Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 18
6o LÆKNABLAÐIÐ viÖ lilettina, en áreiÖanlega aldrei lengi í senn. Þetta hefir ekki verið athugað nákvæmlega, og ekki held- ur hvort nokkur munur hefir veri'Ö á blæðingunum eftir árstíðum, vegna þess, að þetta hefir aldrei valdið neinum teljandi óþægindum. nema stöku sinnum lítilsháttar eymslum i einstaka bletti, og er líka fyrir löngu komið svo í vana, að ekki hefir þótt tiltökumál. Konan hefir haft hypochlorhydria ventri- culi áratugum saman, og notað að kalla stöðugt saltsýrublöndu með aðalmáltíðinni dag hvern. Frá barn- æsku hefir hún átt vanda fyrir „gigt“, aðallega í axlaliðum og herða- og handleggjavöðvum, stund- um meira h. m„ stundum v. m. Hafa axlarliðir stundum bólgnað, en aldrei þó mikið, síðan hún var á 16. ári, en þá hafði hún verið frá verki í margar vikur, vegna hólgu í axlarlið. Annars hefir hún unnið, þrátt fyrir gigtina, enda ein- att verst á nóttunni og morgnana, verið misjafnlega illa haldin, en varla komið sá dagur fyrir, að hún hefði ekki a. m. k. einhverja að- kenningu af gigtarþrautum. Vetur- inn 1935—36 voru þrautirnar með versta móti í hægri framhandlegg og upphandlegg, minkuðu nokkuð upp úr áramótunum, en settust þá að fyrir alvöru um axlarliðinn og i musc. cucullaris og lögðu þaðan upp í hlustina og höfuðið sama meg- in; talsvert mikil tregða á öllum hreyfingum í axlarlið og tilkenning við þær. Ýms salicyl-lyf, áburðir, heitir baxtrar o. fl. var reynt, alt með lélegum árangri. 25. febr. 1936 byrjaði hún að taka inn atophan, tók af því 50 cg. 4um sinnum á dag í 3 daga. Brá svo við, að hún varð nærri eða alveg þrautalaus, meðan hún notaði þetta lyf, en sótti fljótlega aftur í sama horf og áð- ur, eftir að hún hætti að taka það inn. Fékk hún þá aftur sömu inn- töku af atophan 7-9/3, og þar á eftir 8 sinnum 3 daga atophan-um- ferð með 7—26 daga millibili, síð- ast 26.—28. júni. Fékk þá óþolandi höfuðþrautir seinasta daginn, svo að hún varð að fara í rúmið og lá, stundum mjög illa haldin, fram yfir 20. júli. Við þvagrannsókn var hvoki eggjahvíta né sykur, en mjög sterk AgNOs-reaktion benti á veikindi í lifrinni, líklega atophan- eitrun, þrátt fyrir hina varlegu notkun1). Eftir að hún komst á fætur, fór að bera á gigtinni á ný, meira en meðan hún lá, aldrei þó jafn-svæs- inni og um veturinn, en álíka og áður var, og gekk svo 2—3 árin næstu. Snemma í des. i fyrra, varð hún fyrir því slysi, að handleggs- hrotna, og gekk seint að gróa. Til þess að freista að flýta fyrir þvi, var hún látin nota þorskalýsi og C- vitamin. Voru það Ido-C-tölur, sem hún notaði og tók 2 á dag, eða 50 mg. C-v. (1000 I.E.) fyrstu 10 dag- ana, og úr því I tölu á dag. Svo hrá við, að eftir viku voru allir blæðingablettir horfnir, og engir ný- ir komu meðan hún notaði C-töl- urnar, sem var um það hil í mán- uð, en svo sem l/ mánuði eftir að hún hætti því, fóru blettir að koma á ný; fór hún þá aftur að nota C-v„ og var það eins og við manninn mælt, að blettirnir hurfu fljótlega og engir nýir komu, en fóru að koma á ný 1—3 vikum eft- ir að hún hætti við C-v. Og svona hefir það gengið hvað eftir annað, því að síðan hefir hún altaf öðru hverju notað Ido-C-tölur eða ascor- x) Seinna kom mér til hugar, að þetta einstaklega litla atophan- ])ol hefði stafað af C-vitaminskorti í lifrinni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.