Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1934, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.01.1934, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 25 ]>ar virSast einmitt vera áhrifa miklar bylgjur, eins og sí'öar greinir. Ennfremur sést í stórum dráttum hvernig eiginleikar og verkanir breyt- ast meS bylgjulengdinni. ÞaS er álitiS aS rafsegulsveiflurnar verki á rafagnir (electrona) frum- eindanna og auki hreyfingu þeirra. Því er þaS, aS t. d. Röntgen geislar meS sínum afarhröSu sveiflum, verka meira biologiskt (drepandi í stór- um skömtum) en t. d. lampaljós, sem hefir hægar sveiflur, og verkar þar af leiSandi litiS á rafagnir frumeindanna. Aftur á móti eykst smýgni (penetrationsevne) geislanna eftir því sem bylgjurnar lengjast (sbr. útrauöa geisla og diathermi). AS öllu þessu athuguSu má hugsa sér aö hver einstök, skarpt takmörk- uS, bylgjulengd hafi sínar ákveönu verkanir, sem ekki njóti sin enn með- an tækin eru ekki nógu fullkomin til aö velja þær. A9 minsta kosti virðist samkvæmt nýjustu rannsóknum vera djúptækur munur á verkunum t. d. 4 metra og 10 metra bylgna. Stuttbvlgjurnar svonefndu eru 30—10 m. langar, en frá 10 m. til 3 m. eru þær nefndar útstuttarbylgjur. Enn hefir ekki tekist aö fratnleiSa bylgjur undir 3 metrum meö nægu magni svo nota! megi þær til lækninga. Til aö framleiöa stuttbylgjur eru notuö tvennskonar tæki, neistatæki, er svipar til diathermi, og piputæki. Neistatækin senda blöndu* af bylgjum t. d. frá 9—30 m. lengd í senn, en hægt er aö stilla píputækin þannig aö þau sendi einstakar ákveönar bylgjulengdir. Sá sem einna mest hefir unniö aö því aö rannsaka verkanir stuttbylgna i lækningaskyni, er Schliephage á Virchow spítalanum i Berlin, og hefir hann unnið að þeim rannsóknum í nokkur ár. En þaS var ekki fyrri en íyrir 2 árum aö farið var alment að nota stuttbylgjur til lækninga. Danski læknirinn Carl Værnet skrifar fróölega grein um reynslu sína og annarfa í stuttbylgjulækninguni í Ugeskrift for Læger Nr. 5, '34; hann hefir haft stuttbylgjutæki í 2 ár. Aðalinnihald greinarimiar er þetta: Stuttbylgjulækningar eru enn á bernskuskeiöi, en verkanir þeirra á microorganisma og lifandi vefi benda til, aö í framtíöinni megi ætla þeim sess meöal Röntgen og ljóslækninga. Vasomotoriskar verkanir. Stuttbylgjur valda mikilli háræöalömun (sympaticus lömun, parasympaticus erting) og verkar adrenalin ekki á þær fyrri en eftir nokkrar klukkustundir. Verkanirnar haldast lengur því styttri sem bylgjurnar eru. Phagocytosis eykst alt aö um 20% viö stutta geislun meö útstuttum- bylgjum, og hafa margbrotnar rannsóknir sýnt aö sú aukning stafar af áhrifum bylgnanna á serum, en bylgjurnar verka hinsvegar fremur lam- andi á sjálfa leucocytana, eins og reyndar á allar frumur. Sérstaklega verka Ijylgjurnar lamandi á frumur í vefjum, þar sem ör skifting á sér * VerkstniSjurnar staðhæfa aS neistatæki þau sem þær framleiSa gcti valiS ákveSn- ar lengdir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.