Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.12.1925, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 185 Smágreinar og athugasemdir. Vitamín í sauðfitu. Skúli V. Gu'Sjónsson læknir, sem dvaliö hefir er- lendis í 3 ár viö heilsufræöisnám, hefir unniö aö vitaminrannsóknum undanfariö á dönsku rannsóknarstofunni fyrir heilsufræöi. Hefir hann nú birt grein um rannsóknir sínar á sauðfitu í Bibliothek for Læger. Greinin heitir : „U d s k i 1 1 e s d e r v i t a m i n e r g e n n e m h u- den?“ og er aðalefni hennar þaö, aö sauðfita í íslenskri ull, óþveginni, inniheldur talsvert af A-vitamini en er snauö af B-vitam. Er þetta sönn- un fyrir því, aö A-vitamin fer aö nokkru leyti út úr Iíkamanum gegn- um húöina, en þaö mun hafa veriö ókunnugt áöur. Þær eru ekki svo margar, vísindalegu rannsóknirnar, sem íslenskir læknar hafa leyst af hendi, að skylt er aö geta þeirra meö þakklæti. Ef mig minnir rétt, liefir Læknabl. láðst að geta um grein Níelsar Dun- gals um b 1 ó ð r a n n s ó k n i r, og var hún þó bæöi eítirtektarverð og vel af hendi leyst.* . G. H. Franco-skandinavisk læknaferð. Læknablööin Bruxelles Medical og Ugeskrift for Læger í Kaupmannahöfn, hafa slegið sér saman um aö undirbúa franco-skandinaviska læknaferö til Miöjaröarhafslandanna í vor og er íslenskum læknum og konum þeirra boöið aö taka þátt í ferðunum. Earþegar veröa eingöngu læknar og læknakonur. Feröirnar taka mánaö- artima hvor og kosta c. 4000 franska franka fyrir hvern, og er í því inni- falinn allur matur um borö í skipunum og vín meö matnum, og þegar skipiö liggur í höfnum, geta farþegar búiö um borð og matast þar. Fyrri ferðin hefst í Marseille 6. mars, en viðkomustaðir veröa: Alex- andria, hægt aö komast til Cairo og pyramidanna, Port Said, Jaffa (2 tíma bilferö þaðan til Jerúsalem), Beyrouth (3 tima ferö til Damascus), Smyrna, Konstantinopel, Piræus (viödvöl í Aþenu), Malta og Neapel. Seinni feröin hefst 15. apríl og eru sömu viðkomustaðir nenta hvaö farið veröur til Neapel í austurleiö og frá Aþenu til Algier. Þeir sem vilja fara geri svo vel og skrifi Ugeskrift for Læger, ritstjórn- inni, og merki bréf sitt: Orientrejsen. Úr útlendum læknaritum. Willy Felix, Miinchen: Die Phrenicus-Ausschaltung bei Lungenerkrank- ungen. Ergebn. d. Chirurgie u. Orthopádie 1925, p. 693—720 (Frá klin. S a u e r b r u c h s, Múnchen). Framan við ritgeröina er mjög itarleg skrá um þaö sent aörir hafa ritað um þetta efni. Læknirinn Stuertz varö fyrstur (áriö 1911) til þess að ráöleggja skurö á hreyfitaug þindarinnar, n. phrenicus, á sjúkl. nteö lungnalterkla * Grein þessi mun hafa birst í timariti, sem enginn heldur hér á landi og heffr aklrei veriö send LæknablaÖinu. — Ritstj.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.