Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 22
i88 LÆKNABLAÐIÐ Ungbarnadauði var gjj/co. E n g i n n d ó á á r i n u ú r t a u g a- v e i k i. Af hverjum 100 þús. íbúum dóu 116 úr berklaveiki; flestir dóu á Hjaltlandi, 247 af 100 þús., eöa 59 alls á eyjunum. Af barnsförum dóu 5,8%c. Hvenær skyldi heilbrigöisstjórnin okkar birta íslenskar tölur um þessi efni, frá árinu 1924? G. Cl. Fréttir. Árbók Háskólans, háskólaáriö 1924—1925, er komin út meö fylgiriti eftir Guöm. próf. Hannesson: „Körpermasze und Körperproportionen der Islánder“. Rits þessa veröur nánar getiö síöar. Kjartan Ólafsson hefir undanfarin ár lagt stund á augnlækningar er- lendis, mestmegnis í Vínarborg, og er nú nýkominn hingaö til bæjarins og mun ætla aö setjast hér aö sem augnlæknir. Halldór Hansen er nýfarinn utan og ætlar aö dvelja þar 3 mánuöi, í Englandi og víöar. Óskar Einarsson sigldi til Kaupmannahafnar fyrir skömmu, aöallega til Jiess að leita sér lækninga. Kristján Arinbjarnar er nýfarinn hjá, á leið til Noregs, en þaðan ætlaði hann til Vínarborgar, og geröi ekki ráð fyrir aö koma aftur fyr en í ágúst að ári. Ari Jónsson er og farinn utan til framhaldsnáms. Sigurmundur Sigurðsson var hér á ferð i nóvember, en hafði stutta viðdvöl. Námsskeið hefir R a u ö i k r o s s i n n haldiö í nóvembermánuði í heimahjúkrun og hjálp í viðlögum, og kenna þar læknarnir Gunnlaugur Einarsson og Ólafur Gunnarsson meö aöstoö hjúkrunarsysturinnar. Sameiginlegar lækningastofur hafa þeir haft undanfarin ár Matt'hias Einarsson og Ólafur Jónsson, en nú í haust eru 2 aðrar komnar í viðbót. Á öðrum staðnum eru þeir Guöm. Guðfinnsson og Magnús Pétursson, én hinum Guöm. Thoroddsen og Gunnlaugur Einarsson. Leiðrétting. í grein minni „Um berklalækningar’* (í síðasta nr. Lbl.) er meinleg prentvilla (eöa ritvilla?) : d i a lysator, á að vera k a t a- lysator (bls. 138, 1. 7 og 25 a. o., bls. 143, 1. 24 a. o. og bls. 146,1. 6 a. n.). — Á bls. 138, 1. 10: ónæmi les n æ m i. Sig. Magn. Borgað Lœknabl.: GuSm. Ásmundsson '24—'25, Jón Jónsson '25, Katrín Thorodd- sen '25, Arent Claessen '23—124, Scheving Thorsteinsson '25, Hallgr. Benediktsson '25, V. Bernhöft '25, Óskar Einarsson '25, Gunnl. Þorsteinsson '24—'25, Kampmann '24—'25, Óskar Þórðarson '25, Bjarni Bjarnason '25, Torfi Bjarnason '25, Magnús Ágústsson '25, Ólafur Ó. Lárusson '25. FÉLAGSPBENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.