Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 20
62 LÆKNABLAÐIÐ mikinn C-vitamin-skort mundi þurfa, og auk þess óvíst, aÖ þeir hinir sömu ])yrftu, öll hin vitaminin í stórskömtun. Eg hefi heyrt giska'Ö á, aÖ læknar séu tortryg'Öir um, a'Ö ráÖleggja C-vitamin-lyf eftir ósk sjúklinga sinna, án þess aÖ um hrýna þörf sé að ræða. Ekki skal því neitað, að einhverjir kynnu að gera það, og sagnir ganga af ó- hemjulegum vitamina-austri ein- hversstaðar, hvaÖ sem í þeiin kann að vera hæft, en ekki eru þær sög- ur sagðar úr Reykjavík, enda ekki auÖvelt aÖ sjá, að læknar hér geti grætt meira á því að ráðleggja t. d. ascorbinsýru i einhverri mynd ])er os, en önnur lyf. Og væri ekki kleift að komast að þvi, ef einhver misnotaði stórkostlega rétt sinn til að ráðleggja C-vitamin-lyf, og taka þá af honum þann rétt, i stað þess að láta alla, hæði lækna og sam- lagsmenn, gjalda fyrir einn? Enn- fremur, ef einhverjir læknar eru vísir til að misnota rétt sinn til að ráðleggja C-vitamin-lyf, eru þeir hinir sömu þá ekki vísir til að mis- nota rétt sinn til að ráðleggja önn- ur lyf, og það ef til vill lyf, sem geta gert ekki síður ógagn en gagn ? Ef óþarfur lyfja-austur á sér stað af tillátssemi við samlagsmenn, er þá ekki sennilegt að slíkt eigi sér einmitt síður stað um jafn dýr lyf og C-vitamin-lyfin, vegna þess, að ])að er því tilfinnanlegra fyrir sam- lagsmanninn að horga sinn fjórða hlut af verðinu, sem lyfið er dýr- ara? Einhvern hefi ég heyrt geta sér þess til, að stjórnir S. R. og Trygg- ingarstofnunar ríkisins, eða meiri hluti þeirra, hafi smitast af hinni nýmóðins náttúrulækningastefnu, sem „doktorinn í naturopathie", er hefir ritað greinarkorn á þýsku i síðasta thl. Lbl. 1939, er svo ágæt- ur fulltrúi fyrir. Að vísu eru öfg- arnar í þeirri grein svo augljósar, að skynsamir menn munu tæpast geta glæpst á þeim, en hitt er alls ekki ólíklegt, að leikmenn í læknis- fræðum, jafnvel þótt greindir séu og andlega fullveðja, kunni að leggja trúnað á þá kenningu nátt- úrulækna, sem mun hafa sést hér einhversstaðar á prenti, að vitamin- lyf lyfjabúðanna geti engan veginn jafngilt vitaminum jurtanna, sem guð lét spretta á jörðunni. 1 jurt- um og ávöxtum séu vitaminin „lif- andi“ og í fullu fjöri, og megi því nærri geta, að ekkert vit sé að nota í þeirra stað steindauð vitamin i „rándýrum verksmiðjulyfjum". Eg vil vekja athygli á, að með ])essum siðustu orðum er ótvírætt gefið i skyn, að hin „lifandi" vitamin séu lika miklu ódýrari. Þetta hvort- tveggja þarf því að athuga nánar. Þess er þá fyrst að geta, að þetta, að „lifandi“ vitamin í jurtum og ávöxtum séu meira virði en „dauðu“ vitaminin í verksmiðjulyfjunum, er ekki aðeins ósönnuð fullyrðing út i loftið, heldur og, að því er ég hest veit, fyllilega afsönnuð, af reynslu vísindamanna og lækna, sem hafa rannsakað og notað vitamin- lyf á undanförnum árum. Að vísu ætla sumir vitaminfræðingar, að fleiri vitamintegundir séu í sumum ávöxtum en tekist hefir enn að búa til synthetiskt, og má það vel vera, en það raskar ekki þeirri staðhöfn, að þau vitamin, sem tekist hefir að framleiða synthetiskt, eru engu sið- ur góð og gild en sömu vitamin i ávöxtum. Hins vegar hafa verk- smiðjulyfin þann mjög mikilsverða kost, að þar veit hver læknir, sem vill ráðleggja vitamin, hvað hann er að gera. Maður veit nákvæmlega um vitamiu-innihald hverrar inn- töku. bæði í mg. og I. E. En þetta veit maður ekkert um, þegar um „lifandi“ vitamin er að ræða, þau

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.