Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 22
64 LÆRNABLAÐIÐ synjum til íslands, eitt sinn er hungurdauÖi vofÖi hér yfir sem oft- ar: ,,Því l>orða Islendingar ekki hrauÖ og smjör, heldur en að deyja úr hungri?“ Já, því borða ekki fá- tæklingarnir cítrónur, heldur en að veslast upp af C-vitamin-skorti ? Því er fljótsvarað. Af því að það er ekki fyrir fátæklinga að borða cítrónur. Þær hafa svo lítið nær- ingargildi fyrir utan C-vitaminið, að óþarft er að miða við annað en það eitt. Ascorbinsýran er svo dýr, að fátækling, sem hefir þörf á miklu C-vitamini, eins miklu eða nieiru en konan, sem ég sagði frá, er mjög tilfinnanlegt að kaupa nægilegt af henni hjálparlaust. ioo tölur af henni kosta nú á 17. kronu. En samt yrði honum miklu dýrara að kaupa cítrónur til að fullnægja C-vitamin-þörf sinni. Ef treysta má tölunum í vasabók Bayers, og ef gera mætti ráð fyrir, að C-vitamin- rnagn cítrónanna hreyttist ekki né rýrnaði, hversu lengi og hvernig sem þær væru geymdar, og ef ekki færi altaf eitthvað af hinum dýr- mæta safa til spillis, þegar þær eru borðaðar, þá þyrfti varla minna en 1 y2 citrónu til þess að fá jafn mik- ið C-vitamin og er í einni ascorbín- sýrutölu. Sé tekið tillit til mögulegr- ar geymslurýrnunar og þess, að jafnan mun eitthvað fara til spillis við borðhaldið, má ætla, að tæpast verði kornist af með minna en 2 cítrónur til að jafnast á við eina ascorbínsýrutölu að C-vitamin- magni. Nú hafa Cítrónur oftast kostað 20 aura hver í vetur, og má þá öllum vera ljóst, að sami C-vita- min-skamtur er talsvert meira en helmingi dýrari í þeim en í hinni „rándýru" ascorbinsýru. Af því, sem nú heíir verið sýnt um verðlagið, er augljóst, að það væri drjúgur gjaldeyrissparnaður, að banna innflutning á citrónum, en flytja inn sama C-vitamin-magn í ascorbinsýru í staðinn. Ef til vill óttast menn nýtt Rama-óp, ef ]iað yrði gert, en ég segi eins og Karl 12. á að hafa sagt: „Úr því að fjandinn tók allar geiturnar, mátti hann mín vegna gjarnan taka bukk- inn með.“ Úr því að bannað er að flytja inn epli og appelsínur, þá má mín vegna gjarnan banna cítrónurn- ar líka. Ekki svo að skilja, að ég sé elskur að innflutningshöftunum, en úr því að þau eru á annað borð þá sýnist mér ekki skaðinn skeður, ])ó að það væri einhver „Methode i Galskaben“. Að endingu vil ég skjóta því til L.R., hvort því sýnist ekki rétt, að fara þess á leit við rétta hlutaðeig- endur, að það bann, sem lagt er við því, að sjúkrasamlagslæknar ráðleggi C-vitamin-lyf, verði af- numið sem allra fyrst, en til vara, ef það fæst ekki, að sjúkrasam- lagslæknum verði leyft að ráðleggja þeim, sem þeir telja að eigi að búa við skaðlegan C-vitamin-skort, cít- rónur, svo sem þarf, til að bæta úr því, þannig, að sjúkrasamlagið greiði Y\ af andvirði þeirra. Það er að vísu miklu verra fyrir báða aðila, en þó skárra en það ástand í þessu efni, sem nú ríkir. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.