Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Síða 24

Læknablaðið - 30.12.1943, Síða 24
H4 LÆKNABLAÐIÐ þunglega, og dó annar þeirra. 1 þessu sambandi er bent á þaÖ, afí skipta megi Weilsgulu í 3 flokka: a) Væg tilfelli, þar sem sjúkling- ar naumast leita læknis. b) I meöallagi þung tilfelli, ýmist meö gulu eða án hermar. c) Þung tilfelli. oft banvæn, meö gulu og blæöingum. Þess er getið, aö vægum tilfell- um megi auðveldlega rugla sarnan viö aðra sjúkdóma, sérstaklega in- flúenzu (8, 9). Helzlu aöferöir, sem til greina koma, til þess að ákvaröa sjúkdóm- inn, eru þessar: Aö fá úr því skorið, hvort sýklar eru í blóði sjúklingsins í fýrstu viku sjúkdómsins, meö þvi aö dæla því í naggrísi eða ungar, hvítar mýs. Þegar Iíöur á aöra viku sjúk- dómsins, má fá staðfestingu á sjúkdómsgreiningunni meö blóö- vatnsrannsókn (agglutinatio-Ivsis próf og fh). Auk þess kemur til greina aö rækta sýkla frá blóði sjúklings- ins, og hefur sumum tekizt þaö mjög vel (2). Þegar sjúkdómurinn hefur staö- iö 7—10 daga eða lengur, má oft finna sýkla í þvagi, eins og íyrr er sagt, en þesskonar sýklaleit þyk- ir ekki nægilega örugg, þar eð mjög mismikið af sýklum finnst í þvaginu, og þeir auk þess stundum annarlegir útlits og naumast þekkj- anlegir t. d. i súru þvagi. Ýmislegt er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir sjúkdóm- inn. Lang- þýöingarmest er. aö sjálfsögöu, aö forðast smitiö, og leiöin til þess er að útrýma rott- unurn, auka hreinlæti og foröast vatn eöa hluti, sem nýlega kunna að hafa komiö í snertingu við rott- ur. Rétt er og aö gæta varfærni gagnvart hundum og refum. Bólusetning hefur veriö fram- kvæntd með nokkrum árangri í Japan. Þar í landi hafa og verið geröar tilraunir til þess að hreinsa hrísgrjónaakra meö eiturblöndu (Kalciumcyanid), i því skyni, aö drepa Weilsgulusýklana. Hefur tekizt á þann hátt aö fækka til muna sjúkdómstilfellum á viökom- andi svæöum (3). Helztu ráð til lækninga á W'eils- gulunni er aö gefa blóðvatn úr hestum eöa kapínum. sem fram- leidd hefur veriö í mótstaða gegn sýklum þessum. Eru þá gefnir um 60 ccm. undir húö fyrsta daginn, en 20—40 ccnt. næstu 2—3 daga. í þungum tilfellum er blóövatniö gefið í æö. Sumir telja blóðvatn úr sjúklingum, sem náö hafa bata (re- convalescent-s.erum) áhrifarikara. Salvarsan- arsen-, antimon-. silf- ur- eö salicyl-sambönd hafa ekki reynzt koma aö gagni. Reynt er að hlífa nýrum og blóðrás meö eggjahvítu- og saltlitlu fæöi. Oft eru gefnar salt- eöa sykurvatns- upplausnir í æð. en auk þess kvala- stillandi lyf. Eins og fyrr er getið, stafar mest sýkingarhætta frá rottum, en þær hafa sérstöðu. þar sem þær sýkjast ekki sjálfar, þótt stór hluti þeirra sé sýklaberar. Einkum á þetta viö um fullorðnar rottur, og telja sum- ir, aö y-fir 50%' af þeim beri sýkil- inn, en ungú dýrin miklum mun síöur (2) Naggrísir eru mjög næmir fyrir Weilsgulusýklinum. Sé x—2 ccm. af blóði úr Weilsgulusjúklingi á fyrsta stigi dælt í kviöarhol á nag- grís, veikist hann og deyr á 5—12 dögum. Aðaleinkennin eru hita- sótt. gula, blæöingar, og svipar sjúkdómnum því talsvert til Weils- gulu i mönnum. Mest ber á sýklum í lifrinni. Ef sami sýklastofninti er látinn ganga úr einum naggrís í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.