Læknablaðið - 30.12.1943, Síða 14
104
LÆKNAB LAÐIÐ
og unnt verSi a'ö gjöra resectio
siöar, en sjúkl. dó i sólarhring
eftir aögjöröina. Microscopia can-
cer scirrhosum (krufning).
10) Sjá Lbl. des. 1934.
11) Þ. Á. 57 ára kaupmaöur leit-
aði til mín 14. jan. 1942, vegna
vindspennings og sviða fyrir
bringspölum er byrjaöi all skyndi-
lega fyrir nokkrum vikum. Brjóst-
sviöi og nábítur fylgja. Einkennin
koma 1—3 klst. p. c. og stundum
aö nóttu til. Sjúkl. hefir fengiö að-
kenning af brjóstsviöa áður, en
annars verið vel frískur. Matar-
lyst er eðlileg og hann heldur hold-
um.
Ewald: 78 ccm. vel chymific Bo-
as 4 Kongo 22 Phen. 40.
Fæces -j—]- blóð (oft).
Röntgen: Stór nische á curva-
tura minor neðan til.
Sjúklingurinn lá heima á ulcus-
diæt 1 mánuð og kom síðan á spít-
ala. Reynd er lyflæknismeðferð í
ca. 2 mánuöi, en þar eð nichan hef-
ir lítið breytzt, eftir allan þann
tíma, og curvat. í kring er grun-
söm upp á cancer, er sjúkl. ráölagö-
ur uppskurður þrátt fyrir góöa
subj. líðan.
Operation 19. apr.: Sáriö er dá-
lítið callöst og tekur litlafingurs-
góm.
Resectio a. m. Bilroth II.
Microscopia: Ulcus pep. ventri-
culi.
Réttu ári síðar kemur sjúkl. aft-
ur og er nú með ileus á háu stigi
út frá cancer flex. coli sin. Tumor
var lagður fram (eftir colostomia)
en saumur við peritoneum olli
gangræn í colonveggnum er leiddi
til peritonitis og sjúkl dó 6 dög-
um eftir aðgerðina.
Eins og yfirlitstflan ber meö
sér, þá er ekki margt við að styðj-
ast í einkennum þessara 9 ulcus-
cancer sjúklinga, er gefi sérstak-
lega grun um illkynja sár enda
var enginn þeirra grunaður fyrir-
fram um aö hafa illkynja sár
nema 2. tilfellið. Þar var þaö vönt-
un óbundnu sýrunnar er gaf mér
grun um krabbamein (ásamt re-
tention) en ekki leið á löngu unz
reynslan kippti einnig því hálm-
strái í burtu að treysta mætti ó-
bundinni saltsýru. Aðeins í fyrsta
tilfellinu gaf útlit sársins, eftir að-
gerðina, grun um cancer.
Hið einkennilega skeður að 4
sjúklinganna hljóta skurðaðgerð á
sama árinu (1927, nr. 2, 3, 4 og 5)-
Aðgerð fer fram á 3 þeirra að kalla
þegar i stað og á þeim 4. bráðlega
eftir fyrstu tilraun lyflæknismeð-
ferðar (vegna blæðinga), samt
sem áður deyja 3 þessara sjúkl.
(3- 4 og 5) úr cancermetastase eða
recidiv 1(4—4 árum eftir aðgerð-
ina.
Að vísu var smásjárskoðun á
sárinu ekki gerð í þessuin 3 til-
fellum, en allur gangur veikinnar
eftir aðgeröina ætti að vera næg
sönnun þess að um illkynja sár
hafi verið að ræða.
Þá er það einkennilegt aö i.
tilfellið, sem lifir í 21 ár eftir
skuröaögerö, skyldi að öllum lík-
indum deyja úr magakrabba. Er
þaö nýr krabbi eða er sá gamli
enn á ferðinni?
Öllum statistikum ber saman um
það, aö illkvnja sár séu miklu al-
gengari á körlum en konum og er
það einnig svo i þessum litla hóp,
hlutfallið er 1 : 8.
Eins og sjá má á yfirlitstöBunni
eru einkenni þessara 9 sjúklinga
mjög í samræmi við reynslu ann-
ara lækna er ritað hafa í seinni tíð
um illkynja magasár.
Aldur þeirra, þegar skurðaðgerð
fer fram, er frá 36—53 ár, 6 þeirra
eru innan viö fimmtugt og 2 þeirra
innan við fertugt.