Læknablaðið - 30.12.1943, Page 10
íoó
34 illkynja. í 6 skipti var ályktun
hans skökk og í 2 skipti óákveöin
(5,2—7,2%), en viö röntgenskoðun
sömu sjúklinga kom í ljós, aö J
ályktanir voru skakkar og 15 óá-
kveönar; hinsvegar sáust sárin oft-
ar á röntgen en viö gastroscopia.
Þegar báðar aðferðir voru lagðar
saman, reyndist útkoman rétt í
öllum tilfelium nema einu, en hér
er viö að bæta, að slíkur úrskurður
fæst raunar ekki staðfestur fyr en
eftir á, þ. e. viö smásjárskoðun á
sárinu sjálfu, úr því að sýnt er, að
báðum aðferðum getur skeikað.
Þar að auki sáust rúm 15% sár-
anna alls ekki við gastroscopia.
Það er þó engum vafa undirorp-
ið, að gastroscopia er einhver hin
mikilvægasta irannsóknaraðferð
einmitt viö aðgreiningu góökynja
og illkynja magasára, en þó þvi
aðeins, að hún sé í höndum mjög
reyndra og æfðra lækna á því sviði.
Af þessu yfirliti er ljóst, hversu
fádæma erfitt er að greina á milli
góðkynja og illkynja magasára, en
að vísu bregðast sjaldnast öll
venjuleg aðgreiningareinkenni í
hverju einstöku tilfelli, en þó býsna
oft, eins og þau dæmi bera með sér,
er ég hefi haft tækifæri til aö at-
huga ,og mun nú stuttlega gera
grein fyrir.
Síðan ég byrjaði lækningar hér
i bæ, árið 1916, hefi ég rekið mig
á. meðal eigin sjúklinga, 9 tilfelli
af ulcus-cancer, fyrsta tilfellið þó
ekki fyrr en á árinu 1922.
Hinsvegar hafði ég á fyrstu
praksisárum mínum hér hitt fyrir
nokkur tilfelli af sáraæxlum (ulcus
tumor), sem flestir skurðlæknar
kannast við og sem dæmd voru
oft óviðráðanleg krabbamein viö
aögerðina, en lifðu langa æfi þar
á eftir, í trássi við alla lækna
og vísindi, enda þótt aðgerðin væri
ekki fólgin í öðru en prófskurði.
Læknablaðið
eða í hæsta lagi í gastro-entero-
anast.
Hér fara á eftir allstyttar sjúkra-
sögur þessara 9 sjúklinga, auk
tveggja magasárs-sjúklinga, sem
skornir voru upp vegna ákveðinna
grunsemda um illkynja sár, til
samanburðar við hina.
) G. R., 50 ára bóndi, leitaði
til mín 22. apr. '22. Sárir kvala-
verkir og vindspenningur fyrir
bringspölum í um 20 ár. Periodici-
tet. Einkennin hafa ágerzt mjög
síðustu 2 mán., þau korna 1—2
klst. p. c., við sult og stundum að
nóttu til, versna einkennin við á-
reynslu og þyngri mat. Matarlyst
er góð og hann heldur holdum.
Hann er grannholda, rjóð-
ur í andliti og hraustlegnr. Hglb.
90% (L. Pet.) Steth. neg. Abdo-
men: Eymsli í cardia. Ewald: 130
ccm. fr. vel chymific. Boas 15.
Kongo 30. phen. 45. Kemp 6 klst.
mínus ret. Fæces —f- bl. (3sv-
ar.) Röntgen: mjog stór nische
á curv. min.
Operation 4. sept. Stórt callöst
sár ríður yfir curv. rninor með
grunriu crater, er reyndist vera 4
cm. í þvermál. Brúnir sársins eru
harðar og skarpar. Grunur um
illkynja sár. Resection: a. m. Bil-
roth II. Microscopia: Cancer scirr-
hosum.
Sjúkl. þessum leið ágætlega, þar
til nú fyrir einu og hálfu ári, að
hann fór að fá bringspalaverk og
vind fyrir brjóstið.
Fæces urðu -j—|—[- occult blóð.
og röntgen sýndi grunsamar
cancerbreytingar í magastúfnum.
iSjúkl. dó fyrir hálfurn mán., 21 ári
eftir aðgerðina.
2—3) Sjá Lbl. des. 1934.
4) G. G. 40 ára forstjóri. leitaði
til mín fyrst 19. maí 1925, vegna
pyrosis og sviða fyrir bringspölum
með köflum undanfarin 1—2 ár,