Læknablaðið - 01.01.1934, Qupperneq 38
32
LÆKNABLAÐIÐ
vandlega læknissko’ðun ? Hversu sem að er fariö, smitast nálega allir, að
minsta kosti bæjarbúar, áður en þeir verða miðaldra. Sé svo, er ekki mik-
ils að vænta af einangrun berklaveikra i þá átt að útrýma veikinni.
Hvernig sem þessu er farið, þá sýnist þverrun líerklav. ekki standa i
verulegu sambandi við nýtískuvarnirnar, sem hófust um aldamótin. Veik-
in fór að þverra i Stokkhólmi 1830—60, í Englandi 1851—60, í Osló
1871—75 — löngu áður en nokkrum vörnum var beitt. í Nýja Sjálandi
er veikin afarlitil og þar eru þó varnir litlar sem engar.
(O. Scheel T. n. L. '33 bls. 1236). G. H.
Greining syfilis
frá öðrum sjúkd. er oft og einatt erfið, jafnvel i byrjun en áríðandi mjög
að vita vissu sina. í raun og veru er það réttmæt krafa að ætíð sé gerð
smásjárrannsókn og leitað eftir sýklum, helst í „Dunkelfeld“, bæði við
frumsæri og smitandi útbrot. Því miður hafa fæstir læknar tæki og æf-
ingu til þessa, en úr þessu mái bæta með því að sjúga serum frá yfirborði
sársins eða fleiðursins upp í glerhárpípur og bræða fyrir báða enda.
Hreinsun er einföld, hitun í spirituslaga. Pípurnar má síðan senda á
rannsóknarstofu. Þó ótrúlegt sé haldast sýklarnir lifandi í pípunum allt
að 80 dögum.
Pípurnar hafa verið sendar í pósti, en annars væru þær vafalaust best
geymdar í kulda, þó án þess að frjósa.
(L. W. Harrison, í Lancet 20. jan '34).
Hálsbólga á börnum og unglingum
hefir oft og einatt alvarlegan fylgifisk: liðagigt og hjartasjúkdóm.
Þess vegna er það rétt, ef unt er að ná til rannsóknastofu, að spyrja ekki
aðeins um hvort barnaveikissýklar finnist, heldur einnig strepococci hæmo-
lytici. Finnist þeir á að einangra barnið þangað til sjúkd. er genginn um
garð og auk þess fara mjög varlega með barnið í afturbatanum. Veitir
ekki af að læknir skoði það á hverri viku fyrsta mánuðinn.
Venjulega líður 1—3 vikur frá hálsbólgukastinu þangað til liðagigtin
gerir vart við sig. (W. Sheldon, Lancet 17. ókt. '33).
F r é 11 i r.
Sjúkrahús Hvítabandsins í Reykjavík er nýtekiö til starfa. Yfirlæknir
er ráðinn Kristinn Bjarnarson, en öðrum læknum er heimilt að. stunda þar
sjúklinga sína eftir samkomulagi við hann.
Kandidatsplássin í Danmörku: Á Bispebjerg spítala hefir Axel Blön-
dal verið ráðinn frá 1. april n. k.
Héraðslæknirinn á Siglufirði hefir sótt um lausn frá embætti frá 1.
júli n. k.
Héraðslæknisstaðan á Hofsós er laus frá 1. júní n. k. Umsóknarfrestur
til 1. apríl.
Innheimtu og afgreiðslu Lbl. annast Rannsóknastofa Háskólans, Rvik.
Félagsprentsmiðjan.