Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 12
54 LÆKNABLAÐIÐ og hjá stúlkunni meÖ Wilsons sjd., þar sem kaverna íanst í lii furcati- onseitli, að vísu með kölkuðu stykki í, en umhverfið var ekki kalkað, svo að sýkingin hefði vel getað l^reiðst út frá þessum eitli. Eftir því sem fólkið eldist sjá- um við tiltölulega meira af kölkuð- um primæraffektum, eins og sést af t'áflu 3. Samt sjáum við ókalkaða primæraffekta koma fyrir fram að sextugsaldri. Tafla 3. Ástand primæraffektanna. Aldur Primærfocus kalkað Primær- focus yst Kölkuo % 11—20 4 4 50 21—30 13 5 70 31—40 19 3 86 41—50 24 2 92 51—60 18 1 95 61—70 23 0 100 71-90 11 0 100 Þótt þessar tölur séu ekki stórar, þá er samt sýnilega visst lögmál í þeim, nl. að ógrónum primæraff- ektum fækkar jafnt og ])étt með stigandi aldri. Sumir kunna að vilja draga þá ályktun af þessu, að þetta komi heim við að flestir smittist á barnsaldri, en sú ályktun er fráleit. Það eru ekki nokkur líkindi til að primæraffekt haldist ystur í marga áratugi. án þess að kalka. Sá elsti, sem við höfum séð ókalkaðan, eft- ir því sem unt var að reikna út aldur sjúkdómsins, var 4 ára, og kemur það alveg heim við reynslu Schúrmanns, sem í sínu materiale hafði aðeins einn ókalkaðan prim- æraffekt 4 ára gamlan, en engan eldri. Við höfum fimdið kalkaðan primæraffekt í 1 árs liarni, sem dó úr miliartbc. og gegnumkalkaðan hiluseitil í öðru 2ja ára 1)arni, sem einnig dó úr meningitis, svo að auðsætt er að ystingarnar í primær- komplexinum þurfa ekki mörg ár til að kalka, og er full ástæða til að álykta, að ókalkaður primæraff- ekt sé vottur um tiltölulega nýlega sýkingu, í flestum tilfellum yngri en 4 ára. Það er óneitanlega áberandi, að ekki skuli finnast nema einn gró- inn primæraffekt fram að xo ára aldri. Hér eru þó alls 38 börn, 24 innan 6 ára og 14 6—10 ára. Þó geta þessi hlutföll verið rétt, því að þess ber að gæta, að svo lítið deyr af börnum á aldrinum 6—10 ára, þar sem við höfum aðeins 6, sem engir berklar finnast hjá, en engan primæraffekt, að tæplega er leggjandi nokkuð upp úr svo lágri tölu, en hins vegar hefði maður ekki búist við að finna aðeins í einu barni af 24 greinilegar menj- ar um batnaða berklaveiki. Því fer fjarri, að við höfum á- valt fundið fullkominn primærkom- plex, þ. e. focus bæði í lunga og í tilsvarandi eitli. í yfirliti, þar sem 3 bötnuð tilfelli eru tekin með, sést að við höfuiri fundið focus í lunga, en ekkert í eitli í 31 tílf., focus i eitli, en ekkert i lunga í 34 tilf., focus i lunga og eitli i 62 tilfellum. Langflest primærfocus fundust rétt undir pleura, venjul. 2—5 mm. frá brjósthimnunni, í lungnavefn- um, en fyrir kom að primæraffekt fanst dýpra í lungnavefnum, og í nokkrum tilfellum fundust fleiri en einn í sanxa lunga. Lungnafocus án þátttöku eitilsins fundust oftar hjá eldra fólki, aftur á móti var algeng- ara að finna focus í eitli án nokk- urs lungnafocus i unglingum innan tvítugs. 5. Aktiv tubcrculosis. Eins og sést af töflu 1 er tala þeirra, sem deyja úr berklaveiki á unga aldri, há sanxanborið við gróna eða stöðvaða primærsýkingu. Tafla 4 gefur yfirlit yfir aktiv

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.