndum tilraunir með svonefndar Geisslcr's pip- ur; það eru glerpípur, sem dældar eru mjög loftþunnar. Sje rafm gns- straum hleypt um slíkar pípur, sést í þeirn hið fegursta iitaskraut (fluor- escents), sem orsakast af katóðugeislunum, er hafa slík áhrif á gleriö. Nú hafði Röntgen vafið vandlega svörtum pappír utan um Geisslers pípu, hleypti rafmagnsstraumi í gegn, og varð þá þess var, að dálitil pappirs- ræma, sem þakin var „fluorescerandi“ efni (bariumplatincyanur), lýsti eins og maurildi í myrkrinu. Geislarnir gátu ekki komist að pappírsræm- unni öðru visi en gegnum svarta pappírinn, sem vafinn var utan um gler- pipuna, og voru þá með þessari athugun fundnir þessir merku geislar; sýndu frekari athuganir brátt, að geislarnir, sem próf. Röntgen nefndi X-geisla, komust ekki einasta gegnum þunnan pappír, heldur og málm- þynnur, og fljótt var tekið að gera tilraunir með aö hleypa geislunum gegnum mannshendur og aðra líkamshluta. Röntgen birti uppgötvun sina 1895, en sagt er, að hann muni hafa fundið geislana tveim árum áður. Hann var þá háskólakennari í eðlisfræði í Wúrzburg, en fluttist fám árum síðar til Munchen. Hann starfaði áfram að vísindalegri rannsókn Röntgengeislanna og hefir birt margar ritgerðir

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.