Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 177 mikla eftirtekt um allan heim; er skýrt frá þeim í Læknablaöinu í ágúst 1925. Við tilraunir Gye’s er aöallega tvent athugavert. Hvort heldur voru rottu-, músa- eða manna-krabbamein, þá þurfti specific factor úr hænu- sarcominu, til þess aö sýking tækist, og meiniö varö altaf hænsnasarcom og þessu sarcomi er svo variö, aö „flestir meinfræöingar telja það ekki sarcom, heldur sóttnæma ofhyldgun (granulom)“, eins og Blumenthal kemst aö orði. 1 Gye álítur, aö allskonar erting, sem hefir krabbamein í för með sér, geti verkað sem „s])ecific factor“, og eftir því ætti þá krabbasýkillinn aö vera allsstaðar nálægur og reiðubúinn til að skreppa inn, er tæki- íæriö gefst. V’onandi heyrist, áður langt um líður, meira um þessar tilraunir og betri skýringar á því, hvernig sýklarnir geti valdið krabbameinum, og þá sennilega líkir sýklar meinlausari æxlum. En ef svo verður, þá hljóta skoðanir manna á sóttnæmri sýkingu að taka miklum stakkaskiftum, þvi að hingað til hafa breytingar þær, sem sýklar valda í líkamanum, ekki sýnst vera aðrar en lamanir og dauði frumanna, bólga og hyldg- un (eða ofhyldgun), en aldrei vöxtur af sjálfstæðum frumum, sem jafn- vel geta myndað liffæri, er starfa í líkingu við eðlileg líffæri, J)ó að léleg séu og til ógagns Hkamanum, eins og krabbameinin. Læknaþing'in. Ársfundir Læknafélags Islands hafa verið nefndir Læknaþing, og íelst i nafninu að hér sé um að ræða viðhafnarmikla samkomu fjölda lækna. Viðhöfnin hefir í reyndinni orðiö misjafnlega mikil, eftir því hve mikil alúð hefir veriö lögð við skipulag fundarins, og aðsóknin því miður miklu minni, en við hefði mátt búast. Flestir fundarmenn — bæöi í Rvík og á Akureyri — hafa verið reykvíkskir læknar. Stopul hefir verið funda- sókn sumra héraðslækna, þótt þeir kæmu til Rvíkur til þess að sækja „þingið“. Með sanngirni ber auðvitað aö líta á, að erfitt er héraðslækn- um að komast að heiman, vegna strjálla samgangna og kostnaðar við dýra víkara; stundum binda og farsóttir læknirinn heima. Flestir héraös- læknar komu á fyrsta Læknaþingið, í júlí 1919, enda voru þá á dagskrá réttmætar launakröfur héraðslækna. Læknaþinginu 1920 aflýsti stjórn Lf. ísl.; bjóst við, að þátttaka annara en Rvíkurlækna yrði ekki teljandi. Reyndar fór svo, að allmargir héraðslæknar voru einmitt á ferðinni þá dagana, sem Læknaþingið átti að standa. Árin 1921, 1922 og 1923 voru Læknaþingin allvel sótt og sátu fundina ca. 10 læknar utan Rvíkur. Læknaþingið á Akureyri 1924 var sótt af sárafáum öðrum en læknum úr Rvík, auk þeirra, sem búsettir eru á Akureyri. Á s.l. sumri var þing- inu aflýst af stjórn Lf. ísh, af vonleysi um aösókn ; var það gert á síö- ustu stundu og bagalegt þeim fáu læknum, er tekiö höfðu sig upp til að sækja fundinn. Sitthvað mætti finna að skipulagi þinganna; clagskrá hefir ekki veriö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.