Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 6
172 LÆKNABLAÐIÐ vextir verða í fósturlífinu og þar sem mismunandi vefjategundir mæt- ast. Þaö er líka svo, aö á þessum takmörkum veröur oft vart krabba- meina og nægir þar aö minnast á varakrabbann, magakrabbann, sem oftast situr í magaopunum, endaþarmskrabbann og krabbamein legsins. Áhangendur Cohnheims-tilgátunnar hafa lagt mikiö kapp á þaö aö finna frásprengdar frumur í líkamanum, til stuönings sínu máli. En við þær rannsóknir hefir komiö í ljós, aö frásprengdar frumur eru miklu tíðari en menn höfðu nokkru sinni gert sér í hugarlund. Víöast- hvar er hægt að finna fráskila þekjufrumur, sem liggja i bandvefnum í námunda viö þekjuna sjálfa, og' þessar frumur liggja þarna árum og áratugum saman, og hafast ekki aö. Þaö sýnist því svo, sem eitthvað meira þurfi en undanvillingu frumanna, til þess að krabbamein myndist. Það hafa líka veriö geröar fjölda margar tilraunir til þess að fram- leiða krabbamein með því að skilja frumur úr samhengi og flytja þær á annan staö. En meö þvi móti hefir aldrei tekist aö framkalla krabba- mein. Þó liafa þessar frumur stundum tekiö til að vaxa, en ekki oröiö annað úr en takmarkaður vöxtur, í hæsta lagi líkst meinlausum æxl- um eða þá meinlausum belgæxlum, eins og t. d. þegjubelgæxlin, sem stundum vaxa eftir meiðsli, Jrá er Jiekja hefir flutst niður fyrir húöina. Tilgáta Cohnheims skýrir því ekkert hvernig á því stendur, aö frum- ur þessar fara allt í einu aö vaxa og margfaldast, né heldur hvernig á ])ví stendur, að krabbameinin byrja venjulega seint i lífinu og flestar frásprengdar frumur mynda alls engin æxli. Nú hafa sumir viljaö skýra Jætta svo, aö i hverri frumu búi máttur til vaxtar og æxlunar og ])ví meiri máttur, sem fruman sé yngri og líkari fósturfrumum, en þessi máttur frumunnar haldist í skefjum af ýmsum ytri ástæðum. Er þá fvrst að minnast á þau takmörk, sem hverri frumu eru sett af sessunautum sínum. Hver fruman bindur aðra og ein getur ekki vaxiö nema í samræmi við heildina eða þá meö þvi aö frumurnar i grend- inni láti undan og víki fyrir þeirri máttarmeiri. Oft er þétt bandvefs- hylki utan um æxlin, og ef þau hylki opnast viö skurð eöa annaö meiösli, ])á eykur ])aö stundum á vöxt æxlisins. Sjálf krabbameinin vaxa tak- markalaust út í umhverfið og sjaldan sjást greinileg hylki, sem lyki um þau. Næring vefjanna getur líka breyst, blóðsókn oröiö meiri eöa minni og gæti það komið af stað auknum vexti. Hver fruma hefir sitt ákveðna verk að vinna, og þá ekki síður þekju- írumurnar, sem krabbameinin vaxa út frá en aörar. Kirtilfrumurnar eiga að vaxa til viðhalds kirtlinum og þær eiga líka að vinna ákveðið starf, framleiða ákveðin efni. Hlutfallið milli vaxtarmagns og starfsmagns getur raskast og það sést einmitt oft áþreifanlega í krabbameinum, sem vaxa út frá kirtlum. Þau leggja alt í vöxtinn, en annað starf þeirra íer út um þúfur. Þau sem mest líkjast eölilegum kirtilvef halda þó oft áfram að framleiða lík efni og' upprunalegi kirtillinn, t. d. myndar lifrar- krabbi stundum gall, og það jafnvel eftir aö hann hefir borist upp i lungu, en ])au efni sem myndast, eru sjaldnast eöa aldrei jafngildi þeirra efna, sem myndast i eölilegum kirtlum. Eins getur hugsast, að frásprengdar frumur haldist í skefjum, meðan

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.