Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 30.12.1943, Side 15

Læknablaðið - 30.12.1943, Side 15
LÆKNABLAÐÍt) Einkennin hafa staSiö frá il/> ári upp í 20 ár eöa að meðaltali um 8 ár og eru oftastnær mjög sér- kennandi magasárs einkenni. Magasýrurnar eru einkennilega líkar í öllum tilfellum, eölilegar en þó í lægra lagi, vessamagniö er þó mismikið og fer þaö aðallega eftir tæmingu magans. Stundum kemjr óbundin saltsýra fram aftur, siöar i sjúkdómnum, þótt hana hal’i vantað áður og er það mjög vill- andi fyrirbrigði. Tæmingarhindrun (retention) er talsverð, eða mikil, í 5 tilferhim. Smáblæðingar íinnast í öllum tilfellum, nema einu (nr. 3), en vantar þó oft í byrjun, eða hverfa um hríð við lyflæknismeðferð. Röntgenskoðun hefir ekki gefið ákveðinn grun uni krabbamein í neinu tilfellanna (en aftur á móti að minnsta kosti í öðru magasárs- tilfellanna). Nische., oftast stór, og einu sinni með loftbólu (Gipfelblase) fannst í 4 tilfellum, grunur um juxta-pyl- oriskt sár í einu (sárið var aftan- vert á curv. minor), lárétt skugga- rák ofarlega í cardia (retention í sárinu), sem þó ekki vakti athygli fyrr en eftir á, í einu tilfelli. í tveim tilfellum sáust engin merki sárs (að vísu ekki nema einu sinni athugað og nokkuð snemma í sjúk- dómnum) og einn sjúklinganna var ekki röntgenmyndaður. Báðir magasárssjúklingarnir voru með stóra nische. Gastroscopia var aðeins gerð i einu tilfellanna (nr. 6) en gaf ekki öruggar upplýsingar um eðli sjúk- dómsins. Almenna ástandið svo sem holda- far, megrun, útlit, blóðstyrkleiki o. s. frv., bennti ekki sérstaklega á malignitet í neinu tilfellanna. heldur ekki blóðsökk þegar það var athugað. ÍÓ5 Árangur lyflæknismeðferðar var oftast nokkur, eða góður framan af sjúkdómnum, þegar hún var reynd, nema í einu tilfellinu. Eftii'tektarvert er það hvernig sjúklingurinn nr. 8 fitnar um 5/2 kg. við lyflæknismeðferð, og blóð og sökk helzt eðlilegt þrátt fyrir krabbamein á háu stigi. Stærð sára þessara 9 ulcus-canc- er sjúklinga var sem næst 2—4 cm. í þvermál í 7 tilfellum en hjá 2 l'annst tumor. Lífdagar þeirra 7 sjúklinga er losaðir voru við meinsemdina, með skurðaðgerð, voru 13/4—21 ár, eða að meðaltali 6/2 ár, eftir skurð- aðgerð. Aðeins einn, ulcus-cancer sjúklinganna, er á lífi og við góða heilsu eftir rúm 8 ár. Að öllum líkindum er hér um primær cancer að ræða í flest öll- um tilfellunum, undantekning er þó sennilega hjá 110. 7 og 110. 9 og ef til vill no. 1. Þessir 9 ulcus-cancer sjúklingar eru allt sjúklingar er eg hefi stund- að sjálfur og samsvara um 7/2% þeirra magasárssjúklinga er ég hefi gjört skurðaðgerð á, ef frá eru dregin öll sár er sátu i eða mjög nálægt pylorus (auk skeifu- garnasára). Nú veit ég eigi um örlög allra þessara magasárssjúklinga minna og því miður hafa smásjárathug- anir á sárunum stundum fallið nið- ur, af ýmsum ástæðum, því má reikna með því, að tala ulcus-cancer sjúklinga i þessum hópi sé raun- verulega nokkru hærri. Nú er al- mennt talið að um 10—12% allra magasára séu eða verði illkynja svo að þessar litlu tölur minar ættu því að vera í allgóðu samræmi við reynslu annara. Flestir læknar sem vakið liafa athygli á illkynja magasárum í seinni tíð, eru á einu máli um það,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.