Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 14
56 LÆKNABLAÐIÐ hafa blossað upp og leitt hann til bana. EftirtektarverÖ að þessu leyti er líka saga 24 ára gamallar stúlku, sem 15 ára gömul veiktist af pleu- ritis sicca með háum hita. Hún hressist og her ekki á neinu þangað til einum mánuði fyrir andlátið, að hún fær inflúensu, síðan stöðugan hita og uppgang, og sjúkdómurinn leiðir hana á örskömmum tíma til bana. Við sektion fanst útbreidd ystandi pneumoni með byrjandi út- sæði í hægra nýra. Áhrif graviditets komu greinilega fram hjá 22ja ára gamalli, nýgiftri konu, sem hafði, eftir anamnesis að dæma, haft takmarkaða apexphthisis öðru megin. Seinni hluta meðgöngu- tímans hraðversnar henni, og dugði ekki þótt loks væri gerður partus præmaturus. Við sektion fanst örl ystandi pneumoni með útsæði í nýr- um og milta, mörgum garnasárum og peritonealtuberculosis. Annað samskonar dæmi, sem greinilega bendir til þess að endo- gen reinfektion eigi sér stað, sáum við hjá 42 ára gamalli konu. 1 hægri lungnabroddi var baunstór, kalkaður blettur. Fyrir 12 árum fékk konan verki fyrir bringspalir meðan hún gekk með barn. Þettar endurtók sig við hvert graviditet, uns ástandið versnaði stórkostlega eftir harnslmrð og leiddi hana til bana. Við sektion fanst útbreidd tulærculosis peritonei adhæsiva. 64/38. Annað tilfelli, sem bend- ir mjög á endogen reinfektion eft- ir mörg ár, sáum við hjá 46 ára karlmanni, sem um tvítugt hafði fengið epididymitis tuherculosa. Honum batnaði það (eftir opera- tion?) og hann var við góða heilsu, þangað til 3 árum fyrir andlát sitt, að hann veiktist af verkjum i mjó- hrygg. Við o1)duktion fanst spondy- litis tuberculosa með kongestions- absces, ystandi berklar í báðum nýr- um, dreifð miliartubercula í báðum lungum og garnasár. í hægri hilus- eitli allmikil kölkun. Hér er vafalaust um rúml. 26 ára gamla infektion að ræða, sem brýst inn í blóðið áður en hún grær og kalkar, framkallar epididymitis og sennilega um leið metastasis í beini, sem lifir sem króniskur granulatí- onsvefur, án þess að ná verulegri útbreiðslu öll þessi ár, uns berkla- sýklarnir ná loks yfirhöndinni, framkalla ystingu, sem emollierar inn í æð og þá verða nýru og lungu fyrir nýrri sýkingu. 1 þessu tilfelli er vert að gera sér grein fyrir lierklasýkingu eldra fólksins, með tilliti til þess, hvern- ig sú sýking sé tilkomin, hvort það sé ný infektion, sem hleðst ofan á löngu afstaðna frumsýkingu, m. ö. o. reinfektion, endogen eða exogen, eða hvort berklasýkingin, sein fólk- ið deyr úr, sé beint áframhald af frumsmitun, sem viðkomandi hafi ekki orðið fyrir fyr en á fullorð- insárum. Ef ])etta fólk hefði smitt- ast á unga aldri, býst maður við að finna hjá ])ví leifar af gróinni frumsýkingu, aðallega sem kalkfoci i hiluseitlum. En hæpið er að finna frumfocus í lungunum, þeg- ar þau eru orðin útgrafin i 1)erkl- um. Hins vegar hefir tæringin yf- irleitt engin áhrif á eitlana, svo að ])eir bera menjar frumsýkingarinn- ar. Tafla 5 sýnir hvernig ástand hilus- og tracheobronchialeitla hefir verið að þessu leyti. Hér eru öll tilfelli með ferskum eitlabreyting- um, ennfremur ferskur pleuritis án gamalla eitlabreytinga, talið til á- framhaldandi frumsýkingar. en öll tilfelli með kalkaða eitla talin rein- fektion. Nú er þess að gæta, að reinfek- tion er í raun og veru enn miklu sjaldgæfari heldur en þessar tölur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.