Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 22
148 LÆKNA13LAÐIÐ AS kvöldi 30. sept., er hann var heimleiö frá starfi sínu, fékk hann enn aösvif og var fluttur heim meövitundarlaus. Raknaöi hanií ekki viö siöan. (Apoplexia). Magmis heitinn varö rúmlega 37 ára gamall. Hann var fæddur 16. apr. 1870 aö Höskuldsstöðum i Breiðdal. Foreldrar lians voru Einar Gísíason bóndi á Höskuldsstööum og Guðrún Tónsdóttir kona hans. Hann fór i lærða skólann í Rvík og útskrifaöist þaöan 1891 með I. eink. en 18</> úr dýralæknaskólanum í Kaupmánnahöfn einnig með I. eink. I'ók hann fyrstur íslenskra manna dýralæknispróf. Settist hann þá aö iiér í Rvík og var skipaður dýralæknir í Vestur- og Suðuramtinu, og var jaínframt sjálfkjörinn ráöunautur stjórnarinnar í öllum málum er snertu varnir og lækningu húfjárkvilla. Magmis var ágætur emhættismaöur, réglusamur, fljótvirkur og vand- vírkur, og frágangur á öllu er kom frá hans hendi hinn prýðilegasti. Hann var vel máli farinn og ágætlega ritfær, kom það aö haldi. er iiann beitti sér fyrir áhugamál sin. má þar til nefna andbannshreyfing- una, er hann vakti og haröist mest og drengilegast fyrir. Hann var einbeittur og rökviss og hvikaöi ógjárna frá þeirri afstiiðu, er hann eitt sinn háföi tekið, enda var hún jafnan tekin aö vandlega íhug- uöu máli. Stjórn lándsins hefir veriö ómetanlegt gagn aö því, aö njóta ráða jafu ókvikuls greindarmanns. Þegar frá upphafi setti hann svo strangar skorður viö innflutningi búfjár, aö stappaði nærri fullu forboði. Var ]taö i þvi skyni gert. aö veria landiö nýjum. hér óþektum búfjár- kvillum, og auk ])ess aö foröa því viö handahófs-kynbótum (eöa kyn- blöndun). Eöli sínu samkvæmt var hann frábitinn öllu káki. Þegar á fyrstu starfsárum sínum tók hann að leita ráöa viö bráðapest- inni og fékk ])á próf. P. Jensen i Khöfn til þess áö l)úa til bóluefni gegn nenni, og sá Magnús svo um alla framkvæmd á hólusetningum, úthýtti bóluefni og leiðbeindi um notkun ])ess o. s. frv. Gagn það er hann vann jijóöinni meö þessu er enn ómetiö. Auk embættisstarfa gegndi hann ýmsum trúnaöarstörfum, sat t. d. í hæjarstjórn og niðurjöfnunarnefnd Rvíkur og vár hvarvetna röggsamur. Hann skrifaöi fjölda ritgerða (mest um búfjárkvilla) í Búuaöarritiö og „Frey", en meöútgefandi aö ..Frey" var hann í mörg ár. Magnús heitinn var gervilegur maður, fríður sýnum, óvenju hárprúð- ur, í hærra lagi meöalmaöur, réttvaxinn og vasklegur á velli og hélst vaxtar- og göngulag óbreytt til æfiloka. í skóla var hann ágætur námsmaður, jafnvígur á allar námsgreinar, en sérstaklega var hann latínulærður; mælti hann á latneska tungu og er það á fárra færi nú. Hann var fjöritgur og viðræðugóður, einaröur og rökfastur. Kvæntur var Magnús heitinn Ástu dóttur Lárusar Sveinbjörnsson há- yfirdómara. og lifir hún mann sinn. Þau eignúðust 4 börn, öll mannvæn- leg, Lárus stud. med., Guörúnu, Helgu og Birgi. Hann var jarösunginn 8. okt. síðastliöinn. Matth. Einarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.