Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 7

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 7
KNABLAQIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYICJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: KRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 29. árg. Reykjavik 1943.7.-8. tbl. * Ulcus-cancer. (Ul cero-cancer.) Erindi flutt á fundi í L. R. í nóv. 43. Eftir Halldór Hansen. Magasár og magakrabbi eru, eins og kunnugt er, gerólikir sjúkdóm- ar og hið sama á við um sjúkdóms- mynd þeirra, og er því aðgreining þeirra oftast nær au'Svekl og ótví- ræö. Þessu er þó ekki ævinlega þann- ig varið, eins og flestir kannast við og sýnt mun verða fram á með línum þessum. Ef vér skyggnumst rúma öld aftur i tímann, sjáum vér að þá var engin tilraun gerð til þess aö aögreina þessa tvo sjúkdóma, af þeirri einföldu ástæðu, aö þá var magasáriö óþekkt sem sjúkdómur sui generis og að þá þekktu menn aðeins krabbamein og bólgur í maganum. Sá sem fyrstur aögreindi maga- sárið frá magakrabbanum, var franski læknirinn Cruveilhier, um 1830. Rannsóknir hans studdust að vísu aöallega viS kliniskar rann- sóknir, en skömmu síðar staSfesti austurríski læknirinn Rokitansky þessa skoðun Cruveilhiers me'S at- hugun á líkum. En þessir tveir afburðalæknar þeirra tíma ráku sig þó bráðlega á þá staöreynd, aö aögreining maga- sárs og magakrabba var ekki ævin- lega eins auðveld og ætla mætti. Þegar á árinu 1839 talar Cru- veilhier um aö magasár geti breytzi í magakrabba, ef sjúklingarnir hafi tilhneigingu til krabbameins, og ár- iö eftir skýrir Rokitansky frá 5 tilfellum, þar senr krabbantein hafi setzt aö í magasári. Þýzki læknirinn Dittrich birtir svo fyrstu tölurnar árið 1848, er sýna áttu hversu oft þetta ætti sér staö. Fann hann að í 6 tilfell- um af 160 krabbameinum i maga heföu þau setzt aö í brúnum maga- sára eða ntjög nálægt þeint. Tekur nú hver athugunin viS af annari, þessu til staöfestingar, í ýmsum löndum, og er ekki unní' aö rekja rás þeirra mála neitt nán- ar, en aöstaöan til athugunar og aðgreiningar verður auðveldari meö ári hverju, vegna síaukinna skuröaögerSa á maganum og svo vegna framfara á sviöi smásjárat- hugana á vefjuni. Menn greinir þó rnjög á um þaö, hversu oft magasár veröi að krabbameini. Á fyrstu tugum 20.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.