Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ i/9 irinn látiö eiga sig, þó aö hann finni hana af tilviljun, ef hún veldur engum óþægindum. Fyrstu einkennin eru venjulega of tíö þvaglát, sérstaklega aö nóttu til, og erfiöleikar á því aö losna viö þvagiö, litill kraftur í bununni. Svona sjúklinga þarf aö rannsaka nákvæmlega og láta sér ekki nægja sögu- sögn sjúklingsins og ef til vill exploratio rectalis, sem kannske leiöir í ijós stækkun á prostata, heldur er sjálfsagt aö kateterisera. Viö þaö finst stundum residualþvag, stundum ekki. Ef engin retention er, þá er ekki ástæða til þess að gera mikið. Sjúkdómseinkennin geta batnað og jafnvel h.orfiö um langan tima meö skynsamlegu líferni. Sjúkl. ntega umfram alt ekki ofbjóöa þvagfærum sínum meö ofdrykkju eöa ofáti og ekki draga of lengi að kasta af sér þvagi, ef þeim veröur mál. Sérstaklega er áfengi, í hverri mynd sem er, eitur fyrir þessa ntenn, jtvagrenslið ti! blöðrunn- ar eykst snögglega og blaðran getur ofþanist af skeytingarleysi og úr orðiö retentio completa, þó aö sjúkdómurinn sé stutt á veg kominn. Var- ast skyldi og ofkælingu og einnig mikið erfiöi eöa hristing, t. d. þola sjúkl. oft illa aö sitja á hestbaki. Ýms meðul hafa verið reynd til þess aö hindra eða stöðva veikina, en árangurslaust,eins og gefur aö skilja, þar sem hypertrofia prostatae er ekki regluleg hypertrofia heldur æxli, sem getur hætt að vaxa, orðið station- ært, en oftast vex jafnt og þétt, þó að hægt fari venjulega. Þaö er sjaldnast, að sjúkl. komi svo snemma til læknis, að ekkert resi- dualþvag finnist við rannsóknina. Þótt residualþvag sé litið, að eins 50—100 ccm., þá þarf altaf meiri aögerðar við en eingöngu breytingu á lifnaöar- háttum, þó að þær almennu reglur þurfi altaf aö fylgja nteð, og ekki síö- ur þegar lengra áleiðis er komið veikinni. Á þessu stigi er úr vöndu að ráða hvað gera skuli við sjúklinginn. Prostatectomia rnundi sennilega losa siúkl. við sjúkdóminn fyrir fult og alt, og meiri von líka fyrir þá um góðan árangur en seinnameir. En aðrar aðgerðir koma líka til greina, og aðgengilegri hvað snertir aðgerðarhættuna. Sjúklingar meö lítið residualþvag og jafnvel retentio completa, sem kemur snögglega og stendur stutt yfir, geta fengið mikla meina bót með blöðrutæmingum, og jafnvel oft og einatt oröið svo, að þeir finna ekki til veikinnar langan tima á eftir. Þessa blöðrutæmingu verður lækn- irinn að framkvæma, og gera daglega í nokkurn tima meðan blaðran er að ná sér, og minkar residualþvagiö þá óðum á fáum dögum. Auðvitað er, að gæta verður allrar varúðar, svo að sjúkl. fái ekki cystitis, og tekst það vanalega með því, að gefa —\°/0 lapisupplausn eftir 2. eða 3. hverja tæmingu. Best verður sjúkl. af aðgerðinni, ef tæmingin fer fram að kvöldi dags, hann verður þá fljótari að ná sér og hressast, þegar svefninn getur orðið rólegur. Eftir vikutíma er kannske alt orðið gott og sjúkl. fer ánægður heirn til sín. En vita verður hann það, að sjúkdómsorsökin ligg- ur eftir söm og jöfn, og hann verður að vitja læknis á nokkurra mári- aða fresti til þess að hægt sé að fylgjast með veikinni og gera við í tíma, ef í sama horfið sækir og áður. En verið getur, að sjúkdómurinn sé svo langt á veg kominn, að residual- þvag hverfi ekki þó að blaðran sé tæmd reglulega um langan tíma, eða komi strax aftur jafnvel þótt lagt hafi verið inn kateter á demeure og látið liggja dögum saman. Þá er svo komið, að hið svonefnda kateterlíf

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.