Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 33
LÆ K NA B LAÐ I Ð
123
saurlifnaSur í atvinnuskyni, og er
ég vændur um aS hafa gripiS um-
mæli þar aö lútandi úr lausu lofti.
Þessu er fljótsvaraö. Ég- hafSi hér
sérstaklega í huga ununæli í bók,
sem gefin var út á vegum nefndar
þeirrar, er sá um minnisstæöa þátt-
töku íslendinga í heimssýningu í
New York fyrir fáum árum (Vil-
hjálmur Stefánsson: Iceland. New
York 1939). Á 119. bls. bókarinnar
stendur þessi setning: ,,Strictly
speaking there is no prostitu9on“.
Ég hirði ekki aS leita í fleiri ritum,
en ætla, aS þetta nægi til aS sýna,
aS eyru Á. P. eru ekki óskeikul i
þessu efni, svo vel sem hann telur
sig hafa ,,lagt hlustir viö slíku“,
og kann þaö aS standa í einhverju
sambandi viö þá afstööu hans
til þessara mála, að hann kýs
að láta liggja á milli ,hlutia
„hvort ástæða sé til fyrir þjóð
(og þar á meðal hans eigin
])ióð) að miklast af eða blygðast
sin fyrir“, að með henni sé saur-
lifnaður rekinn sem atvinnugrein,
algerlega ósnortinn af því, sem áð
ur er að vikið, að bannað er í ný-
settum almennum hegningarlög-
um vorum og metið til refsingar
að iöfnu við hveria aðra glæpi.
Siálfur má ég með blvgðun játa á
mig mikið sakleysi i þessum efn-
um. Svo vel sem mér hefur verið
ljóst frjálslvndi íslendinga í ásta-
málum. og svo fjarri sem mér hef-
ur verið að mæla þá öðrum fremur
undan ýmiss konar miður loflegri
lausung í þeim efnum, hef ég til
skannns tíma haldið það tiltölu-
leea nýtt. fyrirbrigði, að hér væri
risin upp heil atvinnustétt vændis-
kvenna, þ. e. stétt kvenna, er hefði
eingöngu saurlifnað sér til lifsupp-
eldis og stundaði þá ekki aðra at-
vinnu nema ef til vill að yfirvarpi.
En það er einungis þetta „allra
lægsta þrep skækjulifnaðar", sem
ég minnist á i upphafi fyrra bréfs
míns og gefið hefur Á. P. tilefni
til athugasemda sinna.
Nú heyri ég í fyrsta sinn þá ný-
stárlegu fornfræði á borð borna,
að hér hafi saurlifnaður verið hafð-
ur að atvinnu frá upphafi Islands-
byggðar. Er vitnað um þetta af
miklum lærdómi í gullaldarbók-
menntirnar, og bætist hér nú til-
komumikill þáttur í landssöguna.
Nú má hver maður sjá, að slík
greiðasala getur illa eða ekki orð-
ið lifvænleg atvinnugrein nema í
æði miklu fjölbýli, eða þar sem
fjöldi karla fer verulega fram úr
fjölda kvenna. Á söguöld vorri var
hvergi fjölbýli til að dreifa nema
helzt á Alþingi, og er augljóst mál
og puntar heldur en ekki upp á
mynd þá, er vér höfum af hinni
glæsilegu þjóðarsamkomu vorri.
að hóruhús hefir eftir þessu hlotið
að vera rekið þar um þingtímann
og viðskiptin verið ærið greið eða
þá mjög höfðinglega borguð, ef
upp úr ekki lengri vertíð hefur
hafzt það, sem enzt hefur hlutað-
eigendum til lifsuppeldis allt árið.
í þessu ljósi verður og ekki tor-
skilið, hvers konar skálar það
voru, sem þær reistu „um þjóð-
braut þvera“ í átthögum A. P..
skörungarnir Geirríður á Eyri vest-
ur og Langholts-Þóra. „Geirríður
...... sat á stóli ok laðaði úti
gesti“ og Þóra slíkt hið sama
Þarf hér ekki framar vitna við, og
má furðu gegna, að manni skuli
ekki hafa dottið þetta í hug fyrr.
3. Um það, að hér í höfuðstaðn-
um væri orðinn allstór hópur
kvenna, er lifði eingöngu af saur-
lifnaði, leyfði ég mér að taka gild
an vitnisburð lögreglu Reykjavík-
ur, og ætla eg engan geta verið
um það dómbærari. í öðru orð-
inu virðist Á. P. telja mér ó-
heimilt að miða við þetta sem