Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐ1Ð 61 binsýrutölur2). Ekki er þaÖ samt fyrst og fremst vegna blæÖinganna, sem hún hefir notað þetta, því að þær hafa aldrei gert henni teljandi óþægindi, og voru auk þess komn- ar upp í vana, heldur af því, að svo brá við jafnframt, að síðan hún fór að nota C-v. svona öðru hverju, getur ekki heitið, að hún hafi orðið vör við gigtina, í samanburði við það, sem áður var. Er það því merkilegra, sem búast hefði mátt við, að meiðslið, hreyfingarleysið og fatlinn í fleiri vikur, hefðu einmitt boðið gigtinni sérstaklega heim, — enda var hún afleit af henni fyrst eftir að hún slasaðist. Þótt auðvitað beri jafnan að gæta þess, að fara varlega í að álykta frá post til propter, finst mér fyrir mitt leyti lítill vafi geta leikið á, að hér sé um orsakasamband að ræða, þótt ekki verði það sýnt jafn-greinilega ,og um lilæðingarnar. Enn má geta þess, að henni virðist matarlystin mun betri þegar hún notar C-v., og fyrst á eftir, og yfirleitt líðanin að öllu leyti, en vera má, að það sé að einhverju eða öllu leyti að þakka lausninni frá gigtinni. Enn verður að geta þess, að kona þessi hefir gott fæði og aðbúð alla, og að hvorki á manni hennar né öðrum á heimilinu, sem sitja og set- ið hafa við sama borð, hefir nokk- urn tima orðið vart nokkurra ein- kenna, er minstu líkur bentu til að stöfuðu af C-vitamin-skorti, ekki einu sinni seinni part vetrar eða að vorinu, auk heldur endranær. 2) Mér finst Ido-C-tölur hafa heldur fljótari verkun en jafnmarg- ar l.E. af ascorbinsýrutölum, er keyptar voru í Akureyrar apóteki. Lika er hægra að ,,dosera“ Ido-C- tölurnar eftir því sem þörf krefur og verðið, miðað við I.E., mun vera svipað. Þetta virðist mér sýna ótvírætt það, sem að vísu er alkunnugt, að C-vitamin-þörfin er ekki jöfn hjá öllum. Eg geri að visu ráð fyrir, að það sé fátitt, að munurinn sé jafnmikill og þessi dæmi sýna. En fyr má nú lika vera. Hvað sem því líður, er auðsætt, að sumir hafa svo mikla C-vitamin-þörf, að jafn- vel fjölbreytt og gott fæði getur ekki fullnægt henni. Hvernig rnundi þá fara um þá, sem kynnu að hafa svipaða C-vitamin-þörf og konan, sem sagt var frá hér á undan, en geta ekki veitt sér nema fábreytt og einhliða fæði fyrir fátæktar sak- ir? Augljóst er, að þeirra C-vita- min-skortur yrði enn meiri. Og hvernig mundi séð fyrir C-vitamin- þörf þungaðra kvenna úr þessum hóp? Þvi að um það held eg að allir séu á einu máli, að þungað- ar konur þurfi að öðru jöfnu stór- um rneira C-vitamin en aðrir. Það er hlutverk sjúkrasamlag- anna, að létta mönnum, fátækling- unum fyrst og frernst, þær byrðar, sem veikindi og heilsuleysi leggja þeirn á herðar. Væntanlega væri þá ekki úr vegi, að þau leituðust við að koma í veg fyrir, að veikindi kærnust á svo hátt stig, að hætta væri á ferðum, í þessu tilfelli að præscorbutus yrði að scorbuto, ekki sist er þess er gætt, að til þess er jafn-öruggt lyf og ascorbinsýra. En nú er mér sagt, að S. R. banni að greiða C-vitamin-lyf fyrir samlags- menn, nema þau, sem notuð eru til innspýtinga og ABCD-inmalt. Á hverju þetta er byggt, er mér hulin ráðgáta. Innspýtingarlyfin eru dýr- ari en hin, sem tekin eru inn, og má auk þess lieita ógjörlegt, að nota þau um svo langan tima, sem oft mundi þurfa. ABCDinmalt hefir svo litið C-v. að geyma, að það vrði afardýrt að nota svo stórar inntök- ur af því, sem fullorðið fólk með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.