Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 21
LÆK.NABLÁÐIÍ) 63 eru ekki „standardiseruð". Allir, sem verið hafa í sveit, vita, að gæði heys og næringargildi og vafalaust vitamin-auðgi lika, er ekki altaf eins. Þó að slept sé þeim afföllum, sem verða þegar hey hrekst, þá er gildi heysins mjög misjafnt, eftir því í hvaða jarðvegi grasið hefir sprottið, eftir því, hvenær það er slegið og eftir því, hvernig geymsl- an er. Og alt þetta, og vafalaust fleira, kemur lika að meira eða minna leyti til greina, þegar um á- vexti er að ræða. Með því að hér er eingöngu rætt um C-vitamin- gjafa, þarf ekki að nefna aðra á- vexti en cítrónur, því að aðrir eru nú ekki fáanlegir, enda mundi hið sama eiga við um aðra að breyttu breytanda. En i ritgerð um skyr- bjúg eftir próf. W. Stepp og prívat- doc. K. Voit í 10. bindi af Neue deutsche Klinik segir þetta um vi- taminauðgi cítróna: „(Es) ist be- merkenswert, dass die einzelnen Ci- tronenarten offenbar verschiedenen Gehalt an C-Vitamin aufweisen. So machte hekanntlich Kapitán Scott auf einer seiner Polarexpeditionen im Jahre 1902 denkhar schlechte Erfahrungen mit westindischen Li- monen. Durch A. H. Schmidt wis- sen wir, dass besonders der Saft von Citrus lemona aus den Mittel- meerlándern sehr reich an Vitamin C ist. wáhrend gerade die westin- dische Frucht (Citrus acida) nach Mc Collum nur ein Viertel der wirk- samen Substanz enthált.“ (N. d. Kl. X.. 4—5). Þær citrónur, sem hér eru á boðstólum, eru væntanlega frá Italíu, þótt ekki viti ég það, svo að að því leyti væri þá alt í lagi. En hvc mikið C-vitamin er í hverri cítrónu, er engu að síður ó- vist. í vasabók frá Bayer fyrir 1940 er talið, að i 100 gr. af citrónum (sennilega fyrir utan börkinn, sem ekki er etinn), séu 50—100 mg. C- vitamín, en hvort milligrömmin eru 50 eða 100, eða einhvers staðar þar á milli, get ég ekki vitað, og skift- ir það þó óneitanlega ekki litlu máli. Hér við bætist, að þó að ég vissi upp á hár C-vitamin-auðgi hverrar cítrónu, þegar hún er flutt út úr heimalandi sínu, er þá ekki hugs- anlegt, að það kunni að rýrna við geymsluna, ekki síst þegar cítrón- urnar standa mánuðum saman úti í búðargluggum, eins og oft sést hér? Eg fullyrði ekkert um þetta, en spyr sá, sem ekki veit. Þá er að bera verðið á C-vita- minum í hinum „rándýru verk- smiðjulyfjum" saman við verðið á sama C-vitamin-magni í cítrónum. Það er satt, að verksmiðjulyfin eru dýr, en ef því verður ekki neitað, að C-vitamin-lyf geti stundum ver- ið nauðsynleg — og að öðru jöfnu helst fyrir þá, sem geta ekki veitt sér nægilega gott og f jölbreytt fæði f)rrir fátæktar sakir — og ef mér hefir tekist að sýna, að verksmiðju- lyfin hafi a. m. k. einn mjög mik- ilvægan kost fram yfir hin „lifandi" vitamin, þá er hvorttveggja þetta einmitt brýn ástæða til þess að sjúkrasamlagslæknum sé leyft að ráðleggja C-vitamin-lyf og að sjúkrasatnlagið greiði sinn hluta af verði þeirra, eins og annara lyfja, sem samlagsmenn þarfnast. En ef einhver skyldi segja sem svo, þrátt fyrir það, sem ég hef sýnt frant á, um yfirburði verksmiðjulyfjanna yfir hina „lifandi“ C-vitamin-gjafa, að það sé nú samt ekki neitt neyð- arúrræði að horða citrónur, og raunar sjálfsagt, heldur en að vesl- ast upp af C-vitamin-skorti, þá get ég að visu ekki neitað því, en sú ráðlegging rninnir mig á þjóðsög- una um drotningu Haraldar kon- ungs Sigurðsosnar, er á að hafa sagt, þegar konungurinn bjóst til að senda knörr hlaðinn lífsnauð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.