Læknablaðið - 01.03.1925, Blaðsíða 18
48 LÆKNABLAÐIÐ
Kreftsygdommene i Gol og Hemsedal 1902—1921, af Just Thoner, dist-
riktslæge. Kristiania 1924. Þannig heitir all-löng bók, eftir norskan hér-
aSslækni, sem eg hefi kynst á ferðum minum. Bók þessi er aB tvennu
leyti merkileg: Hún gefur margs konar upplýsingar um þennan sjúk-
dóm, sem nú vekur athygli um öll lönd, og útbreiSslu hans, og hún sýnir
það, svart á hvítu, að jafnvel afskektir héraðslæknar hafa nóg vísinda-
leg verkefni, ef þá brestur hvorki áhuga né elju. Héraðslæknir þessi hefir
nú í 20 ár rakið með mestu nákvæmni allan feril sjúkdómsins i héraði
sínu, og ekki eingöngu bókfært sjúklingana, heldur alla þeirra ætt, svo
engu mannsbarni er slept. Um 2000 menn hafa verið Ijókfærðir, en sjúk-
lingatalan var 120.
Niðurstaöa bókarinnar er frekast sú, aö krabbamein sé hvorki ættgengt
né smitandi, en sæki á menn, er þeir komast á afturfararskeið, aftur minna
á menn í hárri elli. Niðurstaöan er því frekar neikvæð en jákvæð. Við
því verður ekki gert, og gildi hennar rýrnar ekki fyrir það.
Héraðslæknir Thoner sagði mér meöal annars: „Það hefir verið mér
ein hin mesta dægrastytting i einverunni og ánægja um dagana, að fást
við þessar rannsóknir. Eg hefi haft ákveöið verkefni að vinna að í öll-
um frístundum, og finn, að það gefur lífinu meira gildi en annars myndi
verið hafa.“ Eg sá ættartölur hans, töflur og uppdrætti. Allur frágang-
ur á þessu var hinn prýöilegasti. Hann hefir nú starfað að þessu í 20
ár, og fengið heiður og sóma fyrir vikið.
Er ekki þetta dæmi norska héraöslæknisins athugavert fyrir íslenska
héraðslækna? Margt getunr vér gert, ef vér vildum. G. H.
F r é 11 i r.
Embaetti. Professor chirurgiæ viS Háskólann. Um-
sóknarfrestur er útrunninn og er GuSm. Thoroddsen eini umsækjandinn.
Vestmannaeyja- og Rangár-héruö hafa verið auglýst laus, og er um-
sóknarfrestur til 1. april.
Lausn frá embætti hefir Ólafur Gunnarsson, héraöslæknir í Miöfjarðar-
héraði, sótt um.
Eiríkur Kjerúlf hefir nýlega veriS á ferS hér i bænum.
Niels Dungal fór utan 1. þ. m.
Eiríkur Björnsson, stud. med., gegnir héraðslæknisembættinu í Ólafs-
vík meðan Halldór Steinsson situr á Alþingi.
Sanocrysinlækningar eru nú bvrjaðar á Vífilsstöðum og á franska spítal-
anum i Reykjavik.
Læknadeild í Bergen. Nefnd, skiiiuS af kenslumálaráðuneytinu norska,
hefir lagt það til, að læknadeild verði stofnuð í Bergen sem allra fyrst.
(Tidens Tegn, 13. jan. 1925).
Landsspítalinn. Samkvæmt ákvöröunum seinasta Alþingis hefir GuS-
jón húsameistari Saniúelsson nú gert nýjan uppdrátt aö Landsspítala, og
er áætlað, að byggingin muni kosta 700—800 þús. kr. Rúm verða þar
fyrir ca. 100 siúklinga.
FJKLAGSPnENTSMIDJAN