Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.09.1927, Blaðsíða 28
154 LÆKNAB LAÐIÐ Sjúkrasaml. Rvíkur, og flutti hann ávarp til læknanna um ýmisleg fyrir- komulagsatriði í S. R., og heindi tilmælum til Samlagslækna. viövíkj- andi rekstri Samlagsins. Fundi slitiö. Smágreinar og athugasemdir. Ekknasjóðurinn. Ársreikningur „Stvrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra harna íslenskra lækna", fyrir árið 1926, hirtist í apríl-maíblaði Lbl. Eins og reikningur- inn her með sér voru tillög lækna all-álitleg, þetta fyrsta ár sjóðsins. Til úthlutunar komu kr. 700,00. og hefir þessi upphæð nú verið veitt tveim héraðslæknaekkjum. samkv. umsókn þeirra, svo sein frá er greint á öðr- um stað í Lhl. Þótt sjóðstofnun þessi sé ung, er nú þegar farið að veita úr honum upphæðir, sem koma sér vel fyrir snauðar ekkjur, með stóran barnahóp. Velgengni sjóðsins hvilir á fullkomlega frjálsum framlögum lækna. Hver og einn er sjálfráður um, hvort hann leggur skerf til sjóðsins, og hve mikinn. í skipulagsskránni er þess þó getið, að, að ööru jöfnu. gangi ívrir um veiting styrks, ekkjur þeirra lækna, er greitt hafa í sjóðinn. Á því ári sem nú er aö líða, hafa 22 læknar þegar greitt tillög. Tólf þessara collega eru húsettir utan Reykjavíkur, en hinir Rvíkur-læknar. ' ieta menn af þessu séð þátttöku læknanna. Nú er tekið fast að liða á reikningsár sjóðsins, sem er almanaksárið, og' eru línur þessar ritaðar til þess að minna stéttarhræður á Stvrktarsjóðinn. Stjórn ekknasjóðsins væntir þess fastlega. að tillög herist frá öllum sem greiddu í fyrra, en treystir því og, að ýmsir fleiri hætist í liópinn. G. Cl. Klórblanda Dr. Magnúsar B. Halldórssonar. í Læknahl. ág.—sept. 1926 er grein eftir Dr. Magnús B. Halldórsson. Hefir hann notað klórhlöndu til lækninga um tuttugu ára skeið, og lýsir hann reynslu sinni á þessa leið: „Klórblanda er án alls efa lang-áhyggi- legasta meðalið við öllum vanalegustu sjúkdómum í andfærunum, sem enn hefir verið fundið; svo sem kvefi, hrjósthimnubólgu, lungnapípu- bólgu, lunguahólgu, inflúensu og berklasýki. Hún er harna- og unglinga- meðal framar öllu öðru, en til lítils gagns fvrir fólk í hárri elli.“ — Grein þessi er eftirtektarverð. Þar er bent á afbragðsmeðal, einkan- lega handa hörnum og unglingum. Það eru c. 2 ár síðan eg fór að nota klórblöndu (þá eftir áeggjan Hall- dórs Hansen læknis). Fyrst í stað notaði eg hana eingöngu handa berkla- veikum sjúklingum. og þeim oftast mikið veikum, og fann þá litinn árang- ur. en smátt og smátt lærðist mér (einkanlega eftir að eg las fyrnefnda grein, Dr. M. B. H.) að nota hana aðallega handa lystarlausum, eitlaher- tun, fölum, þrek- og þroskalitlum hörnum og unglingum, og reyndist hún þá ótrúlega vel. Við acut lungnahólgu eða pleuritis hefi eg ekki reynt klórblönduna; en með góðum árangri þegar hráðasta veikin var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.