Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 3
IfHIlililfl ii. árg. Reykjavík, i. desember. 11.-12. blað. Orsakir krabbameins Yfirlit. Eftir G u ö m. T h o r o d d s e n. Krabbamein hafa snemma vakiö eftirtekt manna og er mjög snemma getið í læknaritum, en nafniÖ krabbamein, eöa carcinoma, kemur fyrst fyrir hjá Hippokrates (460—375 f. Kr.), sem notaði j)aö um illkynja æxli. Þó mun j)á margt hafa verið kallað krabbamein, sem óskylt er jreirri veiki og svo var langt fram eftir öldum. Humoral eða vökvakenn- ingin réði í fornöldinni og langt fram eftir miðöldum, allir sjúkdómar voru álitnir stafa af breytingum á blóði og galli o. fl. vökvum, og eins var um krabbameinið. Galenus (131—203 e. Kr.) hélt, að krabbameiniö kæmi af of miklu svörtu galli (atra bilis) og sú skoðun var mjög lengi ríkjandi. Þaö var ekki fyr en á 17. öld, að menn fóru að hverfa frá skoð- unum Galenusar á krabbameini og ýmsu öðru, eftir að Harvey hafði fundið hringrás blóðsins (1628) og sogæðar voru fundnar og rauðu blóð- kornin (Malpighi 16Ó1), en svarta gallið fanst hvergi. Nú var ])að aðallega breyting á lymfunni, sem álitið var orsök krabbameina. Lymfutheorian hélst fram á 19. öld, er menn, með betri' tækjum en áður jæktust, fóru að rannsaka vefi mannlegs líkama og j)á krabbameinin líka, ekki síður en annað. Árið 1838 kom út rit eftir Jóhannes Múller, í Berlín, og lýsti hann þar krabbameinum og hvernig þau væru bygð af frum- um, eins og aðrir vefir. Samt sem áður voru menn svo bundnir af lymfu- theoriunni, að menn álitu, að krabbameinin kænm frá vökvum líkamans og það voru gerðar rniklar tilraunir til j)ess að finna mismunandi sam- setning á blóðinu eftir j)ví hvernig mein eða æxli var um að ræða, og yfirleitt héldu menn að krabbameinsfrumurnar væru ekki afkomendur venjulegra vefjafruma en kæmu af einhverju „seminium morbi“, sem líklega stafaði frá vefsvökvunum. Menn tóku nú eftir j)ví, að krabba- meinsfrumur bárust með blóð- og sogæðum og mynduðu metastases, likt og graftrarfrumurnar mynduðu nýjar ígerðir (Hannover). Við og við höfðu komið upp tilgátur um það, að krabbamein væri smitandi sjúkdómur og reynt hafði veriö af ýmsum læknum (Peyrilhe 1776) að framkalla krabbamein með því að dæla krabbameinsgraut inn i dýr, en })aö hafði alt mistekist, árangurinn ekki orðið annar en ígerðir. Þrátt fyrir })að var sú skoðun algeng á fyrri hluta 19. aldar, að krabba- mein stafaði af smitun eða að minsta kosti orsakaðist af breytingum, sem tækju til alls líkamans (dyscrasia) og var það í samræmi við þá kenn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.