Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 8
174
LÆKNABLAÐIÐ
ari hjá konum, sem aliö hafa börn, en hjá óbyrjum. Legkrabbinn er
miklu sjaldgæfari hér á íslandi en erlendis, og væri ekki ólíklegt, að
gonorrhoe með þeirri langvinnu bólgu, sem honum fylgir, ætti sinn
bátt í því.
Þá er að minnast á Röntgen-krabbameinið, sem stafar af langvinnri
ertingu af Röntgensgeislum. Hann hefir svift marga Röntgenlækna lim-
um og riðið ýmsum að fullu, af eldri Röntgenlæknunum, sem ekki kunnu
að hlífa sér við starf sitt.
En það eru fleiri en Röntgenlæknar, sem hætt er við krabbameini
af starfi sínu. Sótarakrabbinn er þektastur, af því að fvrst var eftir
honum tekið. Það gerði Englendingurinn Pott, árið 1775. Sá krabbi
kenmr á scrotum og orsakast af sótinu, sem sest í húðina og hittir þarna
fyrir sér þunna og viðkvæma húð. Verkamenn þeir, sem vinna í paraffin-
verksmiðjum, fá húðkrabbamein, en anilin-verkamenn fá blöðrukrabba,
af því að anilín-liturinn skilst mest út með þvaginu. Þeir, sem vinna í
málmryki, fá lungnakrabba, en hjá öðrum er hann sjaldgæfur.
Svona mætti lengi telja, og sýna fram á, að eitthvert samhengi er
milli krabbameinsins og ertingarinnar. En öll krabbámein getur erting-
in ekki skýrt, því að margir fá krabbamein án þess að hægt sé að
benda á nokkra greinilega ertingu. Svo er t. d. um meðfæddu krabba-
meinin.
Hugsast gæti, að meinin væru arfgeng, og hefir mikið verið gert
til þess að rannsaka það. Bent hefir verið á einstakar ættir, sem krabba-
mein kæmu oft fyrir í, og aðrar þar sem þau væru mjög sjaldgæf.
En alt er þetta svo á huldu, að ómögulegt er nokkuð á því að byggja.
Til þess að komast að betri niðurstöðu um eðli krabbameina, hafa
fjöldamargar tilraunir verið gerðar til þess að framkalla krabbamein
og athuga vöxt þess frá byrjun og flytja krabbamein frá einu dýri til
annars. Krabl)arannsóknir 20. aldarinnar hafa aðailega snúist um þetta.
Margt hefir verið reynt til þess að framkalla með krabbamein og með
misnnmandi árangri, og skal eg nú skýra frá þvi helsta.
Fyrst og fremst hafa verið gerðar tilraunir, sem miðuðu að því að
taka eðlilegar frumur, losa þær úr sambandi og flytja úr stað og reynt
hefir verið hvorttveggja, frumur úr fullorðnum dýrum og fóstrum. Stund-
um hefir tekist að fá frumur þessar til þess að vaxa, en aldrei að fram-
ieiða reglulegar meinsemdir á þennan hátt.
Þá hefir verið reynt að flytja krabbameinsfrumur úr einu dýri í ann-
að og framkalla þannig ný krabbamein, og var það kringum aldamótin
seinustu, að þeim tókst það, Ameríkumanninum Loeb og C. O. Jensen
í Kaupmahnahöfn. Aðallega eru það mýs og rottur, sem notaöar hafa
verið til þessara tilrauna, sem gerðar eru á þann hátt, að saltvatnsgraut
(þó ekki soðnum) úr meininu er spýtt inn í dýrið eða heilar holdsneið-
ar eru fluttar, og þarf minna af holdsneiðum en graut til þess að fá
árangur.
Við þessar tilraunir hefir ýmislegt merkilegt komið í ljós. Fyrst og
fremst hefir ekki tekist að flytja krabbamein frá mönnum yfir á dýr
og ekki dýr frá dýri nema af sömu dýrategund. Þetta sýnir, að krabba-
meinsfrumurnar liaga sér eins og venjulegar frumur, sem deyja og
eyðast, ef þær eru fluttar milli óskyldra dýra. Flutningurinn tekst ekki