Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Síða 16

Læknablaðið - 30.12.1943, Síða 16
io6 LÆ K NA B LAÐ I Ð að vaka þurfi alveg sérstaklega yfir magasárssjúklingum vegna laabbameinshættunnar og að eigi beri að draga skurðaðgerö, á þeim. á langinn er lyflæknismeðferð gengur ekki að óskum. Bent er á að stór magasár beri í sér rnargar aðrar hættur svo að skurðaðgerð sé einnig æskileg af þeirri ástæðu. Þegar nú þar við bætist að sú hætta að ný sár myndist í magan- um, eða í jejunum, eftir háa mið- hlutun magans vegna magasára, virðist miklu minni en þegar skeifugarnasár eiga í hlut,*) ber liér allt að sama brunni. Orsök þessa mismunar er talin liggja í þvi að 90% magasárs- sjúkl. verði sýrulausir eftir aðgerð- ina en aðeins 50% skeifugarnasárs- sjúklinga. Ef þessi skoðun reynist rétt, furðar mann á því hversu há miðhlutun magans er lítil trygging fyrir því að ný sár myndist í skeifu- garnar-sj úk lingum. Ég þykist hinsvegar hafa sann- færst um það, að því eldri sem sár verða, því betri verði árangur skurðaðgerða — að öðru jöfnu —• hver svo sem hún er og hvar sem sárið situr. En út frá því sem að framan er sagt uin magasárin verður þó hæp- ið að bíða of lengi, einkunr ef stór magasár eiga í hlut, taki þau ekki *) Þannig fann Sigm. Mage (Annals of Surgery Nov. 1942) við eftirathugun á 600 sjúklingum er há magaresection hafði verið gjörð á, vegna ulcus pepticum, a'Ö ný sár komu fram hjá aðeins rúm- lega 1% magasárs-sjúklinga (9S tilfelli) en hjá nærri 8% skeifu- garnasárs-sjúklinga (502 tilfelli). Eftirgrennslanin náði yfir 17 ára tímabil og sýndi að ..recidiv" konm oftast fram eftir 5 ár en stundum ekki fyrr en eftir 12 ár. skjótum bata við lyflæknismeð- ferð. Reynir þar mjög á reynslu og mér liggur við að segja innsýn læknanna, þegar dæma á um nauð- synina á og ábatavonina af skurð- aðgerð. Það er eðlilegt og sjálfsagt að tefla á tæpasta vaðið ef grunur er um illkynja magasár, en það getur samt verið liæpið að ráðast í rót- tæka skurðaðgerð á maganum þrátt fyrir slíkan grun. ef almenna ástand sjúklingsins, lega sársins miklir samvextir o. þ. u. 1. gera hana mjög hæpna, því ekki er að vita nema sjúklingurinn lifði leng- ur og fengi nokkura bót meina sinna með einfaldri G-e. anasto- mösis, enda þótt sárið væri ill- kynja. Með aukinni reynslu og æfingu læknanna, betri undirbúningi sjúkl- inganna og bættum deyíiaðferðum. fer áhættan við skurðaðgerðir á maganum hins vegar stöðugt minnkandi, svo unnt er, með góðri samvizku, að rýmka svið skurðað- gerða á maganum sem því nemur. Hafa verður þó jafnan hugfast að þessir sjúklingar eru oft í tvenns- konar hættu, hættunni af sjúk- dómnum og hættunni af tvísýnni skurðaðgerð. En sé á annað borð horfið að því ráði aö gera miðhlutun á mag- anum vegna magasárs, lær að gera hana eins háa og auðið er. án til- lits til þess hvort grunur er um illkynja sár eða ekki. Helztu heimildarrit: Mathieu A.: Pathologie gastro- intestinale II, 1910. Duplant M. F.: De la prétendue transformation de l'ulcére rond eu cancer'. Thése de Lyon 189S. cit. af Mathieu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.