Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 16
58 LÆKNABLAÐIÐ nokkur útbreiÖsla verÖur út frá frumsýkingunni. Því miður eru sjúkrasögurnar oft ekki nægilega nákvæmar, til a8 af þeim verði les- inn gangur sjúkdómsins, en oftast. nær vir'Öist manni svo sem sjúkl. nái sér ekki fyllilega eftir sinn fyrsta pleuritis og er að slá niður öðru hvoru, uns sjúkdómurinn nær loks því taki á honum, sem hann sleppir ekki siðan og dregur til dauða. Náttúrlega her vel að at- huga, að það eru þau tilfelli, sem enda letalt, sem við höfum af að segja, en hin, sem batna, fara fram lijá okkur, en það er engin ástæða til að ætla að hlutfallið milli frum- sýkingar og tæringar sé þar annað en hjá þeim, sem deyja úr sjúkd. Af þvi, sem hér hefir verið sagt, liggur nærri að álykta, að algeng- asti gangur berklaveikinnar hér á landi sé beint áframhald af frum- smituninni, og að lungnatæringin sé ekki, eins og kent hefir verið, afleiðing af reinfektion í tiltölulega immun líkama, sem hefir hlotið ó- næmi sitt við sýkingu á barnsaldri, heldur haldi sjúkd. striki sínu meira og minna óslitnu frá frumsmitun- inni, sem sjúkl. hefir ekki tekist að kæfa i byrjun. Hins vegar höfum við séð greini- leg dæmi um reinfektion, meira að segja exogen reinfektion, sem mér virðist annars vera miklu sjaldgæf- ari en endogen reinfektion. Af því að eitt tilfelli af jæssu tæi er einn- ig að öðru leyti eftirtektarvert, skal ég leyfa mér að tilgreina j)að nán- ar: — Það var 41 árs karlmaður (kol- lega), sem veiktist skyndilega 6 vik- um áður en hann dó, en hafði ann- ars verið frískur fram að því. Hann hafði stöðugan háan hita, en annars engin sérstök symptom. Við sektion fundust við coecum í mesenterium hnefastórar hrúgur af ystum eitl- um, sem voru alt að plómustórir og retroperitonealeitlar voru lika stækkaðir og ystir. Hálseitlar voru ekki stækkaðir. 1 curvatura minor voru mörg smásár. í v. hiluseitli og í bifurcationseitli fundust kalk- korn. í l)áðum lungum var ferskt miliært útsæði. Ræktun úr mesen- terialeitlunum sýndi, að j)að var ty- pus humanus, sem jæssi læknir hafði sýkst af. Hér virðist vera um ingestions- tbc. að ræða, ekki j)ó eins og J)á sem algengust er erlendis, nl. sýk- ingu af bovin stofn frá l)erklasýktri mjólk, heldur frá einhverjum mat- vælum, sem hafa blandast berkla- sýklum úr manni, hvort j)að heldur hefir verið mjólk eða annað. En j)að er sýnilegt, að læknirinn hefir haft að baki sér undangengna herklainfektion, sem hann hefir yf- irunnið, j)ví að ekki kemur til mála að kalkkornin, sem fundust í medi- astinaleitlunum, sé ekki nema 2ja mánaða gömul. Þau hljóta að vera eftirstöðvar eftir infektion mörgum árum áður. En j)að er eftirtektarvert, að ])essi afstaðna infektion virðist ekk- ert ónæmi veita. En ekki nóg með j)að, að hún veitir ekkert ónæmi, heldur sýkist J)essi fertugi maður eins og annars aðeins börn sýkjast, nl. með geysistórum eitlastækkun- um, sem samkv. kenningu Ranke’s o. fl. kemur ekki fyrir hjá þeim, sem áður hafa gengið i gegn um berklainfektion og orðið allergiskir við að standa hana af sér. Þetta til- felli, ásamt ýmsum fleirum, sem of langt yrði upp að telja, hefir sleg- ið skarð í J)ann kenningamúr, sem ég, eins og aðrir, hafa haldið að væri óhaggandi undirstaða allrar herklaþekkingar og mér er engin launung á því, að mér virðast ýms- ar eldri og yngri berklakenningar vera á veikum rökum reistar og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.