Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ m þær standa undir stjórn líkamans, en fari a'S vaxa takmarkalaust, ef stjórnin Inlar. Krabbameinin eru stjórnleysingjar í ríki likamans, enda finnast taugaþræSir ekki í þeim. ÞaS er því einhver innri disposition, sem enginn veit hvaS er, sem veldur krabbameinunum, eSa þá ytri áhrif á frumurnar, sem örfar þær til margföldunar, og þarna koma saman þær tilgátur, sem eg nefndi áSan, aSeins er munurinn sá, aS Cohnheim og Ribbert halda því fram, aS frumurnar verSi aS slitna úr samhengi til þess aS mynda krabba- mein, en Virchows-tilgátan segir, aS hver einasta fruma geti fariS aS mynda krabbamein, ef hún verSi fyrir viSeigandi ertingu. Erting getur orSiS á margan hátt og mismunandi og skulum viS nú athuga, samkvæmt reynslunni, hverskonar erting getur leitt til niynd- unar á krabbameinum. Þá er fyrst aS telja regluleg meiSsli, sem koma aSeins einu sinni íyrir. ÞaS er mjög títt, aS sjúklingar reki mein sitt til einhvers áverka, því a'S þeir vilja oftast nær hafa einhverja ástæSu fyrir því, aS þeir eru orSnir veikir. En mjög er erfitt aS dæma um slíkt, vegna þess aS meinin vaxa venjulega rnjög hægt í byrjun og menn veita þeim því ekki eftirtekt fyr en þeir meiSa sig eitthvaS á staSnum og fara því aS þukla þann staS og gefa honum nánari gætur. VeriS getur, aS mein hafi veriS aS byrja á þessurn staS og hafi svo fariS aS vaxa hraSar eftir meiSsliS, en þa'S sjálft sé ekki aSalorsök meinsins. Til þess aS bægt sé aS setja mein og meiSsli í samband hvort viS annaS, þá þþrf meiSsliS aS verSa augljóst hæfilega löngu á eftir, hvorki of snemma né of seint. Þegar tillit er tekiS til þessa, þá sýnist svo, aS sum mein, í heila og testes geti stafaS af meiSslum. ÖSru máli er aS gegna um sífelda, langvarandi ertingu, sem oft sýn- ist nær ómótmælanlega leiSa til krabbameina. Þar eru dæmin svo mörg, aS illhægt er annaS en aS setja ])aS i samband hvaS viS annaS; og skal eg nú nefna nokkur dærni því til stuSnings. Varakrablji er tiltölulega algengur, og halda margir aS hann geti stafaS af reykingum, því aS miklu er hann tíSari hjá körlum en kon- um. Helst kemur hann fyrir hjá þeim, sem reykja pípu (sérstaklega þykja kritarpípur hættulegar) og byrjar einmitt oft á þeim staS þar sem pípan er vön a'S liggja viS. Betel-tygging er tíS hjá mörgum hálf- siSuSum þjóSum, og fá þeir sem þaS nota, oft krabbamein í munninn. í Kashmir fá karlmenn oft krabbamein framan á magálinn, en þaS er ótítt annarsstaSar. Þetta krabbamein er kallaS Kangríkrabbi og or- sökin talin sú, aS fjármenn, sem standa yfir fé á vetrum, bera framan á sér glóSarker til þess aS halda á sér hita, en fá þá oft og einatt smá brunasár á magann. í önnur brunaör kemur líka stundum krabbamein og eins þar, sem langvinn sár eSa bólga og eczern hafa veriS. Eins má nefna mörg dæmi um innýflakrabbamein; þau koma helst þar, sem eitthvaS mæSir á og langvinn erting á sér staS. Magakrabbinn kemur oftast viS magaopin eSa þá viS efri bugSu mag- ans, en þar fer maturinn fyrst fram hjá (Magenstrasse). Krabbamein er miklu tíSara í gallblöSrum, sem steinar liggja í en steinalausum. í görnum eru krabbamein tíSust þar sem þrengsli eru eSa hvassar beygj- ur, sem lítiS láta undan. Legkrabbi, neSan til í legopinu, er miklu tíS-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.