Læknablaðið - 30.12.1943, Page 32
122
LÆKNABLAÐIÐ
Bágborin afstaða.
Eftir Vilmund Jónsson landlækni.
TrúnaSarlæknir Reykjavíkur ■
kaupstaöar, Árni Pétursson, beinir
nokkrum völdum oröum til mín í
5. tbl. Læknablaösins þ. árg. Er til-
efniö tvö embættisbréf, er ég leyföi
mér aö birta í Heilbrigöisskýrslum
1940, en þar er vikiö aö efni, sem
læknir þessi mun telja sig öörum
fremur sérfróöan og dómbæran
um, og færi vel á, aö hann væri.
miöað við tíma þá, er vér lifum,
og trúnaðarstööu þá, er hann skip-
ar. Biö ég góöfúsan lesanda aö
varast aö taka það svo, að mér
detti i hug aö halda mér til jafns
viö hann um fræðina, þó að ég
freistist til aö þiggja góö boö rit-
stjórnarinnar um að birta nokkur
fáljreytt orö til andsvara, enda mun
gæta þess trúlega að halda mér
sem fastast viö hina alþvölegu hlið
málefnisins, en sneiöa hjá hinu, sem
háfleygara er.
1. Þá er þar fyrst til aö taka, að
með allri virðingu fyrir vísindun-
um beiðist ég engrar afsökunar á
þeirri notkun móöurmáls míns að
nefna saurlifnað saurlifnað. Og
enn síður fyrir þaö, að sérfræðingn-
um fatast undarlega nákvæmnin, er
hann telur mig þýða „prostitution“
með orðinu saurlifnaður einu i stað
„saurlifnaður ... stundaður í at-
vinnuskyni", sem ekki fer á milli
mála, að ég geri. Nú vil ég trúa
því, sem Á. P. segir, aö hann hafi
„enga löngun til“ að taka skakkt
upp mín orð, sem hann gerir sig þó
sekan um ekki einungis í þessu eina
tilfelli, og verður þá hitt að vera
satt, að hann geti ekki betur. Ber
góður vilji að vísu fagurt vitni
frómu hugarfari, en er ekki einhlít-
ur í rökræðum. Satt má það vera,
að fiéiti hugtaka meö nokkrum til-
finningablæ geti ruglaö skynsam-
lega dómgreind ístöðulítilla sálna,
en svo er það þá á báða vegu, aö
heiti má meta ýmist um of niðr-
andi eöa um of fegrandi. Legg ég
það undir dóm greinagóðs lesanda,
hvort heitið „saurlifnaður i at-
vinnuskyni" sé miður viðeigandi á
atvinnugrein, sem viö liggur allt
aö tveggja ára fangelsisvist í al-
mennum hegningarlögum vor Is-
lendinga, nýsömdum af hæfustu
sérfræðingum, samþykktum á-
greiningslaust að þessu leyti á Al-
þingi og staöfestum af konungi 15.
Ifebrúar 1940, en tæpitunguheiti
þau í Ásta-Brandsstil, sem Á. P.
stingur upp á og eru svo velluleg,
að ég fæ mig ekki til aö nefna í
björtu. En séu þau engu siður bet-
ur viðeigandi en forn og góö og
gild islenzka, mun þörf á að koma
viðar við og skipta um heiti ýmissa
annarra hugtaka, sem hegningar-
lögin íjalla um. Svik gæti þá með-
al annars verið varhugavert að
kalla svik, þjófnaðinn þjófnað og
jafnvel morðin morð. Og vissu-
lega er þaö ofar mínum skilningi,
að unnt sé aö ræða af skynsam-
legu viti um viöbrögö við siðferð-
isvandamálum almennings, án þess
að fengizt sé við hugtök meira eða
minna lituð „af siðgæðishugmynd-
um þjóðarinnar", með því að ég
ætla þær hugmyndir, svo illa þokk-
aöar sem þær kunna að vera af Á.
P., einmitt vera býsna nærri kjarna
þeirra mála.
2. Næst er lýst eftir því, hvar
íslendingar hafi til skamms tíma
stært sig af því, að hér á landi
væri „ekki eða lítið“ stundaður